| Sf. Gutt
Dominic Solanke, sem verður opinberlega leikmaður Liverpool í næsta mánuði var kjörinn besti leikmaðurinn á Heimsmeistaramóti undir 20 ára sem lauk í Suður Kóreu í gær. Hann skoraði fjögur mörk á mótinu og varð næstmarkahæstur leikmanna.
Dominic er í góðum félagsskap leikmanna sem hafa verið kosnir bestu leikmenn þessarar keppni í gegnum tíðina. Hér er listi yfir þá sem hafa verið kosnir þeir bestu á þessari öld. Sumir hafa náð langt og orðið meðal þeirra bestu en aðrir ekki. Þessi keppni var fyrst haldin 1977. Árið 1979 fékk Diego Maradona Gullboltann eins og verðlaunin heita sem besti leikmaðurinn fær.
2001 Javier Saviola Argentínu
2003 Ismail Matar Sameinuðu arabísku furstadæmunum
2005 Lionel Messi Argentínu
2007 Sergio Agüero Argentínu
2009 Dominic Adiyiah Gana
2011 Henrique Almeida Brasilíu
2013 Paul Pogba Frakklandi
2015 Adama Traoré Malí
2017 Dominic Solanke Englandi
Dominic hefur leikið með öllum yngri landliðum Englands frá undir 16 og skorað fyrir þau öll nema undir 21. Mest 11 mörk fyrir undir 17 ára liðið. Dominic var í lið Englands sem varð Evrópumeistari undir 17 ára 2014. Hann deildi þá markakóngtitli mótsins með fjögur mörk. Hann skoraði í úrslitaleik mótsins gegn Hollandi sem lauk 1:1. England vann svo í vítaspyrnukeppni. Árið 2014 var hann kosinn besti ungi landsliðsmaður Englands.
Dominic hefur tvívegis, 2014 og 2015, unnið Unglingabikarinn með Chelsea. Vonandi verður hann góður í liði Liverpool en það er engin trygging fyrir því að svo verði.
TIL BAKA
Dominic Solanke kjörinn sá besti!
Dominic Solanke, sem verður opinberlega leikmaður Liverpool í næsta mánuði var kjörinn besti leikmaðurinn á Heimsmeistaramóti undir 20 ára sem lauk í Suður Kóreu í gær. Hann skoraði fjögur mörk á mótinu og varð næstmarkahæstur leikmanna.
Dominic er í góðum félagsskap leikmanna sem hafa verið kosnir bestu leikmenn þessarar keppni í gegnum tíðina. Hér er listi yfir þá sem hafa verið kosnir þeir bestu á þessari öld. Sumir hafa náð langt og orðið meðal þeirra bestu en aðrir ekki. Þessi keppni var fyrst haldin 1977. Árið 1979 fékk Diego Maradona Gullboltann eins og verðlaunin heita sem besti leikmaðurinn fær.
2001 Javier Saviola Argentínu
2003 Ismail Matar Sameinuðu arabísku furstadæmunum
2005 Lionel Messi Argentínu
2007 Sergio Agüero Argentínu
2009 Dominic Adiyiah Gana
2011 Henrique Almeida Brasilíu
2013 Paul Pogba Frakklandi
2015 Adama Traoré Malí
2017 Dominic Solanke Englandi
Dominic hefur leikið með öllum yngri landliðum Englands frá undir 16 og skorað fyrir þau öll nema undir 21. Mest 11 mörk fyrir undir 17 ára liðið. Dominic var í lið Englands sem varð Evrópumeistari undir 17 ára 2014. Hann deildi þá markakóngtitli mótsins með fjögur mörk. Hann skoraði í úrslitaleik mótsins gegn Hollandi sem lauk 1:1. England vann svo í vítaspyrnukeppni. Árið 2014 var hann kosinn besti ungi landsliðsmaður Englands.
Dominic hefur tvívegis, 2014 og 2015, unnið Unglingabikarinn með Chelsea. Vonandi verður hann góður í liði Liverpool en það er engin trygging fyrir því að svo verði.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan