| Sf. Gutt
Hermt er að Jürgen Klopp hafi orðið fjúkandi reiður við leikmenn sína eftir tapið í Hull. Liðið lék einn versta leik sinn á leiktíðinni, tapaði fyrir einu af botnliðunum og hörmungargengið það sem er er ársins hélt áfram!
Staðan var markalaust þegar stutt var eftir af hálfleiknum en hrikaleg mistök Simon Mignolet kostuðu mark og heimamenn komust þannig á bragðið. Hermt er að Jürgen hafi látið menn sína heyra það í leikhléinu en allt kom fyrir ekki. Liðið var reyndar skömminni skárri í síðari hálfleik en Tígrarnir tryggðu sér sigur með marki úr skyndisókn á lokakafla leiksins. Enn eitt tapið og Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á þessu ári!
Jürgen Klopp mun hafa haldið áfram að messa yfir sínum mönnum eftir leikinn. Reyndar eru heimildir fyrir þessum ræðuhöldum kannski ekki alveg öruggar en Þjóðverjinn var mjög þungbúinn á blaðamannafundi eftir leikinn og ómyrkur í máli. Hvort sem Jürgen skammaði sína menn minna eða meira þá er kominn tími til að leikmenn Liverpool fari að taka sig á! Þeir eiga að geta spilað mun betur en slíkt kemur ekki af sjálfu sér!
TIL BAKA
Jürgen Klopp varð fjúkandi reiður!

Hermt er að Jürgen Klopp hafi orðið fjúkandi reiður við leikmenn sína eftir tapið í Hull. Liðið lék einn versta leik sinn á leiktíðinni, tapaði fyrir einu af botnliðunum og hörmungargengið það sem er er ársins hélt áfram!

Staðan var markalaust þegar stutt var eftir af hálfleiknum en hrikaleg mistök Simon Mignolet kostuðu mark og heimamenn komust þannig á bragðið. Hermt er að Jürgen hafi látið menn sína heyra það í leikhléinu en allt kom fyrir ekki. Liðið var reyndar skömminni skárri í síðari hálfleik en Tígrarnir tryggðu sér sigur með marki úr skyndisókn á lokakafla leiksins. Enn eitt tapið og Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á þessu ári!
Jürgen Klopp mun hafa haldið áfram að messa yfir sínum mönnum eftir leikinn. Reyndar eru heimildir fyrir þessum ræðuhöldum kannski ekki alveg öruggar en Þjóðverjinn var mjög þungbúinn á blaðamannafundi eftir leikinn og ómyrkur í máli. Hvort sem Jürgen skammaði sína menn minna eða meira þá er kominn tími til að leikmenn Liverpool fari að taka sig á! Þeir eiga að geta spilað mun betur en slíkt kemur ekki af sjálfu sér!
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan