| Sf. Gutt
TIL BAKA
Danny Ward hetja Huddersfield Town
Danny Ward var hetja Huddersfield Town í vor þegar félagið komst upp í efstu deild eftir umspil við Reading á Wembley. Ekkert hafði verið skorað þegar framlengingu lauk og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið fengi sæti í Úrvalsdeildinni. Huddersfield hafði betur í vítakeppninni 4:3. Veilsverjinn varði fimmtu spyrnu Reading og kom Huddersfield upp í deild þeirra bestu í fyrsta sinn frá því 1972.
Danny var ekki síður hetja Hudderfield í undanúrslitunum. Huddersfield mætti þá Sheffield Wednesday í tveimur leikjum sem lauk án marka. Hann varði tvær spyrnur í vítakeppninni sem þurfti að grípa til.
Danny þótti standa sig mjög vel hjá Huddersfield en hann var lánsmaður hjá félaginu alla leiktíðina. Það verður áhugavert að sjá hvort hann nær að koma við sögu í aðalliði Liverpool á nýju leiktíðinni. Hann hefur spilað tvo leiki með Liverpool. Forráðamenn HUddersfield hafa sýnt því áhuga að fá hann aftur til liðsins og jafnvel til kaups.
Danny var ekki síður hetja Hudderfield í undanúrslitunum. Huddersfield mætti þá Sheffield Wednesday í tveimur leikjum sem lauk án marka. Hann varði tvær spyrnur í vítakeppninni sem þurfti að grípa til.
Danny þótti standa sig mjög vel hjá Huddersfield en hann var lánsmaður hjá félaginu alla leiktíðina. Það verður áhugavert að sjá hvort hann nær að koma við sögu í aðalliði Liverpool á nýju leiktíðinni. Hann hefur spilað tvo leiki með Liverpool. Forráðamenn HUddersfield hafa sýnt því áhuga að fá hann aftur til liðsins og jafnvel til kaups.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan