| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mikilvægur sigur á Arsenal
Það fór eins og margir bjuggust við þegar Arsenal komu í heimsókn í lokaleik laugardagins 4. mars. Leikmenn Liverpool sýndu sitt rétta andlit eins og svo oft áður gegn liði í toppbaráttunni og unnu góðan 3-1 sigur.
Byrjunarlið Jurgen Klopp kom kannski ekki á óvart en flestir þeirra leikmanna sem hófu leikinn gegn Leicester síðastliðið mánudagskvöld voru einnig í byrjunarliðinu nú fyrir utan Lucas Leiva en sæti hans tók Ragnar Klavan í miðri vörninni. Klopp hefur því miður ekki mikil tök á því að taka menn útúr liðinu þegar þeir eru að spila illa vegna lítillar breiddar og menn fengu því tækifæri til að bæta fyrir ömurlega frammistöðu í síðasta leik. Það vakti svo athygli að í liði gestanna var þeirra besti maður, Alexis Sánchez á bekknum og Mesut Özil ekki með vegna veikinda.
Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt í leiknum og spilamennskan var eins og við þekkjum hvað best frá fyrri hluta tímabilsins. Eftir aðeins níu mínútur hafði fyrsta mark litið dagsins ljós en þar var Firmino að verki. Markspyrna frá Mignolet var löng og boltinn barst til Lallana sem sendi boltann út til hægri á Mané. Senegalinn lék í átt að marki og sendi svo boltann yfir á fjærstöngina þar sem Firmino gerði vel, tók á móti boltanum og skaut honum svo örugglega í þaknetið. Frábær byrjun hjá liðinu. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Liverpool menn svo sterkari aðilinn og Arsenal menn náðu varla að neinu leyti að ógna Mignolet í markinu. Um miðjan hálfleikinn kom ágætt skotfæri fyrir Coutinho fyrir utan teig og hann þrumaði að marki en Cech varði vel. Annað mark lá í loftinu og það kom fimm mínútum fyrir leikhlé. James Milner var með boltann úti vinstra megin og sendi hárnákvæma sendingu inn á Wijnaldum sem var fljótur að koma boltanum á Firmino inná teignum. Hann sá Mané óvaldaðan hægra megin og sendi boltann til hans. Mané gerði vel í móttöku boltans og þrumaði honum svo í markið framhjá Cech og varnarmanni sem kom aðvífandi. Staðan orðin 2-0 og allt í sóma á Anfield ! Með smá heppni hefði Coutinho getað bætt við þriðja markinu þegar hann fékk háan bolta nokkuð óvænt innfyrir á vítateignum. Móttakan var frábær en skotið því miður beint á Cech.
Í hálfleik gerði Arsene Wenger breytingar á liði sínu og sendi Alexis Sánchez inná. Það gerði næstum því lukku fyrir gestina því þeir byrjuðu af krafti og Mignolet þurfti að vera vel vakandi þegar hann sló fyrirgjöf frá vítateignum og skömmu síðar varði hann skalla frá Olivier Giroud vel, boltinn skoppaði svo ofaná þverslána og Mignolet greip boltann traustatökum. Gestirnir héldu áfram að ógna með Sánchez fremstan í flokki og þegar boltinn tapaðist í vítateig Arsenal manna sóttu þeir hratt upp, Sánchez sendi innfyrir á Welbeck og hann vippaði boltanum yfir Mignolet og í markið. Skyndilega voru gestirnir komnir í betri stöðu og þeir virtust vera komnir með yfirhöndina. Heimamenn náðu þó ágætum tökum aftur á leiknum og fátt markvert gerðist fyrr en á lokakaflanum. Þegar fimmtán mínútur voru eftir sendi Coutinho aukaspyrnu inná teiginn þar sem Matip var nálægt því að ná að skalla að marki en boltinn fór í öxlina á honum og í hendurnar á Cech. Liverpool menn voru sterkari það sem eftir lifði leiks og varamaðurinn Divock Origi skallaði aukaspyrnu frá vinstri kanti í stöngina. Í blálokin sóttu gestirnir hart að marki Liverpool og eftir barning í teignum þrumaði Sánchez að marki en Matip gerði mjög vel í að komast fyrir skotið. Boltinn barst upp völlinn á Lallana sem gerði vel, hann sá Origi úti hægra megin og sendi hárnákvæma sendingu til hans. Origi skeiðaði upp kantinn og sendi frábæran bolta inná teiginn þar sem Wijnaldum var á auðum sjó og hann skaut boltanum örugglega í markhornið. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í höfn við gríðarlegan fögnuð flestallra á Anfield.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Klavan, Milner, Can, Wijnaldum, Lallana (Lucas, 90. mín.), Coutinho (Origi, 80. mín.), Mané (Alexander-Arnold, 90. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Lovren, Moreno, Woodburn.
Mörk Liverpool: Firmino (9. mín.), Mané (40. mín.) og Wijnaldum (90. mín.).
Gult spjald: Emre Can.
Arsenal: Cech, Bellerín, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin (Sánchez, 45. mín.), Xhaka, Oxlade-Chamberlain, Iwobi, Welbeck (Walcott, 74. mín.), Giroud (Pérez, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ospina, Gabriel, Gibbs, Ramsey.
Mark Arsenal: Welbeck (57. mín.).
Gul spjöld: Coquelin og Xhaka.
Áhorfendur á Anfield: 53.146.
Maður leiksins: Roberto Firmino sýndi loksins sitt rétta andlit í framlínunni og það er kannski erfitt að taka einhvern einn leikmann og velja sem mann leiksins en hann á það skilið að þessu sinni. Hann kom Liverpool á bragðið með flottu marki snemma leiks og leiddi sóknarlínu liðsins vel allan leikinn.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var einn besti leikur sem við höfum spilað hingað til vegna þess að mótherjinn var virkilega erfiður. Við gerðum allt mjög vel. Við töluðum saman eftir Leicester leikinn, greindum hann og það var ekki skemmtileg vinna. Við fengum annað tækifæri til að sýna hvað við getum og gerðum það svo sannarlega í dag. Það er mikilvægt að komast aftur í fjórða sætið og yfir Arsenal í töflunni, okkur leið mjög illa í vikunni og þurftum nokkra daga til að jafna okkur á því."
Fróðleikur:
- Sadio Mané er sem fyrr markahæstur leikmanna liðsins með 12 mörk sem öll hafa komið í deildinni.
- Roberto Firmino komst í tveggja stafa tölu í markaskorun en þetta var hans 10. mark á leiktíðinni, þar af hafa 9 komið í deild.
- Sadio Mané hefur skorað og lagt upp mark í fjórum leikjum á leiktíðinni til þessa, oftar en nokkur annar leikmaður.
- Gini Wijnaldum skoraði sitt fjórða mark á leiktíðinni, öll hafa komið í deildinni sem og öll á Anfield.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Byrjunarlið Jurgen Klopp kom kannski ekki á óvart en flestir þeirra leikmanna sem hófu leikinn gegn Leicester síðastliðið mánudagskvöld voru einnig í byrjunarliðinu nú fyrir utan Lucas Leiva en sæti hans tók Ragnar Klavan í miðri vörninni. Klopp hefur því miður ekki mikil tök á því að taka menn útúr liðinu þegar þeir eru að spila illa vegna lítillar breiddar og menn fengu því tækifæri til að bæta fyrir ömurlega frammistöðu í síðasta leik. Það vakti svo athygli að í liði gestanna var þeirra besti maður, Alexis Sánchez á bekknum og Mesut Özil ekki með vegna veikinda.
Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt í leiknum og spilamennskan var eins og við þekkjum hvað best frá fyrri hluta tímabilsins. Eftir aðeins níu mínútur hafði fyrsta mark litið dagsins ljós en þar var Firmino að verki. Markspyrna frá Mignolet var löng og boltinn barst til Lallana sem sendi boltann út til hægri á Mané. Senegalinn lék í átt að marki og sendi svo boltann yfir á fjærstöngina þar sem Firmino gerði vel, tók á móti boltanum og skaut honum svo örugglega í þaknetið. Frábær byrjun hjá liðinu. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Liverpool menn svo sterkari aðilinn og Arsenal menn náðu varla að neinu leyti að ógna Mignolet í markinu. Um miðjan hálfleikinn kom ágætt skotfæri fyrir Coutinho fyrir utan teig og hann þrumaði að marki en Cech varði vel. Annað mark lá í loftinu og það kom fimm mínútum fyrir leikhlé. James Milner var með boltann úti vinstra megin og sendi hárnákvæma sendingu inn á Wijnaldum sem var fljótur að koma boltanum á Firmino inná teignum. Hann sá Mané óvaldaðan hægra megin og sendi boltann til hans. Mané gerði vel í móttöku boltans og þrumaði honum svo í markið framhjá Cech og varnarmanni sem kom aðvífandi. Staðan orðin 2-0 og allt í sóma á Anfield ! Með smá heppni hefði Coutinho getað bætt við þriðja markinu þegar hann fékk háan bolta nokkuð óvænt innfyrir á vítateignum. Móttakan var frábær en skotið því miður beint á Cech.
Í hálfleik gerði Arsene Wenger breytingar á liði sínu og sendi Alexis Sánchez inná. Það gerði næstum því lukku fyrir gestina því þeir byrjuðu af krafti og Mignolet þurfti að vera vel vakandi þegar hann sló fyrirgjöf frá vítateignum og skömmu síðar varði hann skalla frá Olivier Giroud vel, boltinn skoppaði svo ofaná þverslána og Mignolet greip boltann traustatökum. Gestirnir héldu áfram að ógna með Sánchez fremstan í flokki og þegar boltinn tapaðist í vítateig Arsenal manna sóttu þeir hratt upp, Sánchez sendi innfyrir á Welbeck og hann vippaði boltanum yfir Mignolet og í markið. Skyndilega voru gestirnir komnir í betri stöðu og þeir virtust vera komnir með yfirhöndina. Heimamenn náðu þó ágætum tökum aftur á leiknum og fátt markvert gerðist fyrr en á lokakaflanum. Þegar fimmtán mínútur voru eftir sendi Coutinho aukaspyrnu inná teiginn þar sem Matip var nálægt því að ná að skalla að marki en boltinn fór í öxlina á honum og í hendurnar á Cech. Liverpool menn voru sterkari það sem eftir lifði leiks og varamaðurinn Divock Origi skallaði aukaspyrnu frá vinstri kanti í stöngina. Í blálokin sóttu gestirnir hart að marki Liverpool og eftir barning í teignum þrumaði Sánchez að marki en Matip gerði mjög vel í að komast fyrir skotið. Boltinn barst upp völlinn á Lallana sem gerði vel, hann sá Origi úti hægra megin og sendi hárnákvæma sendingu til hans. Origi skeiðaði upp kantinn og sendi frábæran bolta inná teiginn þar sem Wijnaldum var á auðum sjó og hann skaut boltanum örugglega í markhornið. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í höfn við gríðarlegan fögnuð flestallra á Anfield.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Klavan, Milner, Can, Wijnaldum, Lallana (Lucas, 90. mín.), Coutinho (Origi, 80. mín.), Mané (Alexander-Arnold, 90. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Lovren, Moreno, Woodburn.
Mörk Liverpool: Firmino (9. mín.), Mané (40. mín.) og Wijnaldum (90. mín.).
Gult spjald: Emre Can.
Arsenal: Cech, Bellerín, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin (Sánchez, 45. mín.), Xhaka, Oxlade-Chamberlain, Iwobi, Welbeck (Walcott, 74. mín.), Giroud (Pérez, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ospina, Gabriel, Gibbs, Ramsey.
Mark Arsenal: Welbeck (57. mín.).
Gul spjöld: Coquelin og Xhaka.
Áhorfendur á Anfield: 53.146.
Maður leiksins: Roberto Firmino sýndi loksins sitt rétta andlit í framlínunni og það er kannski erfitt að taka einhvern einn leikmann og velja sem mann leiksins en hann á það skilið að þessu sinni. Hann kom Liverpool á bragðið með flottu marki snemma leiks og leiddi sóknarlínu liðsins vel allan leikinn.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var einn besti leikur sem við höfum spilað hingað til vegna þess að mótherjinn var virkilega erfiður. Við gerðum allt mjög vel. Við töluðum saman eftir Leicester leikinn, greindum hann og það var ekki skemmtileg vinna. Við fengum annað tækifæri til að sýna hvað við getum og gerðum það svo sannarlega í dag. Það er mikilvægt að komast aftur í fjórða sætið og yfir Arsenal í töflunni, okkur leið mjög illa í vikunni og þurftum nokkra daga til að jafna okkur á því."
Fróðleikur:
- Sadio Mané er sem fyrr markahæstur leikmanna liðsins með 12 mörk sem öll hafa komið í deildinni.
- Roberto Firmino komst í tveggja stafa tölu í markaskorun en þetta var hans 10. mark á leiktíðinni, þar af hafa 9 komið í deild.
- Sadio Mané hefur skorað og lagt upp mark í fjórum leikjum á leiktíðinni til þessa, oftar en nokkur annar leikmaður.
- Gini Wijnaldum skoraði sitt fjórða mark á leiktíðinni, öll hafa komið í deildinni sem og öll á Anfield.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan