| Sf. Gutt

Tilkynnt var nú síðdegis að Adam Lallana hefði fengið nýjan samning við Liverpool. Samingurinn felur kauphækkun í sér og framlengingu á samningstíma. Vitað var að nýr samningur við Adam væri í farvatninu og tilkynningin um hann kom ekki á óvart.
Adam kom til Liverpool frá Southampton sumarið 2014 og var keyptur af Brendan Rodgers. Hann stóð ekki undir væntingum á fyrstu leiktíð sinni en eftir að Jürgen Klopp tók við af Brendan fór hann að sýna sitt rétta andlit og hann er búinn að spila mjög vel á þessu keppnistímabili. Jürgen hefur mikið dálæti á Adam og telur hann lykilmann í liðinu til næstu ára.
Adam Lallana hefur hingað til leikið 117 leiki með Liverpool og skorað 20 mörk. Þar af sjö á þessari sparktíð. Hann er, sem fyrr segir, búinn að leika mjög vel síðasta rúma árið og vonandi heldur hann áfram á sömu braut.
Adam er þriðji leikmaður Liverpool sem fær nýjan samning á síðustu vikum. Hinir eru Philippe Coutinho og Joe Gomez. Ljóst er að þetta eru menn sem eru í framtíðaráætlunum Jürgen Klopp og ráðgjafa hans.
TIL BAKA
Adam Lallana fær nýjan samning

Tilkynnt var nú síðdegis að Adam Lallana hefði fengið nýjan samning við Liverpool. Samingurinn felur kauphækkun í sér og framlengingu á samningstíma. Vitað var að nýr samningur við Adam væri í farvatninu og tilkynningin um hann kom ekki á óvart.

Adam kom til Liverpool frá Southampton sumarið 2014 og var keyptur af Brendan Rodgers. Hann stóð ekki undir væntingum á fyrstu leiktíð sinni en eftir að Jürgen Klopp tók við af Brendan fór hann að sýna sitt rétta andlit og hann er búinn að spila mjög vel á þessu keppnistímabili. Jürgen hefur mikið dálæti á Adam og telur hann lykilmann í liðinu til næstu ára.

Adam Lallana hefur hingað til leikið 117 leiki með Liverpool og skorað 20 mörk. Þar af sjö á þessari sparktíð. Hann er, sem fyrr segir, búinn að leika mjög vel síðasta rúma árið og vonandi heldur hann áfram á sömu braut.
Adam er þriðji leikmaður Liverpool sem fær nýjan samning á síðustu vikum. Hinir eru Philippe Coutinho og Joe Gomez. Ljóst er að þetta eru menn sem eru í framtíðaráætlunum Jürgen Klopp og ráðgjafa hans.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan