| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana og næsti leikur okkar manna er gegn Stoke City á útivelli. Leikurinn fer fram laugardaginn 8. apríl og hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Sem fyrr hvetjum við sem flesta til að mæta á heimavöll okkar, Spot í Kópavogi, og horfa þar á leikinn í góðri stemmningu.
Eftir svekkjandi jafntefli gegn Bournemouth í miðri viku eiga Liverpool menn núna tvo erfiða útileiki fyrir höndum gegn Stoke og West Bromwich Albion. Liðið er í harðri baráttu um eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar og að Chelsea og Tottenham munu að öllum líkindum skipa tvö efstu sæti deildarinnar er ljóst að þriðja eða fjórða sætið er takmarkið núna fyrir Jurgen Klopp og hans menn. Það væri ansi dýrt að tapa báðum þessum leikjum en miðað við hvernig liðinu hefur gengið gegn liðum sem eru sterk í föstum leikatriðum er bjartsýnin kannski ekkert gríðarlega mikil ákkúrat núna.
Í ofanálag bætast við meiðsli lykilmanna, Sadio Mané mun ekki spila meira á þessu tímabili og Adam Lallana mun líklega ekki spila marga leiki enda á liðið bara sjö leiki eftir í deildinni. Jordan Henderson er sem fyrr að glíma við meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni í langan tíma og þeir Dejan Lovren og Joel Matip skiptast á að meiðast sem kemur miklu róti á vörnina sem er auðvitað ekki gott. Philippe Coutinho fór svo af velli í seinni hálfleik gegn Bournemouth þar sem hann kvartaði yfir slappleika í hálfleik en veikindi hans ættu nú vonandi ekki að koma í veg fyrir að hann spili gegn Stoke. Jurgen Klopp á því ekki úr miklu að moða þegar hann stillir upp liðinu fyrir þennan leik, að öllum líkindum verður það óbreytt frá leiknum gegn Bournemouth en það er þó aldrei að vita nema að hann tefli fram Marko Grujic á miðjunni eða fá Alberto Moreno til að leysa vinstri bakvarðar stöðuna til að setja James Milner inná miðjuna þar sem Lucas hefur spilað tvo síðustu leiki. Við sjáum þó til með hvernig þetta verður alltsaman. Heimamenn í Stoke glíma ekki við mikil meiðsli en þeir Jonathan Walters og Xerdan Shaqiri eru smávægilega meiddir en ættu að ná þessum leik. Þeir Jack Butland markvörður og Stephen Ireland miðjumaður eru svo á meiðslalistanum og munu ekki vera með.
Það er töluvert langt síðan að þessi lið mættust á heimavelli Stoke í deildinni. Þann 9. ágúst árið 2015 mættust liðin í upphafsleik tímabilsins og þar sigruðu okkar menn 0-1 með glæsilegu marki frá Coutinho í seinni hálfleik. Var það kærkomin hefnd eftir 6-1 tapið í lokaleik tímabilsins þar á undan. Liðin mættust svo einnig í undanúrslitum Deildarbikarsins þetta tímabil og þar tókst okkar mönnum einnig að vinna 0-1 sigur á útivelli. Eins og margir vita hafa Liverpool ekki náð góðum úrslitum í gegnum árin á þessum velli en fjórir leikir í deildinni af síðustu sex hafa tapast og aðeins tveir unnist. Þess ber þó að geta að þessir tveir sigurleikir hafa komið í síðustu þrem leikjum þannig að mögulega er dæmið eitthvað að snúast við og vonandi verður tap ekki niðurstaðan þegar lokaflaut dómarans heyrist á laugardaginn. Síðast mættust liðin á Anfield þann 27. desember síðastliðinn og þar sigruðu okkar menn 4-1 eftir að hafa lent undir.
Það er mjög erfitt að spá fyrir um úrslit þessa leiks. Stoke City hafa verið frekar óstöðugir á þessu tímabili og það sama mætti kannski segja um okkar menn einnig, sérstaklega þegar spilað er við lið sem eru í neðri hluta deildarinnar. Spáin er ekki góð að þessu sinni en ég hallast að því að heimamenn muni sigra 2-1. Auðvitað er vonin sú að leikmenn Liverpool sýni sinn besta leik og það dugi til en meiðsli lykilmanna eru að koma á versta tíma og gæði leikmannahópsins eru því miður ekki næg til að aðrir leikmenn geti stigið upp þegar á þarf að halda.
Fróðleikur:
- Liverpool eru í þriðja sæti deildarinnar með 60 stig eftir 31 leik.
- Stoke City eru í tólfta sæti með 36 stig eftir 31 leik.
- Divock Origi spilar að öllum líkindum sinn 70. leik fyrir liðið í öllum keppnum. Hann hefur til þessa skorað 20 mörk fyrir félagið.
- Gini Wijnaldum spilar væntanlega sinn 30. deildarleik fyrir Liverpool.
- Simon Mignolet hefur spilað 100 deildarleikjum fleiri en Wijnaldum og verður væntanlega í markinu í 130. skiptið gegn Stoke.
- Sadio Mané er sem fyrr markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu en hann mun ekki spila meira, næstir honum koma þeir Roberto Firmino með níu mörk og Philippe Coutinho með átta mörk.
- Joe Allen er markahæstur leikmanna Stoke í deildinni með sex mörk.
- Stoke hafa tapað síðustu þrem leikum sínum í röð og ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum.
Eftir svekkjandi jafntefli gegn Bournemouth í miðri viku eiga Liverpool menn núna tvo erfiða útileiki fyrir höndum gegn Stoke og West Bromwich Albion. Liðið er í harðri baráttu um eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar og að Chelsea og Tottenham munu að öllum líkindum skipa tvö efstu sæti deildarinnar er ljóst að þriðja eða fjórða sætið er takmarkið núna fyrir Jurgen Klopp og hans menn. Það væri ansi dýrt að tapa báðum þessum leikjum en miðað við hvernig liðinu hefur gengið gegn liðum sem eru sterk í föstum leikatriðum er bjartsýnin kannski ekkert gríðarlega mikil ákkúrat núna.
Í ofanálag bætast við meiðsli lykilmanna, Sadio Mané mun ekki spila meira á þessu tímabili og Adam Lallana mun líklega ekki spila marga leiki enda á liðið bara sjö leiki eftir í deildinni. Jordan Henderson er sem fyrr að glíma við meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni í langan tíma og þeir Dejan Lovren og Joel Matip skiptast á að meiðast sem kemur miklu róti á vörnina sem er auðvitað ekki gott. Philippe Coutinho fór svo af velli í seinni hálfleik gegn Bournemouth þar sem hann kvartaði yfir slappleika í hálfleik en veikindi hans ættu nú vonandi ekki að koma í veg fyrir að hann spili gegn Stoke. Jurgen Klopp á því ekki úr miklu að moða þegar hann stillir upp liðinu fyrir þennan leik, að öllum líkindum verður það óbreytt frá leiknum gegn Bournemouth en það er þó aldrei að vita nema að hann tefli fram Marko Grujic á miðjunni eða fá Alberto Moreno til að leysa vinstri bakvarðar stöðuna til að setja James Milner inná miðjuna þar sem Lucas hefur spilað tvo síðustu leiki. Við sjáum þó til með hvernig þetta verður alltsaman. Heimamenn í Stoke glíma ekki við mikil meiðsli en þeir Jonathan Walters og Xerdan Shaqiri eru smávægilega meiddir en ættu að ná þessum leik. Þeir Jack Butland markvörður og Stephen Ireland miðjumaður eru svo á meiðslalistanum og munu ekki vera með.
Það er töluvert langt síðan að þessi lið mættust á heimavelli Stoke í deildinni. Þann 9. ágúst árið 2015 mættust liðin í upphafsleik tímabilsins og þar sigruðu okkar menn 0-1 með glæsilegu marki frá Coutinho í seinni hálfleik. Var það kærkomin hefnd eftir 6-1 tapið í lokaleik tímabilsins þar á undan. Liðin mættust svo einnig í undanúrslitum Deildarbikarsins þetta tímabil og þar tókst okkar mönnum einnig að vinna 0-1 sigur á útivelli. Eins og margir vita hafa Liverpool ekki náð góðum úrslitum í gegnum árin á þessum velli en fjórir leikir í deildinni af síðustu sex hafa tapast og aðeins tveir unnist. Þess ber þó að geta að þessir tveir sigurleikir hafa komið í síðustu þrem leikjum þannig að mögulega er dæmið eitthvað að snúast við og vonandi verður tap ekki niðurstaðan þegar lokaflaut dómarans heyrist á laugardaginn. Síðast mættust liðin á Anfield þann 27. desember síðastliðinn og þar sigruðu okkar menn 4-1 eftir að hafa lent undir.
Það er mjög erfitt að spá fyrir um úrslit þessa leiks. Stoke City hafa verið frekar óstöðugir á þessu tímabili og það sama mætti kannski segja um okkar menn einnig, sérstaklega þegar spilað er við lið sem eru í neðri hluta deildarinnar. Spáin er ekki góð að þessu sinni en ég hallast að því að heimamenn muni sigra 2-1. Auðvitað er vonin sú að leikmenn Liverpool sýni sinn besta leik og það dugi til en meiðsli lykilmanna eru að koma á versta tíma og gæði leikmannahópsins eru því miður ekki næg til að aðrir leikmenn geti stigið upp þegar á þarf að halda.
Fróðleikur:
- Liverpool eru í þriðja sæti deildarinnar með 60 stig eftir 31 leik.
- Stoke City eru í tólfta sæti með 36 stig eftir 31 leik.
- Divock Origi spilar að öllum líkindum sinn 70. leik fyrir liðið í öllum keppnum. Hann hefur til þessa skorað 20 mörk fyrir félagið.
- Gini Wijnaldum spilar væntanlega sinn 30. deildarleik fyrir Liverpool.
- Simon Mignolet hefur spilað 100 deildarleikjum fleiri en Wijnaldum og verður væntanlega í markinu í 130. skiptið gegn Stoke.
- Sadio Mané er sem fyrr markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu en hann mun ekki spila meira, næstir honum koma þeir Roberto Firmino með níu mörk og Philippe Coutinho með átta mörk.
- Joe Allen er markahæstur leikmanna Stoke í deildinni með sex mörk.
- Stoke hafa tapað síðustu þrem leikum sínum í röð og ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan