| Sf. Gutt
TIL BAKA
Enn vinna Ernirnir
Enn vinna Ernirnir á Anfield! Þriðju leiktíðina í röð fór Crystal Palace með þrjú stig heim til London. Nú vann Palace 1:2 og til að gera illt verra skoraði Christian Benteke, fyrrum leikmaður Liverpool, bæði mörkin. Liverpool er nú upp við vegg hvað varðar að halda einu af þremur efstu sætunum í deildinni.
Sama lið var sent til leiks og vann góðan útisigur á West Bromwich Albion á páskunum. Það sagði þó sína sögu um hversu þunnskipaður liðshópurinn er að af sjö varamönnum voru fimm unglingar á varamannabekknum. Rhian Brewster var í aðalliðshópnum í fyrsta skipti.
Liverpool lék ekki af sama krafti og gegn WBA og lítið gerðist þar til á 21. mínútu þegar Christian Benteke lék sig í færi við vítateginn en skot hans fór rétt framhjá. Þremur mínútum seinna komst Liverpool yfir. Liverpool fékk aukaspyrnu hátt í 30 metra frá marki. Philippe Coutinho tók spyrnuna og skoraði með stórglæsilegu skoti úti við stöng. Ekki ósvipað skot og þegar hann skoraði á móti Arsenal í fyrstu umferð deildainnar.
Liverpool hafði í framhaldinu góð tök á leiknum og á 39. mínútu hefði liðið getað farið langt með að gera út um leikinn. Liverpool vann boltann hægra megin, James Milner sendi á Georginio Wijnaldum sem lagði boltann út í vítateiginn á Emre Can sem var í upplögðu skotfæri en skot hans fór nær hornfánanum en markinu. Slakt hjá Þjóðverjanum sem lék langt frá sínu besta. Í stað þess að Liverpool næði tveggja marka forystu jafnaði Palace úr sínu fyrsta hættulega færi a 42. mínútu. Christian smellti boltanum upp í þaknetið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Vörn Liverpool illa á verði og staðan jöfn í hálfleik.
Liverpool þurfti sigur og liðið lék til sigurs í síðari hálfleik. Eftir fimm mínútur tók Philippe mikla rispu inn í vítateiginn og lék framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum. Varnarmaður komst fyrir skot hans en Martin Kelly var búinn að koma honum úr jafnvægi áður en hann skaut og hefði hann látið sig detta hefði Liverpool fengið víti. En Philippe stóð í lappirnar og því var ekkert dæmt.
Annars gekk sóknarleikur Liverpool illa og flestir leikmenn liðsins voru víðsfjarri sínu besta. Á 59. mínútu sendi Lucas Leiva inn í vítateginn á Roberto Firmino en markmaður Palace kom vel út á móti honum og ekkert varð úr. Liverpool fékk svo kjaftshögg á 74. mínútu. Úr einni af fáum sóknum sínum í hálfleiknum fékk Palace horn. Spyrnan var slök en boltinn náði samt að komast fyrir markið og rétt við markteiginn skallaði Christian í mark. Alveg ótrúlega slök vörn og gjafamark. Liverpool komst ekkert áleiðis til leiksloka og hroðalegt tap varð staðreynd. Sigri sem hefði átt að geta unnist var hent úr í veður og vind. Enn einu sinni var liðið andlaust á móti liði úr neðri hluta deildarinnar. Nú verður erfitt að halda einu af fjórum efstu sætunum!
Liverpool: Mignolet, Clyne (Grujic 84. mín.), Matip, Lovren (Alexander-Arnold 79. mín.), Milner (Moreno 82. mín.), Leiva, Can, Wijnaldum, Coutinho, Firmino og Origi. Ónotaðir varamenn: Karius, Gomez, Brewster og Woodburn.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (24. mín.).
Gul spjöld: Marko Grujic.
Crystal Palace: Hennessey, Ward, Tomkins, Kelly, Schlupp, Cabaye (Delaney 83. min.), Milivojevic, Townsend, Puncheon, Zaha (Van Aanholt 78. mín.) og Benteke (Campbell 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Speroni, Flamini, McArthur og Sako.
Mörk Crystal Palace: Christian Beteke (42. og 74. mín.).
Gul spjöld: Christian Benteke og Luka Milivojevic.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.086.
Maður leiksins: Philippe Coutinho. Hann skoraði frábært mark sem hefði átt að leggja grunn að sigri Liverpool. Philippe var eini leikmaður Liverpool sem var eitthvð nærri sínu besta.
Jürgen Klopp: Þetta er gremjulegt og auðvitað erum við vonsviknir. Allir halda að núna séum við búnir að missa Meistaradeildina út úr höndunum á okkur. En við eigum einn mánuð eftir til að halda jákvæðninni. Við verðum að reyna okkar allra besta til að kreista allt sem við mögulega getum út úr þessu keppnistímabili.
- Philippe Coutinho skoraði 11. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool tapaði öðrum heimaleik sínum í deildinni á leiktíðinni.
- Christian Benteke skoraði í sjöunda sinn í átta leikjum á móti Liverpool.
- Crystal Palace vann þriðju leiktíðina í röð á Anfield.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Sama lið var sent til leiks og vann góðan útisigur á West Bromwich Albion á páskunum. Það sagði þó sína sögu um hversu þunnskipaður liðshópurinn er að af sjö varamönnum voru fimm unglingar á varamannabekknum. Rhian Brewster var í aðalliðshópnum í fyrsta skipti.
Liverpool lék ekki af sama krafti og gegn WBA og lítið gerðist þar til á 21. mínútu þegar Christian Benteke lék sig í færi við vítateginn en skot hans fór rétt framhjá. Þremur mínútum seinna komst Liverpool yfir. Liverpool fékk aukaspyrnu hátt í 30 metra frá marki. Philippe Coutinho tók spyrnuna og skoraði með stórglæsilegu skoti úti við stöng. Ekki ósvipað skot og þegar hann skoraði á móti Arsenal í fyrstu umferð deildainnar.
Liverpool hafði í framhaldinu góð tök á leiknum og á 39. mínútu hefði liðið getað farið langt með að gera út um leikinn. Liverpool vann boltann hægra megin, James Milner sendi á Georginio Wijnaldum sem lagði boltann út í vítateiginn á Emre Can sem var í upplögðu skotfæri en skot hans fór nær hornfánanum en markinu. Slakt hjá Þjóðverjanum sem lék langt frá sínu besta. Í stað þess að Liverpool næði tveggja marka forystu jafnaði Palace úr sínu fyrsta hættulega færi a 42. mínútu. Christian smellti boltanum upp í þaknetið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Vörn Liverpool illa á verði og staðan jöfn í hálfleik.
Liverpool þurfti sigur og liðið lék til sigurs í síðari hálfleik. Eftir fimm mínútur tók Philippe mikla rispu inn í vítateiginn og lék framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum. Varnarmaður komst fyrir skot hans en Martin Kelly var búinn að koma honum úr jafnvægi áður en hann skaut og hefði hann látið sig detta hefði Liverpool fengið víti. En Philippe stóð í lappirnar og því var ekkert dæmt.
Annars gekk sóknarleikur Liverpool illa og flestir leikmenn liðsins voru víðsfjarri sínu besta. Á 59. mínútu sendi Lucas Leiva inn í vítateginn á Roberto Firmino en markmaður Palace kom vel út á móti honum og ekkert varð úr. Liverpool fékk svo kjaftshögg á 74. mínútu. Úr einni af fáum sóknum sínum í hálfleiknum fékk Palace horn. Spyrnan var slök en boltinn náði samt að komast fyrir markið og rétt við markteiginn skallaði Christian í mark. Alveg ótrúlega slök vörn og gjafamark. Liverpool komst ekkert áleiðis til leiksloka og hroðalegt tap varð staðreynd. Sigri sem hefði átt að geta unnist var hent úr í veður og vind. Enn einu sinni var liðið andlaust á móti liði úr neðri hluta deildarinnar. Nú verður erfitt að halda einu af fjórum efstu sætunum!
Liverpool: Mignolet, Clyne (Grujic 84. mín.), Matip, Lovren (Alexander-Arnold 79. mín.), Milner (Moreno 82. mín.), Leiva, Can, Wijnaldum, Coutinho, Firmino og Origi. Ónotaðir varamenn: Karius, Gomez, Brewster og Woodburn.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (24. mín.).
Gul spjöld: Marko Grujic.
Crystal Palace: Hennessey, Ward, Tomkins, Kelly, Schlupp, Cabaye (Delaney 83. min.), Milivojevic, Townsend, Puncheon, Zaha (Van Aanholt 78. mín.) og Benteke (Campbell 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Speroni, Flamini, McArthur og Sako.
Mörk Crystal Palace: Christian Beteke (42. og 74. mín.).
Gul spjöld: Christian Benteke og Luka Milivojevic.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.086.
Maður leiksins: Philippe Coutinho. Hann skoraði frábært mark sem hefði átt að leggja grunn að sigri Liverpool. Philippe var eini leikmaður Liverpool sem var eitthvð nærri sínu besta.
Jürgen Klopp: Þetta er gremjulegt og auðvitað erum við vonsviknir. Allir halda að núna séum við búnir að missa Meistaradeildina út úr höndunum á okkur. En við eigum einn mánuð eftir til að halda jákvæðninni. Við verðum að reyna okkar allra besta til að kreista allt sem við mögulega getum út úr þessu keppnistímabili.
Fróðleikur
- Philippe Coutinho skoraði 11. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool tapaði öðrum heimaleik sínum í deildinni á leiktíðinni.
- Christian Benteke skoraði í sjöunda sinn í átta leikjum á móti Liverpool.
- Crystal Palace vann þriðju leiktíðina í röð á Anfield.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan