| Heimir Eyvindarson
Jürgen Klopp stillti nánast upp sama liði og lagði Manchester City að velli á Anfield á síðasta degi ársins 2016, fyrir utan það að Jordan Henderson gat ekki verið með vegna hælmeiðsla. Daniel Sturridge kom inn í hans stað.
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og á fyrstu 15 mínútunum voru báðir markverðirnir búnir að stimpla sig vel inn í leikinn. Á 8. mínútu áttu bæði Sturridge og Wijnaldum góðar tilraunir, sem Mannone í marki Sunderland varði mjög vel, og hinum megin varði Mignolet með tilþrifum frá bæði Defoe og Rodwell.
Á 19. mínútu komst Liverpool svo yfir með laglegu marki Sturridge sem framlengdi boltann í netið eftir misheppnað skot frá Lovren. Staðan 0-1 á Stadium of Light.
Aðeins 5-6 mínútum síðar voru heimamenn hinsvegar búnir að jafna. Markið gerði Defoe úr víti sem var dæmt á Klavan, fyrir ekkert voðalega miklar sakir. Staðan 1-1. Verulega svekkjandi.
Tveimur mínútum síðar var Defoe svo nálægt því að koma Sunderland yfir þegar hann komst einn í gegn, en Mignolet varði frábærlega frá honum.
Það sem eftir lifði hálfleiks var fremur dauft yfir leiknum, sérstaklega leikmönnum Liverpool sem virkuðu lúnir og andlitlir. Sturridge reyndi þó fyrir sér í 2-3 skipti en hafði ekki heppnina með sér. Staðan í hálfleik 1-1 og alls ekki nógu bjart yfir okkar mönnum.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn heldur skár en sá fyrri endaði og á fyrstu 10-15 mínútunum komu 2-3 sæmileg færi, en svo fór að halla undan fæti.
Á 72. mínútu náði Liverpool þó forystu í leiknum, eiginlega upp úr þurru, en þá skoraði Mané mark eftir hornspyrnu. Markið var í ódýrari kantinum en einhvernveginn hélt maður að það væri nóg til þess að klára leikinn enda hafði Sunderland ekki sýnt mikla sóknartilburði í seinni hálfleiknum.
En á 82. mínútu fékk Sunderland gefins aukaspyrnu fyrir utan teig eftir að Lucas var í dæmigerðu klafsi. Sebastian Larsson tók spyrnuna og þrumaði inn í teig þar sem Mané tókst einhvernveginn að þvæla höndinni í boltann. Anthony Taylor gat því miður ekki annað en dæmt víti og Defoe skoraði aftur. Staðan 2-2. Verulega súrt að missa forystuna aftur niður.
Liverpool sótti án afláts til loka leiks en það kom ekkert út úr því. Niðurstaðan á Stadium of Light gallsúrt 2-2 jafntefli í leik sem var alls ekki nægilega vel leikinn af hálfu Liverpool.
Sunderland: Mannone, Love, Van Aanholt, Djilobodji, O´Shea, Larsson, N´Dong, Rodwell (Manquillo á 65. mín.), Januzaj (Khazri á 79. mín.), Borini og Defoe. Ónotaðir varamenn: Honeyman, Mika, Maja, Embleton og Ledger.
Mörk Sunderland: Defoe á 25. og 84. mín. Bæði mörkin af vítapunktinum.
Gul spjöld: Larsson og Rodwell.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Klavan, Milner (Moreno á 46. mín.), Can, Lallana, Wijnaldum (Origi á 73. mín.), Firmino, Mané, Sturridge (Lucas á 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Stewart, Alexander-Arnold og Ejaria.
Mörk Liverpool: Sturridge á 19. mín. og Mané á 72. mín.
Gul spjöld: Lallana, Mané og Milner.
Áhorfendur á Stadium of Light: 46,494.
Maður leiksins: Simon Mignolet var besti maður Liverpool í dag. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel og gat í sjálfu sér lítið gert við mörkum Defoe af punktinum í dag. Hann var nálægt því að verja fyrra vítið, sem hefði auðvitað verið ansi vel þegið.
Jürgen Klopp: „Ég veit ekki hvað segja skal. Við spiluðum ekki vel í dag, en ég veit satt best að segja ekki hvort það er hægt að ætlast til þess að liðið spili betur eftir þá stuttu hvíld sem það fékk. Við vorum alls ekki nógu góðir, en við vorum líka óheppnir að fá á okkur víti upp úr aukaspyrnu sem hefði aldrei átt að dæma. En maður skapar sér sína heppni sjálfur og svona fór þetta því miður í dag."
-Þetta var 32. viðureign Liverpool og Sunderland í Úrvalsdeild og 11. jafnteflið. 18 sinnum hefur Liverpool unnið og Sunderland þrisvar.
-Liverpool er í 2. sæti í deildinni og hefur aðeins tapað einum af síðustu 20 leikjum. Það var 4-3 tapið gegn Bournemouth í byrjun desember.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá viðtal við Jürgen Klopp af sömu síðu.
TIL BAKA
Súrt jafntefli
Liverpool gerði súrt 2-2 jafntefli við Sunderland í fyrsta leik ársins. Tvær vítaspyrnur voru dæmdar á okkar menn í leiknum.
Jürgen Klopp stillti nánast upp sama liði og lagði Manchester City að velli á Anfield á síðasta degi ársins 2016, fyrir utan það að Jordan Henderson gat ekki verið með vegna hælmeiðsla. Daniel Sturridge kom inn í hans stað.
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og á fyrstu 15 mínútunum voru báðir markverðirnir búnir að stimpla sig vel inn í leikinn. Á 8. mínútu áttu bæði Sturridge og Wijnaldum góðar tilraunir, sem Mannone í marki Sunderland varði mjög vel, og hinum megin varði Mignolet með tilþrifum frá bæði Defoe og Rodwell.
Á 19. mínútu komst Liverpool svo yfir með laglegu marki Sturridge sem framlengdi boltann í netið eftir misheppnað skot frá Lovren. Staðan 0-1 á Stadium of Light.
Aðeins 5-6 mínútum síðar voru heimamenn hinsvegar búnir að jafna. Markið gerði Defoe úr víti sem var dæmt á Klavan, fyrir ekkert voðalega miklar sakir. Staðan 1-1. Verulega svekkjandi.
Tveimur mínútum síðar var Defoe svo nálægt því að koma Sunderland yfir þegar hann komst einn í gegn, en Mignolet varði frábærlega frá honum.
Það sem eftir lifði hálfleiks var fremur dauft yfir leiknum, sérstaklega leikmönnum Liverpool sem virkuðu lúnir og andlitlir. Sturridge reyndi þó fyrir sér í 2-3 skipti en hafði ekki heppnina með sér. Staðan í hálfleik 1-1 og alls ekki nógu bjart yfir okkar mönnum.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn heldur skár en sá fyrri endaði og á fyrstu 10-15 mínútunum komu 2-3 sæmileg færi, en svo fór að halla undan fæti.
Á 72. mínútu náði Liverpool þó forystu í leiknum, eiginlega upp úr þurru, en þá skoraði Mané mark eftir hornspyrnu. Markið var í ódýrari kantinum en einhvernveginn hélt maður að það væri nóg til þess að klára leikinn enda hafði Sunderland ekki sýnt mikla sóknartilburði í seinni hálfleiknum.
En á 82. mínútu fékk Sunderland gefins aukaspyrnu fyrir utan teig eftir að Lucas var í dæmigerðu klafsi. Sebastian Larsson tók spyrnuna og þrumaði inn í teig þar sem Mané tókst einhvernveginn að þvæla höndinni í boltann. Anthony Taylor gat því miður ekki annað en dæmt víti og Defoe skoraði aftur. Staðan 2-2. Verulega súrt að missa forystuna aftur niður.
Liverpool sótti án afláts til loka leiks en það kom ekkert út úr því. Niðurstaðan á Stadium of Light gallsúrt 2-2 jafntefli í leik sem var alls ekki nægilega vel leikinn af hálfu Liverpool.
Sunderland: Mannone, Love, Van Aanholt, Djilobodji, O´Shea, Larsson, N´Dong, Rodwell (Manquillo á 65. mín.), Januzaj (Khazri á 79. mín.), Borini og Defoe. Ónotaðir varamenn: Honeyman, Mika, Maja, Embleton og Ledger.
Mörk Sunderland: Defoe á 25. og 84. mín. Bæði mörkin af vítapunktinum.
Gul spjöld: Larsson og Rodwell.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Klavan, Milner (Moreno á 46. mín.), Can, Lallana, Wijnaldum (Origi á 73. mín.), Firmino, Mané, Sturridge (Lucas á 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Stewart, Alexander-Arnold og Ejaria.
Mörk Liverpool: Sturridge á 19. mín. og Mané á 72. mín.
Gul spjöld: Lallana, Mané og Milner.
Áhorfendur á Stadium of Light: 46,494.
Maður leiksins: Simon Mignolet var besti maður Liverpool í dag. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel og gat í sjálfu sér lítið gert við mörkum Defoe af punktinum í dag. Hann var nálægt því að verja fyrra vítið, sem hefði auðvitað verið ansi vel þegið.
Jürgen Klopp: „Ég veit ekki hvað segja skal. Við spiluðum ekki vel í dag, en ég veit satt best að segja ekki hvort það er hægt að ætlast til þess að liðið spili betur eftir þá stuttu hvíld sem það fékk. Við vorum alls ekki nógu góðir, en við vorum líka óheppnir að fá á okkur víti upp úr aukaspyrnu sem hefði aldrei átt að dæma. En maður skapar sér sína heppni sjálfur og svona fór þetta því miður í dag."
Fróðleikur:
-Þetta var 32. viðureign Liverpool og Sunderland í Úrvalsdeild og 11. jafnteflið. 18 sinnum hefur Liverpool unnið og Sunderland þrisvar.
-Liverpool er í 2. sæti í deildinni og hefur aðeins tapað einum af síðustu 20 leikjum. Það var 4-3 tapið gegn Bournemouth í byrjun desember.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá viðtal við Jürgen Klopp af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan