| Sf. Gutt
Adam Lallana var á dögunum kjörinn landsliðmaður árins fyrir árið 2016. Ár hvert frá árinu 2003 hefur besti leikmaður enska landsliðsins verið kjörinn og í þetta sinn varð Adam fyrir valinu. Jamie Vardy framherji Leicester varð annar og Wayne Rooney sóknarmaður Manchester United kom í þriðja sæti.
Þetta er góð viðurkenning fyrir Adam sem hefur spilað 29 landsleiki og skorað þrjú mörk. Adam lék tíu landsleiki á árinu og skoraði öll sín þrjú mörk. Það fyrsta, sem sést á mynd hér efst á síðunni, fer í sögubækurnar en það tryggði 0:1 sigur í Slóvakíu í eina leiknum sem Sam Allardyce stjórnaði enska landsliðinu.
Adam var auðvitað ánægður með að fá viðurkenninguna. ,,Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu. Síðustu þrír leikmenn sem unnu þetta kjör voru Rooney 2015, Rooney 2014 og Steven Gerrard 2012 og það sýnir hversu mikið afrek er að fá verðlaunin. Það er búið að ganga vel hjá liðinu mínu á leiktíðinni og það hjálpar auðvitað. Þegar maður spilar vel fyrir liðið sitt þá vonast maður til að geta líka leikið vel fyrir landsliðið og hjálpað til í því. Þetta hefur gengið eftir en ég vil ekki að það verði bara á þessu keppnistímabili. Mig langar til halda áfram á sömu braut eins lengi og mögulegt er."
Adam Lallana er annar leikmanna Liverpool til að hljóta þessa viðurkenningu. Steven Gerrard vann þetta kjör tvívegis 2007 og 2012.
TIL BAKA
Adam kosinn landsliðsmaður ársins
Adam Lallana var á dögunum kjörinn landsliðmaður árins fyrir árið 2016. Ár hvert frá árinu 2003 hefur besti leikmaður enska landsliðsins verið kjörinn og í þetta sinn varð Adam fyrir valinu. Jamie Vardy framherji Leicester varð annar og Wayne Rooney sóknarmaður Manchester United kom í þriðja sæti.
Þetta er góð viðurkenning fyrir Adam sem hefur spilað 29 landsleiki og skorað þrjú mörk. Adam lék tíu landsleiki á árinu og skoraði öll sín þrjú mörk. Það fyrsta, sem sést á mynd hér efst á síðunni, fer í sögubækurnar en það tryggði 0:1 sigur í Slóvakíu í eina leiknum sem Sam Allardyce stjórnaði enska landsliðinu.
Adam var auðvitað ánægður með að fá viðurkenninguna. ,,Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu. Síðustu þrír leikmenn sem unnu þetta kjör voru Rooney 2015, Rooney 2014 og Steven Gerrard 2012 og það sýnir hversu mikið afrek er að fá verðlaunin. Það er búið að ganga vel hjá liðinu mínu á leiktíðinni og það hjálpar auðvitað. Þegar maður spilar vel fyrir liðið sitt þá vonast maður til að geta líka leikið vel fyrir landsliðið og hjálpað til í því. Þetta hefur gengið eftir en ég vil ekki að það verði bara á þessu keppnistímabili. Mig langar til halda áfram á sömu braut eins lengi og mögulegt er."
Adam Lallana er annar leikmanna Liverpool til að hljóta þessa viðurkenningu. Steven Gerrard vann þetta kjör tvívegis 2007 og 2012.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan