| Heimir Eyvindarson
Leicester hafði heldur betur gott af því að losa sig við Claudio Ranieri. Liðið sýndi takta sem það hefur ekki sýnt í allan vetur og valtaði yfir arfaslakt Liverpool lið á King Power Stadium í gærkvöldi.
Strax í upphafi leiks gaf Jamie Vardy tóninn fyrir heimamenn þegar hann tæklaði Sadio Mané í drasl, þannig að Senegalinn lá í góða stund á eftir. Vardy var heppinn að fá ekki spjald að launum og að sama skapi var Mané heppinn að sleppa heill frá viðskiptunum, en tónninn var svo sannarlega gefinn. Leicester var miklu grimmara allt frá fyrstu mínútu og varla fleiri orðum eyðandi í þennan afleita leik okkar manna.
Á fyrstu 20 mínútunum varði Mignolet nokkrum sinnum mjög vel og vörslurnar áttu eftir að verða fleiri, en hann kom ekki neinum vörnum við á 28. mínútu þegar Vardy slapp einn í gegn eftir allskonar klúður hjá okkar mönnum. Fyrst missti Wijnaldum boltann klaufalega á miðjunni og svo sýndi Lucas að hann hefur hvorki hraða né skilning til að vera miðvörður þegar Vardy stakk hann af á fyrstu 20 sentimetrunum. Afleitt mark, en lá í loftinu. Staðan 1-0.
Örstuttu síðar fékk Coutinho gott færi en Schmeichel varði vel. Hefði verið næs að jafna á þessum tímapunkti. Á 39. mínútu skoraði svo Danny Drinkwater af öllum mönnum algjört draumamark með skoti frá vítateigshorni sem enginn markvörður í heiminum hefði getað varið. Magnað hversu margir hafa náð að skora mörk lífs síns á móti Liverpool í gegnum tíðina. Staðan 2-0 og útlitið kolsvart.
Á 61. mínútu gerði Vardy svo út um leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Fuchs. Skelfilega auðvelt og einfalt og okkar menn litu enn eina ferðina afar illa út í teignum.
Á 65. mínútu átti Lallana ágæta tilraun, en Schmeichel sá við honum. Á 68. mínútu náði svo Coutinho að minnka muninn eftir góðan samleik við Can. Staðan 3-1 og þar við sat.
Skiptingarnar sem Klopp gerði breyttu engu og liðið var jafn andlaust allan leikinn. Algjörlega óásættanleg frammistaða og mikið umhugsunarefni hvað okkar menn virðast á löngum köflum bæði huglausir og hugmyndasnauðir. Liðið saknaði vissulega baráttunnar og vinnslunnar í Henderson, en það er ekki nægileg afsökun fyrir frammistöðu útileikmanna í þessum leik.
Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Albrighton (Chilwell á 90. mín.), Okazaki (Amartey 70.mín.), Drinkwater, Ndidi, Mahrez (Gray á 79. mín.), Vardy. Ónotaðir varamenn: Ulloa, Zieler, King, Slimani.
Mörk Leicester: Vardy á 28. og 61. mín, Drinkwater á 39. mín.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Milner, Lucas (Woodburn á 84. mín.), Can, Lallana (Moreno á 66. mín.), Wijnaldum, Firmino, Coutinho , Mané (Origi á 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Stewart, Alexander-Arnold, Klavan.
Mark Liverpool: Coutinho
Áhorfendur á King Power Stadium: 32,043
Maður leiksins: Simon Mignolet. Eini maðurinn sem þarf ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna í þessum leik. Varði nokkrum sinnum mjög vel og verður tæplega sakaður um mörkin.
Jürgen Klopp: „Þetta var engan veginn nógu gott. Ég á erfitt með að lýsa því sem fór úrskeiðis í kvöld, allavega á ensku. Þetta var bara alls ekki nógu gott og við verðum að taka okkur á. Við erum allir að spila fyrir framtíð okkar hjá liðinu."
- Þetta voru fyrstu mörk Leicester á árinu.
TIL BAKA
Undarlega vond frammistaða
Strax í upphafi leiks gaf Jamie Vardy tóninn fyrir heimamenn þegar hann tæklaði Sadio Mané í drasl, þannig að Senegalinn lá í góða stund á eftir. Vardy var heppinn að fá ekki spjald að launum og að sama skapi var Mané heppinn að sleppa heill frá viðskiptunum, en tónninn var svo sannarlega gefinn. Leicester var miklu grimmara allt frá fyrstu mínútu og varla fleiri orðum eyðandi í þennan afleita leik okkar manna.
Á fyrstu 20 mínútunum varði Mignolet nokkrum sinnum mjög vel og vörslurnar áttu eftir að verða fleiri, en hann kom ekki neinum vörnum við á 28. mínútu þegar Vardy slapp einn í gegn eftir allskonar klúður hjá okkar mönnum. Fyrst missti Wijnaldum boltann klaufalega á miðjunni og svo sýndi Lucas að hann hefur hvorki hraða né skilning til að vera miðvörður þegar Vardy stakk hann af á fyrstu 20 sentimetrunum. Afleitt mark, en lá í loftinu. Staðan 1-0.
Örstuttu síðar fékk Coutinho gott færi en Schmeichel varði vel. Hefði verið næs að jafna á þessum tímapunkti. Á 39. mínútu skoraði svo Danny Drinkwater af öllum mönnum algjört draumamark með skoti frá vítateigshorni sem enginn markvörður í heiminum hefði getað varið. Magnað hversu margir hafa náð að skora mörk lífs síns á móti Liverpool í gegnum tíðina. Staðan 2-0 og útlitið kolsvart.
Á 61. mínútu gerði Vardy svo út um leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Fuchs. Skelfilega auðvelt og einfalt og okkar menn litu enn eina ferðina afar illa út í teignum.
Á 65. mínútu átti Lallana ágæta tilraun, en Schmeichel sá við honum. Á 68. mínútu náði svo Coutinho að minnka muninn eftir góðan samleik við Can. Staðan 3-1 og þar við sat.
Skiptingarnar sem Klopp gerði breyttu engu og liðið var jafn andlaust allan leikinn. Algjörlega óásættanleg frammistaða og mikið umhugsunarefni hvað okkar menn virðast á löngum köflum bæði huglausir og hugmyndasnauðir. Liðið saknaði vissulega baráttunnar og vinnslunnar í Henderson, en það er ekki nægileg afsökun fyrir frammistöðu útileikmanna í þessum leik.
Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Albrighton (Chilwell á 90. mín.), Okazaki (Amartey 70.mín.), Drinkwater, Ndidi, Mahrez (Gray á 79. mín.), Vardy. Ónotaðir varamenn: Ulloa, Zieler, King, Slimani.
Mörk Leicester: Vardy á 28. og 61. mín, Drinkwater á 39. mín.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Milner, Lucas (Woodburn á 84. mín.), Can, Lallana (Moreno á 66. mín.), Wijnaldum, Firmino, Coutinho , Mané (Origi á 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Stewart, Alexander-Arnold, Klavan.
Mark Liverpool: Coutinho
Áhorfendur á King Power Stadium: 32,043
Maður leiksins: Simon Mignolet. Eini maðurinn sem þarf ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna í þessum leik. Varði nokkrum sinnum mjög vel og verður tæplega sakaður um mörkin.
Jürgen Klopp: „Þetta var engan veginn nógu gott. Ég á erfitt með að lýsa því sem fór úrskeiðis í kvöld, allavega á ensku. Þetta var bara alls ekki nógu gott og við verðum að taka okkur á. Við erum allir að spila fyrir framtíð okkar hjá liðinu."
Fróðleikur:
- Þetta voru fyrstu mörk Leicester á árinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan