| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Frábær sigur á Everton
Liverpool sigruðu nágranna sína í Everton öðru sinni á leiktíðinni. Lokatölur voru 3-1 og stigin voru gríðarlega mikilvæg í toppbaráttunni.
Mikið var rætt og ritað um hvernig Klopp myndi stilla upp miðjunni í fjarveru Lallana og var það Lucas sem var settur aftast á miðjuna, kom það líklega fáum á óvart. Dejan Lovren kom aftur inní miðvarðastöðuna en að öðru leyti var liðið óbreytt frá fyrri leikjum. Marko Grujic settist svo á bekkinn og var þar með í fyrsta sinn í leikmannahópnum frá því í nóvember í fyrra.
Eins og við var að búast byrjaði leikurinn með smá látum og eftir aðeins sex mínútur átti Ross Barkley ljóta tæklingu á Emre Can og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu en hefði klárlega mátt lyfta gulu spjaldi því það var sannarlega verðskuldað. Hann lét þó tiltal duga en heimamenn voru ekki sáttir með þá ákvörðun. Aðeins tveim mínútum síðar var boltinn hinsvegar kominn í markið hjá Everton og þar var Sadio Mané að verki. Hann fékk boltann úti hægra megin og lék stuttan þríhyrning við Firmino. Hann lék í átt að vítateignum og varnarmenn Everton gerðu lítið annað en að bakka frá honum. Mané sá þá sér þann kost vænstan að skjóta boltanum á milli varnarmanna og rúllaði boltinn í fjærhornið án þess að Robles í markinu gæti gert neitt annað en að horfa á. Markinu var að sjálfsögðu vel fagnað, frábær byrjun á þessum nágrannaslag.
Ekki svo löngu síðar hefði staðan átt að vera 2-0 fyrir heimamenn þegar Coutinho fékk sendingu út á vinstri kant. Hann hafði fáa kosti inná teignum og lék því sjálfur inná teiginn og þrumaði að marki en skotið var varið. Varnarmaður Everton hreinsaði svo frá marki með skalla nánast á marklínu og Firmino náði til boltans út við endalínu hægra megin en sóknin rann svo út í sandinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en á 28. mínútu voru þeir bláu búnir að jafna. Hornspyrna var tekin frá vinstri og boltinn var skallaður inná markteig þar sem Lovren var í baráttunni en boltinn barst til Pennington var fyrstur til að átta sig og þrumaði í markið, staðan orðin 1-1. En Coutinho var hinsvegar ekki hrifinn af stöðu mála og aðeins þrem mínútum síðar var hann búinn að koma sínum mönnum í 2-1 með frábæru marki. Hann fékk boltann rétt fyrir innan miðlínu á vallarhelmingi Everton, lék léttilega framhjá leikmanni Everton og þegar sá næsti mætti honum í teignum lék hann aðeins til hægri og skaut svo boltanum upp í fjærhornið. Einstaklega vel gert hjá Brasilíumanninum og þetta er eitthvað sem hann hefur ekki sýnt nógu oft í undanförnum leikjum.
Fátt markvert gerðist eftir þetta í fyrri hálfleik fyrir utan það að Barkley fékk gult spjald fyrir ljóta tæklingu á Lovren. Þetta spjald hefði klárlega mátt vera hans annað spjald í leiknum og gestirnir þar með einum leikmanni færri. En hvað um það, staðan semsagt 2-1 í hálfleik fyrir Liverpool og þeir sem eru í rauða helming Liverpool borgar voru kátir í hálfleik.
Sama baráttan var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Strax í upphafi fengu Everton menn fínt færi eftir aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Liverpool, Ashley Williams var óvaldaður á fjærstönginni en sending hans inná markteig rataði beint í hendurnar á Mignolet í markinu. Skömmu síðar skaut Emre Can að marki úr teignum eftir góðan samleik milli manna en varnarmenn Everton komust fyrir skotið, boltinn hrökk til Coutinho sem hafði því miður lítinn tíma til að átta sig og hættunni var bægt frá. Á 60. mínútu meiddist svo Sadio Mané á hné og því miður líta þau meiðsli ekki vel út. Senegalinn fór útaf og í hans stað kom Divock Origi. Skömmu síðar var Belginn svo búinn að skora flott mark ! Boltinn vannst á miðlínunni og Coutinho sendi til hægri á Origi sem gerði vel í að skýla boltanum og skyndilega var hann kominn í góða stöðu rétt fyrir utan teiginn. Hann tvínónaði ekki við hlutina og þrumaði boltanum í markið, einstaklega vel gert og staðan orðin 3-1.
Gestirnir vöknuðu aðeins við þetta og fengu ágætt færi þegar Lukaku fékk sendingu innfyrir en boltinn barst út til hægri þar sem Holgate átti skot sem fór í varnarmann og Mignolet mátti hafa sig allan við til að slá boltann frá. Boltinn barst út til vinstri þar sem sending kom fyrir markið og einn Everton maður náði skalla óvaldaður á markteig en sem betur fer skallaði hann yfir markið. Eftir þetta sigldu heimamenn öruggum sigri í höfn og fengu í raun ágæt færi til að bæta við mörkum og var þar helst að verki Trent Alexander-Arnold sem kom inná fyrir Coutinho. Lokatölur 3-1 fyrir heimamenn og Liverpool borg er klárlega rauð þessa dagana.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Lucas, Wijnaldum, Can, Coutinho (Alexander-Arnold, 74. mín.), Mané (Origi, 57. mín.), Firmino (Klavan, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Grujic, Woodburn.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (8. mín.), Philippe Coutinho (31. mín.) og Divock Origi (60. mín.).
Gult spjald: Emre Can.
Everton: Robles, Pennington (Barry, 67. mín.), Williams, Jagielka, Holgate, Davies (E Valencia, 66. mín.), Gueye, Baines, Barkley, Lukaku, Calvert-Lewin (Mirallas, 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Kenny, Koné, Lookman.
Mark Everton: Pennington (28. mín.).
Gul spjöld: Williams, Davies, Barkley.
Áhorfendur á Anfield: 52.920.
Maður leiksins: Philippe Coutinho er kominn til baka, að minnsta kosti af þessum leik að dæma og hlýtur því nafnbótina maður leiksins að þessu sinni. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í var sífellt ógnandi framávið í leiknum. Ef Sadio Mané verður lengi frá vegna meiðsla veitir ekki af því að Coutinho stígi upp á ný.
Jurgen Klopp: ,,Mér fannst við eiga sigurinn skilinn, við reynum að læra eitthvað af þessum leik. Við vissum að við þyrftum að vera tilbúnir í baráttuna og mér fannst við vera það. Eftir fyrstu mínúturnar stjórnuðum við leiknum. Við fundum svæði inná milli línanna hjá þeim og náðum Coutinho í nokkrum góðum stöðum. Ég sagði við strákana fyrir leikinn að þeir þurfa að finna rétta blöndu af því að vera snjallir og nýta sér þá orku sem fylgir nágrannaslag, ekki bara að nýta orkuna sem er í mönnum heldur semsagt einnig hafa hausinn í lagi."
Fróðleikur:
- Jurgen Klopp er fyrsti stjóri í sögu félagsins til að vinna sína fyrstu þrjá leiki gegn Everton.
- Sadio Mané skoraði í báðum leikjum liðanna í deildinni á þessu tímabili og er þar með fyrsti leikmaðurinn til að gera það síðan Luis Suarez og Daniel Sturridge gerðu það tímabilið 2013-14.
- Markið hans Mané var hans 13. á leiktíðinni.
- Divock Origi skoraði sitt 5. mark í deildinni á tímabilinu og 9. mark alls.
- Philippe Coutinho skoraði sitt 7. mark í deildinni og 8. mark alls.
- Liverpool eru í 3. sæti deildarinnar með 59 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Mikið var rætt og ritað um hvernig Klopp myndi stilla upp miðjunni í fjarveru Lallana og var það Lucas sem var settur aftast á miðjuna, kom það líklega fáum á óvart. Dejan Lovren kom aftur inní miðvarðastöðuna en að öðru leyti var liðið óbreytt frá fyrri leikjum. Marko Grujic settist svo á bekkinn og var þar með í fyrsta sinn í leikmannahópnum frá því í nóvember í fyrra.
Eins og við var að búast byrjaði leikurinn með smá látum og eftir aðeins sex mínútur átti Ross Barkley ljóta tæklingu á Emre Can og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu en hefði klárlega mátt lyfta gulu spjaldi því það var sannarlega verðskuldað. Hann lét þó tiltal duga en heimamenn voru ekki sáttir með þá ákvörðun. Aðeins tveim mínútum síðar var boltinn hinsvegar kominn í markið hjá Everton og þar var Sadio Mané að verki. Hann fékk boltann úti hægra megin og lék stuttan þríhyrning við Firmino. Hann lék í átt að vítateignum og varnarmenn Everton gerðu lítið annað en að bakka frá honum. Mané sá þá sér þann kost vænstan að skjóta boltanum á milli varnarmanna og rúllaði boltinn í fjærhornið án þess að Robles í markinu gæti gert neitt annað en að horfa á. Markinu var að sjálfsögðu vel fagnað, frábær byrjun á þessum nágrannaslag.
Ekki svo löngu síðar hefði staðan átt að vera 2-0 fyrir heimamenn þegar Coutinho fékk sendingu út á vinstri kant. Hann hafði fáa kosti inná teignum og lék því sjálfur inná teiginn og þrumaði að marki en skotið var varið. Varnarmaður Everton hreinsaði svo frá marki með skalla nánast á marklínu og Firmino náði til boltans út við endalínu hægra megin en sóknin rann svo út í sandinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en á 28. mínútu voru þeir bláu búnir að jafna. Hornspyrna var tekin frá vinstri og boltinn var skallaður inná markteig þar sem Lovren var í baráttunni en boltinn barst til Pennington var fyrstur til að átta sig og þrumaði í markið, staðan orðin 1-1. En Coutinho var hinsvegar ekki hrifinn af stöðu mála og aðeins þrem mínútum síðar var hann búinn að koma sínum mönnum í 2-1 með frábæru marki. Hann fékk boltann rétt fyrir innan miðlínu á vallarhelmingi Everton, lék léttilega framhjá leikmanni Everton og þegar sá næsti mætti honum í teignum lék hann aðeins til hægri og skaut svo boltanum upp í fjærhornið. Einstaklega vel gert hjá Brasilíumanninum og þetta er eitthvað sem hann hefur ekki sýnt nógu oft í undanförnum leikjum.
Fátt markvert gerðist eftir þetta í fyrri hálfleik fyrir utan það að Barkley fékk gult spjald fyrir ljóta tæklingu á Lovren. Þetta spjald hefði klárlega mátt vera hans annað spjald í leiknum og gestirnir þar með einum leikmanni færri. En hvað um það, staðan semsagt 2-1 í hálfleik fyrir Liverpool og þeir sem eru í rauða helming Liverpool borgar voru kátir í hálfleik.
Sama baráttan var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Strax í upphafi fengu Everton menn fínt færi eftir aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Liverpool, Ashley Williams var óvaldaður á fjærstönginni en sending hans inná markteig rataði beint í hendurnar á Mignolet í markinu. Skömmu síðar skaut Emre Can að marki úr teignum eftir góðan samleik milli manna en varnarmenn Everton komust fyrir skotið, boltinn hrökk til Coutinho sem hafði því miður lítinn tíma til að átta sig og hættunni var bægt frá. Á 60. mínútu meiddist svo Sadio Mané á hné og því miður líta þau meiðsli ekki vel út. Senegalinn fór útaf og í hans stað kom Divock Origi. Skömmu síðar var Belginn svo búinn að skora flott mark ! Boltinn vannst á miðlínunni og Coutinho sendi til hægri á Origi sem gerði vel í að skýla boltanum og skyndilega var hann kominn í góða stöðu rétt fyrir utan teiginn. Hann tvínónaði ekki við hlutina og þrumaði boltanum í markið, einstaklega vel gert og staðan orðin 3-1.
Gestirnir vöknuðu aðeins við þetta og fengu ágætt færi þegar Lukaku fékk sendingu innfyrir en boltinn barst út til hægri þar sem Holgate átti skot sem fór í varnarmann og Mignolet mátti hafa sig allan við til að slá boltann frá. Boltinn barst út til vinstri þar sem sending kom fyrir markið og einn Everton maður náði skalla óvaldaður á markteig en sem betur fer skallaði hann yfir markið. Eftir þetta sigldu heimamenn öruggum sigri í höfn og fengu í raun ágæt færi til að bæta við mörkum og var þar helst að verki Trent Alexander-Arnold sem kom inná fyrir Coutinho. Lokatölur 3-1 fyrir heimamenn og Liverpool borg er klárlega rauð þessa dagana.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Lucas, Wijnaldum, Can, Coutinho (Alexander-Arnold, 74. mín.), Mané (Origi, 57. mín.), Firmino (Klavan, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Grujic, Woodburn.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (8. mín.), Philippe Coutinho (31. mín.) og Divock Origi (60. mín.).
Gult spjald: Emre Can.
Everton: Robles, Pennington (Barry, 67. mín.), Williams, Jagielka, Holgate, Davies (E Valencia, 66. mín.), Gueye, Baines, Barkley, Lukaku, Calvert-Lewin (Mirallas, 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Kenny, Koné, Lookman.
Mark Everton: Pennington (28. mín.).
Gul spjöld: Williams, Davies, Barkley.
Áhorfendur á Anfield: 52.920.
Maður leiksins: Philippe Coutinho er kominn til baka, að minnsta kosti af þessum leik að dæma og hlýtur því nafnbótina maður leiksins að þessu sinni. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í var sífellt ógnandi framávið í leiknum. Ef Sadio Mané verður lengi frá vegna meiðsla veitir ekki af því að Coutinho stígi upp á ný.
Jurgen Klopp: ,,Mér fannst við eiga sigurinn skilinn, við reynum að læra eitthvað af þessum leik. Við vissum að við þyrftum að vera tilbúnir í baráttuna og mér fannst við vera það. Eftir fyrstu mínúturnar stjórnuðum við leiknum. Við fundum svæði inná milli línanna hjá þeim og náðum Coutinho í nokkrum góðum stöðum. Ég sagði við strákana fyrir leikinn að þeir þurfa að finna rétta blöndu af því að vera snjallir og nýta sér þá orku sem fylgir nágrannaslag, ekki bara að nýta orkuna sem er í mönnum heldur semsagt einnig hafa hausinn í lagi."
Fróðleikur:
- Jurgen Klopp er fyrsti stjóri í sögu félagsins til að vinna sína fyrstu þrjá leiki gegn Everton.
- Sadio Mané skoraði í báðum leikjum liðanna í deildinni á þessu tímabili og er þar með fyrsti leikmaðurinn til að gera það síðan Luis Suarez og Daniel Sturridge gerðu það tímabilið 2013-14.
- Markið hans Mané var hans 13. á leiktíðinni.
- Divock Origi skoraði sitt 5. mark í deildinni á tímabilinu og 9. mark alls.
- Philippe Coutinho skoraði sitt 7. mark í deildinni og 8. mark alls.
- Liverpool eru í 3. sæti deildarinnar með 59 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan