| Heimir Eyvindarson
Klopp stillti upp nokkuð fyrirsjáanlegu liði, miðað við æfingaleiki sumarsins og havaríið í kringum Coutinho.
Það er varla orðum eyðandi í þennan leik, en förum yfir það helsta:
Á 8. mínútu skoraði Okaka fyrsta mark leiksins, eftir fyrstu hornspyrnu Watford í leiknum. Dæmigerð Liverpool varnarvinna og Okaka átti ekki í neinum vandræðum með að stanga boltann framhjá Mignolet. Staðan 1-0 fyrir heimamenn.
Á 29. mínútu jafnaði Mané með glæsilegu marki sem kom eftir virkilega flott samspil við Moreno og Can. Staðan 1-1 og útlitið mun skárra. En einungis tveimur mínútum síðar skoraði Doucouré fyrir Watford eftir þvílíka flugeldasýningu frá Moreno, Alexander-Arnold og Matip í vörn Liverpool. Staðan 2-1 og alveg ljóst að varnarvandræði Liverpool hafa ekkert lagast í sumar.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Liverpool síst betra liðið, en Salah og Mané fengu þó báðir ágætis færi til að jafna, en höfðu ekki heppnina með sér. Sérstaklega fór Salah illa með sín færi.
Staðan 2-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var skárri hjá okkar mönnum og eftir tæpan 10 mínútna leik var Liverpool búið að jafna. Firmino skoraði þá úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gomez felldi Salah inn í teig. Hárréttur dómur og örugg spyrna. Staðan 2-2.
Aðeins tveimur mínútum síðar voru Firmino og Salah aftur á ferðinni. Firmino fékk þá frábæra sendingu innfyrir vörnina og sendi boltann á fjærstöng (eða skaut -það munum við aldrei vita) þar sem Salah kom á fleygiferð og nikkaði boltanum inn. Liverpool komið yfir og útlitið bara býsna bjart.
Liverpool hélt áfram að sækja eftir markið og Salah, Moreno, Wijnaldum, Lovren og Matip áttu allir ágæta sjénsa, sérstaklega Matip sem skallaði í slána á 64. mínútu.
Á 80. mínútu kom Origi inn fyrir Firmino og við það fór talsverður broddur úr sóknarleik okkar manna. Á 86. mínútu kom svo Milner inn fyrir Salah og eftir það átti Liverpool ekki eina einustu sókn af viti. Í uppbótartíma skoraði Miguel Britos jöfnunarmarkið sem hafði legið í loftinu frá því að Klopp greip inn í með skiptingar sínar.
Markið var skelfilega aulalegt og að mínu mati reyndar klár rangstaða, en menn eru ekki á einu máli um það. Það breytir því ekki að varnarvinna Liverpool í markinu var álíka afleit og í hinum mörkunum tveimur. Þrjú skelfilega klaufaleg mörk urðu liðinu að falli í dag. Niðurstaðan 3-3 jafntefli.
Það er kannski ágætt að skrifa leikskýrslu um svona leik daginn eftir, þegar manni er aðeins runnin reiðin. Það var auðvitað eitt og annað jákvætt í leik Liverpool. Sóknin var stundum ágætlega spræk og það er gleðiefni að allir þrír framherjarnir, eða hvað við viljum kalla Mané, Salah og Firmino, skyldu skora.
Klaufagangurinn í föstum leikatriðum er ekkert annað en verulega vandræðalegur, en mér fannst jafnvel ennþá verra að horfa upp á skipulagið á miðjunni. Henderson fannst mér alveg úti á túni í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var hvað eftir annað illa staðsettur og hafði enga stjórn á hlutunum. Can og Wijnaldum voru sömuleiðis engan veginn í takti við leikinn lengst af. Liðið saknaði vitanlega vinnslunnar í Lallana og töfra Coutinho, en ef við ætlum að vera með í vetur verða þeir sem fá sjénsinn að standa sig betur en þessir þrír gerðu í fyrsta leik. Það er klárt.
Eins verð ég að gera athugasemdir við innáskiptingar Klopp. Ég get svosem alveg skilið að setja Milner inn fyrir Salah í lokin, dæmigerð skipting til að reyna að halda fengnum hlut, en að setja Origi inná fyrir Firmino fannst mér afleit ákvörðun. Solanke er búinn að vera sjóðandi heitur í sumar og hefði að mínu mati miklu frekar átt að fá sjénsinn. Að breyta vörninni (eins hörmuleg og hún var hvort eð er búinn að vera allan leikinn) í uppbótartíma með því að henda Gomez inná fannst mér líka þræl undarlegt. En svona er þetta, við þekkjum þessar brekkur mæta vel. Nú er bara að vinna Hoffenheim á þriðjudaginn.
YNWA!
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold (Gomez á 90. mín.), Lovren, Matip, Moreno, Can, Henderson, Wijnaldum, Salah (Milner á 86. mín.), Firmino (Origi á 80. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Karius, Klavan, Grujic og Solanke.
Maður leiksins: Ég veit ekki hvað segja skal. Það er allavega enginn í vörninni og enginn á miðjunni. Salah, Firmino og Mané voru skástu leikmenn Liverpool í dag. Salah fór að vísu alveg ferlega illa með færin sín, en fiskaði víti og skoraði mark. Það er ágætt í fyrsta leik. Ég held að ég velji Mané mann leiksins, kannski fyrst og fremst vegna þess að hann var eini leikmaðurinn sem sýndi eitthvað í afleitum fyrri hálfleiknum. Hann er á góðri leið með að verða okkar mikilvægasti leikmaður.
-Þetta var 100. leikur Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp og 28. jafnteflið. Tölfræðin er 50 sigrar, 22 töp og 28 jafntefli.
TIL BAKA
Súrt jafntefli í fyrsta leik.
Liverpool hóf leiktíðina 2017-2018 í hádeginu í gær. Mótherjinn var Watford, völlurinn Vicarage Road og niðurstaðan gallsúr.
Á 8. mínútu skoraði Okaka fyrsta mark leiksins, eftir fyrstu hornspyrnu Watford í leiknum. Dæmigerð Liverpool varnarvinna og Okaka átti ekki í neinum vandræðum með að stanga boltann framhjá Mignolet. Staðan 1-0 fyrir heimamenn.
Á 29. mínútu jafnaði Mané með glæsilegu marki sem kom eftir virkilega flott samspil við Moreno og Can. Staðan 1-1 og útlitið mun skárra. En einungis tveimur mínútum síðar skoraði Doucouré fyrir Watford eftir þvílíka flugeldasýningu frá Moreno, Alexander-Arnold og Matip í vörn Liverpool. Staðan 2-1 og alveg ljóst að varnarvandræði Liverpool hafa ekkert lagast í sumar.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Liverpool síst betra liðið, en Salah og Mané fengu þó báðir ágætis færi til að jafna, en höfðu ekki heppnina með sér. Sérstaklega fór Salah illa með sín færi.
Staðan 2-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var skárri hjá okkar mönnum og eftir tæpan 10 mínútna leik var Liverpool búið að jafna. Firmino skoraði þá úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gomez felldi Salah inn í teig. Hárréttur dómur og örugg spyrna. Staðan 2-2.
Aðeins tveimur mínútum síðar voru Firmino og Salah aftur á ferðinni. Firmino fékk þá frábæra sendingu innfyrir vörnina og sendi boltann á fjærstöng (eða skaut -það munum við aldrei vita) þar sem Salah kom á fleygiferð og nikkaði boltanum inn. Liverpool komið yfir og útlitið bara býsna bjart.
Á 80. mínútu kom Origi inn fyrir Firmino og við það fór talsverður broddur úr sóknarleik okkar manna. Á 86. mínútu kom svo Milner inn fyrir Salah og eftir það átti Liverpool ekki eina einustu sókn af viti. Í uppbótartíma skoraði Miguel Britos jöfnunarmarkið sem hafði legið í loftinu frá því að Klopp greip inn í með skiptingar sínar.
Markið var skelfilega aulalegt og að mínu mati reyndar klár rangstaða, en menn eru ekki á einu máli um það. Það breytir því ekki að varnarvinna Liverpool í markinu var álíka afleit og í hinum mörkunum tveimur. Þrjú skelfilega klaufaleg mörk urðu liðinu að falli í dag. Niðurstaðan 3-3 jafntefli.
Það er kannski ágætt að skrifa leikskýrslu um svona leik daginn eftir, þegar manni er aðeins runnin reiðin. Það var auðvitað eitt og annað jákvætt í leik Liverpool. Sóknin var stundum ágætlega spræk og það er gleðiefni að allir þrír framherjarnir, eða hvað við viljum kalla Mané, Salah og Firmino, skyldu skora.
Klaufagangurinn í föstum leikatriðum er ekkert annað en verulega vandræðalegur, en mér fannst jafnvel ennþá verra að horfa upp á skipulagið á miðjunni. Henderson fannst mér alveg úti á túni í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var hvað eftir annað illa staðsettur og hafði enga stjórn á hlutunum. Can og Wijnaldum voru sömuleiðis engan veginn í takti við leikinn lengst af. Liðið saknaði vitanlega vinnslunnar í Lallana og töfra Coutinho, en ef við ætlum að vera með í vetur verða þeir sem fá sjénsinn að standa sig betur en þessir þrír gerðu í fyrsta leik. Það er klárt.
Eins verð ég að gera athugasemdir við innáskiptingar Klopp. Ég get svosem alveg skilið að setja Milner inn fyrir Salah í lokin, dæmigerð skipting til að reyna að halda fengnum hlut, en að setja Origi inná fyrir Firmino fannst mér afleit ákvörðun. Solanke er búinn að vera sjóðandi heitur í sumar og hefði að mínu mati miklu frekar átt að fá sjénsinn. Að breyta vörninni (eins hörmuleg og hún var hvort eð er búinn að vera allan leikinn) í uppbótartíma með því að henda Gomez inná fannst mér líka þræl undarlegt. En svona er þetta, við þekkjum þessar brekkur mæta vel. Nú er bara að vinna Hoffenheim á þriðjudaginn.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold (Gomez á 90. mín.), Lovren, Matip, Moreno, Can, Henderson, Wijnaldum, Salah (Milner á 86. mín.), Firmino (Origi á 80. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Karius, Klavan, Grujic og Solanke.
Maður leiksins: Ég veit ekki hvað segja skal. Það er allavega enginn í vörninni og enginn á miðjunni. Salah, Firmino og Mané voru skástu leikmenn Liverpool í dag. Salah fór að vísu alveg ferlega illa með færin sín, en fiskaði víti og skoraði mark. Það er ágætt í fyrsta leik. Ég held að ég velji Mané mann leiksins, kannski fyrst og fremst vegna þess að hann var eini leikmaðurinn sem sýndi eitthvað í afleitum fyrri hálfleiknum. Hann er á góðri leið með að verða okkar mikilvægasti leikmaður.
Fróðleikur:
-Þetta var 100. leikur Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp og 28. jafnteflið. Tölfræðin er 50 sigrar, 22 töp og 28 jafntefli.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan