| Heimir Eyvindarson
Það er þétt leikjadagskrá yfir hátíðirnar í Englandi og strax í dag, tæpum 48 klukkustundum eftir sigurinn gegn Manchester City á
gamlársdag, leikur Liverpool sinn fyrsta leik á nýju ári.
Í kvöld er ferð okkar manna heitið norður til Sunderland þar sem lærisveinar David Moyes bíða spenntir eftir að fá að leggja rútunni gegn Liverpool í annað sinn á rúmum mánuði. Það gaf að vísu ekkert allt of góða raun síðast, en hey við erum að tala um David Moyes. Hann er ekki hugmyndaríkasti stjórinn í bransanum, svo mikið er víst.
Það bætir ekki ástandið hjá Moyes kallinum að talsverð meiðslavandræði plaga liðið þessa dagana. Markvörðurinn Jordan Pickford meiddist fyrir tæpri viku og svo höltruðu bæði Kone og Anichebe af velli í tapleiknum gegn Burnley á gamlársdag og verða líklega ekki með í kvöld. Þar fyrir utan eru Lee Cattermole og Jan Kirchhoff báðir meiddir og Jason Denayer tæpur, en hann missti af Burnley leiknum vegna meiðsla.
Það er svosem varla orðum eyðandi í þetta Sunderland lið. Þetta er slakt lið sem spilar afskaplega leiðinlegan fótbolta, en það breytir því ekki að þessi leikur getur orðið okkar mönnum erfiður og jafnvel dýrkeyptur. Það er nokkuð pottþétt að Moyes mun pakka í vörn og það er alls ekkert gefið að leikmenn Liverpool nái að brjóta þá vörn á bak aftur. Sérstaklega þar sem menn verða væntanlega í þreyttari kantinum eftir átökin við City.
Sem betur fer verður Mané með í kvöld, en svo er hann farinn í Afríkukeppnina og þá er nú eins gott að Coutinho fari að koma til baka. Það verður ferlega erfitt að missa Mané, en liðið hefur svosem heilt yfir plumað sig ágætlega án Coutinho þannig að vonandi tekst líka að fylla skarð Senegalans - og vonandi dettur Senegal út úr þessari keppni sem allra fyrst.
Það er í raun mjög athyglisvert hvað breiddin er að verða ásættanleg í þessu liðið okkar. Fyrir tímabilið voru menn á nálum yfir því að það vantaði vinstri bakvörð, en James Milner hefur rúllað því hlutverki upp. Svo þegar Coutinho meiddist (í fyrri leiknum gegn Sunderland) héldu menn að leikur Liverpool myndi hrynja, en það gerðist ekki þótt vélin hafi vissulega hökt aðeins. Þegar Matip meiddist þá hélt maður að vörnin léti undan, en Klavan hefur spilað eins og herforingi og lítur á köflum út eins og heimsklassa miðvörður. Þannig að þrátt fyrir smá afföll á lykilmönnum hefur liðið haldið góðum sjó. Annað sæti um áramót og 43 stig er verulegt fagnaðarefni. Það verður ekki annað sagt. Það væri samt gott að vera með heimsklassa markvörð.
Það er vissulega stutt liðið frá síðasta leik þannig að menn mæta alls ekki úthvíldir til leiks í kvöld, en það gildir svosem um Sunderland liðið líka, þótt þeirra leikur á gamlársdag hafi verið aðeins fyrr á dagskrá en kvöldmatarskemmtun okkar manna. Næsti leikur Liverpool er gegn Plymouth eftir tæpa viku og þar verður væntanlega talsvert breytt lið á ferðinni þannig að það er ágæt hvíld frá leikjaálagi framundan hjá okkar helstu lykilmönnum. Í ljósi þess finnst mér trúlegt að Klopp geri ekki miklar breytingar á liðinu frá City leiknum. Hann gaf það að vísu í skyn á blaðamannafundi að hann íhugaði að tefla fram bæði Origi og Sturridge, en bætti því svo við að hann vildi ekki gefa Moyes of miklar upplýsingar um liðsvalið. „Við stillum örugglega upp sama liði og gegn City", sagði Klopp og setti upp hálfgert skítaglott.
Það er ljóst að hvorki Coutinho né Matip verða með í kvöld og svo er Henderson eitthvað tæpur, en hann haltraði útaf á gamlárs og verður næsta örugglega ekki með gegn sínum gömlu félögum í kvöld.
Ég á ekki von á því að Klopp geri breytingar á öftustu línunni. Mignolet verður örugglega í markinu gegn sínu gamla félagi og varnarlínan verður óbreytt hugsa ég. Að vísu gæti hraði Moreno nýst okkur vel í svona leik, en ef einhver leikmaður er í formi til að spila tvo leiki með stuttu millibili þá er það maskínan Milner, þannig að það er hæpið að hann verði hvíldur í kvöld.
Ef Klopp lætur verða af því að hafa Origi og Sturridge báða inná þá eru fremstu þrír klárir því Mané hlýtur að byrja leikinn. Hann getur hvílt sig í Afríkukeppninni. Það er þá líklegast að Lallana verði á miðjunni með Can og Wijnaldum og Firmino setjist á bekkinn. Í rauninni hefur Klopp ekkert marga aðra kosti á miðjunni meðan Henderson og Coutinho eru frá. Kevin Stewart og Lucas geta jú dottið inn og gert sæmilega hluti og svo er auðvitað hægt að setja Moreno í bakvörðinn og Milner inn á miðjuna, en mér finnst ólíklegt að Klopp fari í þessháttar æfingar.
Það eru einhver ónot í mér fyrir þennan leik. Ég get samt ekki með nokkru móti spáð tapi, en innst inni finnst mér 1-0 tap líklegasta niðurstaðan í dag. Ég ætla samt að reyna að vera bjartsynn og spá 0-2 sigri. Mörkin koma frá Klavan og Origi. Vonandi tekst bara að skora fljótt þannig að við fáum ekki bæði leiðindi og vonbrigði í kvöld.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Í kvöld er ferð okkar manna heitið norður til Sunderland þar sem lærisveinar David Moyes bíða spenntir eftir að fá að leggja rútunni gegn Liverpool í annað sinn á rúmum mánuði. Það gaf að vísu ekkert allt of góða raun síðast, en hey við erum að tala um David Moyes. Hann er ekki hugmyndaríkasti stjórinn í bransanum, svo mikið er víst.
Það bætir ekki ástandið hjá Moyes kallinum að talsverð meiðslavandræði plaga liðið þessa dagana. Markvörðurinn Jordan Pickford meiddist fyrir tæpri viku og svo höltruðu bæði Kone og Anichebe af velli í tapleiknum gegn Burnley á gamlársdag og verða líklega ekki með í kvöld. Þar fyrir utan eru Lee Cattermole og Jan Kirchhoff báðir meiddir og Jason Denayer tæpur, en hann missti af Burnley leiknum vegna meiðsla.
Það er svosem varla orðum eyðandi í þetta Sunderland lið. Þetta er slakt lið sem spilar afskaplega leiðinlegan fótbolta, en það breytir því ekki að þessi leikur getur orðið okkar mönnum erfiður og jafnvel dýrkeyptur. Það er nokkuð pottþétt að Moyes mun pakka í vörn og það er alls ekkert gefið að leikmenn Liverpool nái að brjóta þá vörn á bak aftur. Sérstaklega þar sem menn verða væntanlega í þreyttari kantinum eftir átökin við City.
Sem betur fer verður Mané með í kvöld, en svo er hann farinn í Afríkukeppnina og þá er nú eins gott að Coutinho fari að koma til baka. Það verður ferlega erfitt að missa Mané, en liðið hefur svosem heilt yfir plumað sig ágætlega án Coutinho þannig að vonandi tekst líka að fylla skarð Senegalans - og vonandi dettur Senegal út úr þessari keppni sem allra fyrst.
Það er í raun mjög athyglisvert hvað breiddin er að verða ásættanleg í þessu liðið okkar. Fyrir tímabilið voru menn á nálum yfir því að það vantaði vinstri bakvörð, en James Milner hefur rúllað því hlutverki upp. Svo þegar Coutinho meiddist (í fyrri leiknum gegn Sunderland) héldu menn að leikur Liverpool myndi hrynja, en það gerðist ekki þótt vélin hafi vissulega hökt aðeins. Þegar Matip meiddist þá hélt maður að vörnin léti undan, en Klavan hefur spilað eins og herforingi og lítur á köflum út eins og heimsklassa miðvörður. Þannig að þrátt fyrir smá afföll á lykilmönnum hefur liðið haldið góðum sjó. Annað sæti um áramót og 43 stig er verulegt fagnaðarefni. Það verður ekki annað sagt. Það væri samt gott að vera með heimsklassa markvörð.
Það er vissulega stutt liðið frá síðasta leik þannig að menn mæta alls ekki úthvíldir til leiks í kvöld, en það gildir svosem um Sunderland liðið líka, þótt þeirra leikur á gamlársdag hafi verið aðeins fyrr á dagskrá en kvöldmatarskemmtun okkar manna. Næsti leikur Liverpool er gegn Plymouth eftir tæpa viku og þar verður væntanlega talsvert breytt lið á ferðinni þannig að það er ágæt hvíld frá leikjaálagi framundan hjá okkar helstu lykilmönnum. Í ljósi þess finnst mér trúlegt að Klopp geri ekki miklar breytingar á liðinu frá City leiknum. Hann gaf það að vísu í skyn á blaðamannafundi að hann íhugaði að tefla fram bæði Origi og Sturridge, en bætti því svo við að hann vildi ekki gefa Moyes of miklar upplýsingar um liðsvalið. „Við stillum örugglega upp sama liði og gegn City", sagði Klopp og setti upp hálfgert skítaglott.
Það er ljóst að hvorki Coutinho né Matip verða með í kvöld og svo er Henderson eitthvað tæpur, en hann haltraði útaf á gamlárs og verður næsta örugglega ekki með gegn sínum gömlu félögum í kvöld.
Ég á ekki von á því að Klopp geri breytingar á öftustu línunni. Mignolet verður örugglega í markinu gegn sínu gamla félagi og varnarlínan verður óbreytt hugsa ég. Að vísu gæti hraði Moreno nýst okkur vel í svona leik, en ef einhver leikmaður er í formi til að spila tvo leiki með stuttu millibili þá er það maskínan Milner, þannig að það er hæpið að hann verði hvíldur í kvöld.
Ef Klopp lætur verða af því að hafa Origi og Sturridge báða inná þá eru fremstu þrír klárir því Mané hlýtur að byrja leikinn. Hann getur hvílt sig í Afríkukeppninni. Það er þá líklegast að Lallana verði á miðjunni með Can og Wijnaldum og Firmino setjist á bekkinn. Í rauninni hefur Klopp ekkert marga aðra kosti á miðjunni meðan Henderson og Coutinho eru frá. Kevin Stewart og Lucas geta jú dottið inn og gert sæmilega hluti og svo er auðvitað hægt að setja Moreno í bakvörðinn og Milner inn á miðjuna, en mér finnst ólíklegt að Klopp fari í þessháttar æfingar.
Það eru einhver ónot í mér fyrir þennan leik. Ég get samt ekki með nokkru móti spáð tapi, en innst inni finnst mér 1-0 tap líklegasta niðurstaðan í dag. Ég ætla samt að reyna að vera bjartsynn og spá 0-2 sigri. Mörkin koma frá Klavan og Origi. Vonandi tekst bara að skora fljótt þannig að við fáum ekki bæði leiðindi og vonbrigði í kvöld.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan