| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Lovren skrifar undir nýjan samning
Varnarmaðurinn Dejan Lovren hefur skrifað undir nýjan langtíma samning við félagið. Hann kom til félagsins sumarið 2014 frá Southampton og hefur spilað 105 leiki til þessa og skorað fjögur mörk.
Skömmu eftir að hafa skrifað undir sagði Lovren: ,,Ég held að þetta sé mjög sérstakur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er líklega hamingjusamasti maður í heiminum í dag, þetta er draumur sem rætist. Ég hef alltaf haft þann draum að vera lengi hjá einu félagi sem ég elska og það félag er Liverpool."
,,Eftir allt sem hefur gerst síðan ég kom hingað þá held ég að ég hafi staðið mig betur síðustu tvö tímabil en ég gerði á mínu fyrsta tímabili. Félagið hefur verðlaunað mig, þeir hafa trú á mér og stuðningsmennirnir einnig. Ég virði þetta mjög mikils eftir allt sem hefur gerst."
,,Ég er mjög ánægður með allt og ég vil vera hér sem lengst og vera hluti af þessari fjölskyldu um mörg ókomin ár."
Lovren hefur spilað 28 leiki á þessu tímabili og skorað tvö mörk. Hann hefur myndað sterkt miðvarðapar með Joel Matip en því miður hafa meiðsli komið í veg fyrir að þeir tveir hafi spilað mjög oft saman. Þeir félagar hafa náð að spila 15 leiki saman og aðeins einn af þeim hefur tapast.
Lovren bætti við: ,,Ég er ánægður með að vera hluti af þessu liði og þeim áætlunum sem eru í gangi. Við erum mjög hæfileikaríkt lið með marga góða leikmenn, stórkostlegan stjóra, félagið er frábært og stuðningsmennirnir styðja ávallt við bakið á okkur sama hvað á gengur og það er mikilvægast. Ég er virkilega spenntur fyrir framtíðinni."
Skömmu eftir að hafa skrifað undir sagði Lovren: ,,Ég held að þetta sé mjög sérstakur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er líklega hamingjusamasti maður í heiminum í dag, þetta er draumur sem rætist. Ég hef alltaf haft þann draum að vera lengi hjá einu félagi sem ég elska og það félag er Liverpool."
,,Eftir allt sem hefur gerst síðan ég kom hingað þá held ég að ég hafi staðið mig betur síðustu tvö tímabil en ég gerði á mínu fyrsta tímabili. Félagið hefur verðlaunað mig, þeir hafa trú á mér og stuðningsmennirnir einnig. Ég virði þetta mjög mikils eftir allt sem hefur gerst."
,,Ég er mjög ánægður með allt og ég vil vera hér sem lengst og vera hluti af þessari fjölskyldu um mörg ókomin ár."
Lovren hefur spilað 28 leiki á þessu tímabili og skorað tvö mörk. Hann hefur myndað sterkt miðvarðapar með Joel Matip en því miður hafa meiðsli komið í veg fyrir að þeir tveir hafi spilað mjög oft saman. Þeir félagar hafa náð að spila 15 leiki saman og aðeins einn af þeim hefur tapast.
Lovren bætti við: ,,Ég er ánægður með að vera hluti af þessu liði og þeim áætlunum sem eru í gangi. Við erum mjög hæfileikaríkt lið með marga góða leikmenn, stórkostlegan stjóra, félagið er frábært og stuðningsmennirnir styðja ávallt við bakið á okkur sama hvað á gengur og það er mikilvægast. Ég er virkilega spenntur fyrir framtíðinni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan