| Heimir Eyvindarson
Loksins, loksins, loksins er boltinn byrjaður! Liverpool mætir Watford í fyrsta leik morgundagsins og verður spennandi að sjá
hvernig okkar menn koma undan sumri og hvort havaríið í kringum Coutinho setur allt úr skorðum.
Það fellur einhvernveginn allt í skuggann af tíðindunum af Coutinho í dag. En eins fullkomlega ömurlegt og það væri að missa hann þá held ég að það sé enn ömurlegra að vera með mann í hópnum sem vill komast burt. Það er enginn stærri en félagið. YNWA!
Því miður er þetta Coutinho mál að taka á sig sorglega mynd, en við verðum víst að sætta okkur við það að lið eins og Barcelona fá yfirleitt þá leikmenn sem þau vilja fá á endanum.
Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja að Liverpool hafi gert gott mót á markaðnum í sumar. Salah er vissulega spennandi leikmaður, en maður var að vonast eftir meiru. Van Dijk kemur reyndar sjálfsagt á endanum, en það hefði þurft að fá fleiri sterka menn. Keita hefði verið frábær kostur. Vonandi kemur hann næsta sumar.
En að leiknum á morgun. Clyne og Lallana eru meiddir og Coutinho verður ekki með. Þá er Sturridge eitthvað tæpur eins og venjulega og Milner líka. Aðrir aðalliðsmenn eru í ágætu standi held ég.
Miðað við æfingaleikina sýnist manni að Alexander-Arnold, Matip, Lovren og Moreno verði í vörninni og Mané og Salah á sitthvorum kantinum. Væntanlega verður Firmino á toppnum, en Solanke gæti líka fengið sjénsinn. Og jafnvel Sturridge, ef hann er leikfær.
Þótt Karius hafi spilað slatta í sumar verður Mignolet í markinu. Henderson er svo held ég eini miðjumaðurinn sem er alveg öruggur. Eitthvað segir mér að Wijnaldum og Grujic verði með honum, en hvað veit ég?
Allavega byrjar boltinn á morgun og ég hlakka til að horfa. Ég er að rembast við að vera svartsýnn fyrir tímabilið, svona til að haust- eða janúarskellurinn verði ekki eins harkalegur og undanfarin 27 ár, en ég get það bara alls ekki. Ég spái 3-0 sigri Liverpool. Salah, Mané og Matip skora.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Loksins, loksins, loksins er boltinn byrjaður! Liverpool mætir Watford í fyrsta leik morgundagsins og verður spennandi að sjá
hvernig okkar menn koma undan sumri og hvort havaríið í kringum Coutinho setur allt úr skorðum.
Það fellur einhvernveginn allt í skuggann af tíðindunum af Coutinho í dag. En eins fullkomlega ömurlegt og það væri að missa hann þá held ég að það sé enn ömurlegra að vera með mann í hópnum sem vill komast burt. Það er enginn stærri en félagið. YNWA!
Því miður er þetta Coutinho mál að taka á sig sorglega mynd, en við verðum víst að sætta okkur við það að lið eins og Barcelona fá yfirleitt þá leikmenn sem þau vilja fá á endanum.
Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja að Liverpool hafi gert gott mót á markaðnum í sumar. Salah er vissulega spennandi leikmaður, en maður var að vonast eftir meiru. Van Dijk kemur reyndar sjálfsagt á endanum, en það hefði þurft að fá fleiri sterka menn. Keita hefði verið frábær kostur. Vonandi kemur hann næsta sumar.
En að leiknum á morgun. Clyne og Lallana eru meiddir og Coutinho verður ekki með. Þá er Sturridge eitthvað tæpur eins og venjulega og Milner líka. Aðrir aðalliðsmenn eru í ágætu standi held ég.
Miðað við æfingaleikina sýnist manni að Alexander-Arnold, Matip, Lovren og Moreno verði í vörninni og Mané og Salah á sitthvorum kantinum. Væntanlega verður Firmino á toppnum, en Solanke gæti líka fengið sjénsinn. Og jafnvel Sturridge, ef hann er leikfær.
Þótt Karius hafi spilað slatta í sumar verður Mignolet í markinu. Henderson er svo held ég eini miðjumaðurinn sem er alveg öruggur. Eitthvað segir mér að Wijnaldum og Grujic verði með honum, en hvað veit ég?
Allavega byrjar boltinn á morgun og ég hlakka til að horfa. Ég er að rembast við að vera svartsýnn fyrir tímabilið, svona til að haust- eða janúarskellurinn verði ekki eins harkalegur og undanfarin 27 ár, en ég get það bara alls ekki. Ég spái 3-0 sigri Liverpool. Salah, Mané og Matip skora.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan