| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Góður útisigur
Liverpool unnu góðan sigur á Hoffenheim í Þýskalandi í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur voru 1-2.
Jürgen Klopp stillti upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum við Watford og er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart þó einhverjir hafi kannski vonast til að breytingar á vörninni myndu vera gerðar. En það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn mun betur. Leikmenn Liverpool áttu ekki gott með að halda boltanum innan liðsins á meðan heimamenn gerðu það vel og sköpuðu sér færi. Eftir aðeins sex mínútur þurfti Joel Matip að vera vel á verði til að skalla boltann frá marki þegar Kramaric sendi fyrir og Gnabry gerði sig líklegan til að skalla boltann að marki.
Aðeins fimm mínútum síðar fengu heimamenn svo vítaspyrnu. Dejan Lovren braut þá svolítið klaufalega á Gnabry í teignum og svo virtist sem að endalínu dómarinn hafi ákveðið að vítaspyrna skyldi dæmd. Kramaric fór á punktinn og sem betur fer var vítaspyrna hans ein sú slakasta sem sést hefur lengi. Hann skaut beint á Mignolet í markinu sem þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að slá boltann frá. Virkilega mikilvæg varsla þarna, svo ekki sé meira sagt. Ekki svo löngu síðar komst Salah einn í gegn frá miðju eftir að hafa fengið sendingu innfyrir. Hann skeiðaði í átt að marki en varnarmaður náði að hlaupa hann uppi og setja pressu á hann þannig að hann skaut framhjá markinu. Salah hefði svo sannarlega getað gert betur þarna. Gestirnir unnu sig meira inní leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og var Sadio Mané þar einna líflegastur. Á 35. mínútu gerði hann mjög vel þegar hann lék framhjá nokkrum varnarmönnum Hoffenheim sem endaði með því að einn þeirra togaði hann niður. Aukaspyrna dæmd og það kom svolítið á óvart að sjá Trent Alexander-Arnold stilla sér upp fyrir framan boltann. Hann gerði sér hinsvegar lítið fyrir og skaut boltanum glæsilega yfir vegginn og í bláhornið niðri. Frábært skot hjá þessum 18 ára gamla dreng og markinu að sjálfsögðu vel fagnað. Hoffenheim vöknuðu aðeins við þetta og skömmu fyrir hálfleik varði Mignolet vel frá Gnabry og Wagner sem náði frákastinu skaut framhjá. Í blálokin fékk svo Lovren frían skalla á teignum eftir hornspyrnu en því miður skallaði hann rétt framhjá stönginni.
Seinni hálfleikur hófst með því að Firmino var í mjög góðu færi eftir sendingu frá Mané en Baumann í marki Hoffenheim varði skot hans. Mané ógnaði marki skömmu síðar með góðu skoti en Baumann var aftur vel á verði. Leikmenn Hoffenheim vildu auðvitað jafna leikinn og þeir ógnuðu markinu meira. Þeir fengu nokkrar hornspyrnur í röð sem ógnuðu markinu ekki mikið en eftir eina þeirra skaut Gnabry ekki svo langt framhjá markinu. Baumann hélt áfram að halda sínum mönnum inní leiknum hinumegin með því að verja vel, fyrst skot frá Salah og svo skalla frá Lovren. Fyrsta skipting hjá Klopp kom á 63. mínútu þegar Milner kom inná fyrir Henderson. 11 mínútum síðar voru gestirnir búnir að skora annað mark. Aukaspyrna var tekin snögglega á miðjum vellinum og Firmino sendi út til vinstri á Milner sem hafði mikið pláss úti á vinstri kanti. Hann sendi fyrir markið, boltinn fór í Nordtveit og sveif svo þaðan í fallegum boga upp í fjærhornið. Örlítill heppnisstimpill yfir þessu marki kannski en við tökum því fagnandi.
Eftir þetta sóttu bæði lið og fengu sín færi. Heimamenn gerðu sig mun líklegri til að minnka muninn og Mignolet varði skot frá varamanninum Uth innan úr teignum. Mané hefði svo átt að gera betur hinumegin þegar hann skaut framhjá markinu úr ákjósanlegu færi. Þrem mínútum fyrir leikslok minnkuðu svo Hoffenheim muninn þegar Uth fékk sendingu innfyrir, tók boltann snyrtilega niður og skaut óverjandi skoti í fjærhornið. Virkilega vel gert. Hoffenheim voru svo ekki hættir og þeir hefðu með réttu átt að jafna metin í uppbótartíma þegar Kramaric skallaði yfir markið óvaldaður í teignum eftir aukaspyrnu. Lokaflauti dómarans var því afskaplega vel tekið þegar það kom og niðurstaðan 1-2 sigur í gríðarlega mikilvægum leik.
Hoffenheim: Baumann, Bicakcic (Nordtveit, 52. mín.), Vogt, Hübner, Kaderábek, Rupp (Amiri, 53. mín.), Demirbay, Zuber, Gnabry (Uth, 71. mín.), Kramaric, Wagner. Ónotaðir varamenn: Toljan, Szalai, Geiger, Kobel.
Mark Hoffenheim: Uth (87. mín.).
Gul spjöld: Bicakcic og Hübner.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Lovren, Moreno, Henderson (Milner, 63. mín.), Wijnaldum, Can, Mané (Grujic, 89. mín.), Salah, Firmino (Solanke, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Gomez, Klavan, Origi.
Mörk Liverpool: Trent Alexander-Arnold (35. mín.) og sjálfsmark (74. mín.).
Gul spjöld: Alexander-Arnold og Can.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold stóð sig mjög vel í sínum fyrsta Evrópuleik með félaginu og ekki skemmdi fyrir að hann skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Heilt yfir átti hann góðan leik í hægri bakverðinum og þessi 18 ára strákur á bara eftir að verða betri. Vonandi tekst Liverpool að halda honum hjá félaginu um ókomna tíð.
Jürgen Klopp: ,,Hoffenheim voru með ákveðna áætlun í dag. Við tókum kannski of mikla áhættu úti á köntunum og hættan var töluverð í fyrri hálfleik. En eins og alltaf þegar við spilum knattspyrnu þá fundum við svæði inná milli hjá þeim og sköpuðum okkur hættuleg færi. Úrslitin eru allt í lagi. Fyrri hálfleikur er búinn í þessari viðureign. Ef einhver hefði sagt mér fyrir leik að við myndum vinna þá hefði ég auðvitað tekið því."
Fróðleikur:
- Trent Alexander-Arnold skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið en þetta var aðeins í níunda sinn sem hann var í byrjunarliðinu.
- Liverpool eru enn taplausir á útivelli í undankeppni Meistaradeildarinnar. Sjö sigrar hafa unnist og tvisvar sinnum hefur liðið gert jafntefli.
- Simon Mignolet hefur varið síðustu fjórar vítaspyrnur af sjö og alls hefur hann varið sjö víti á ferli sínum hjá félaginu.
- Þetta var í fyrsta sinn í síðustu níu Evrópuleikjum á útivelli sem Liverpool skorar meira en eitt mark. Síðast gerðist það í Meistaradeildinni 2014-15 þegar leikið var gegn Ludogorets Razgrad.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jürgen Klopp stillti upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum við Watford og er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart þó einhverjir hafi kannski vonast til að breytingar á vörninni myndu vera gerðar. En það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn mun betur. Leikmenn Liverpool áttu ekki gott með að halda boltanum innan liðsins á meðan heimamenn gerðu það vel og sköpuðu sér færi. Eftir aðeins sex mínútur þurfti Joel Matip að vera vel á verði til að skalla boltann frá marki þegar Kramaric sendi fyrir og Gnabry gerði sig líklegan til að skalla boltann að marki.
Aðeins fimm mínútum síðar fengu heimamenn svo vítaspyrnu. Dejan Lovren braut þá svolítið klaufalega á Gnabry í teignum og svo virtist sem að endalínu dómarinn hafi ákveðið að vítaspyrna skyldi dæmd. Kramaric fór á punktinn og sem betur fer var vítaspyrna hans ein sú slakasta sem sést hefur lengi. Hann skaut beint á Mignolet í markinu sem þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að slá boltann frá. Virkilega mikilvæg varsla þarna, svo ekki sé meira sagt. Ekki svo löngu síðar komst Salah einn í gegn frá miðju eftir að hafa fengið sendingu innfyrir. Hann skeiðaði í átt að marki en varnarmaður náði að hlaupa hann uppi og setja pressu á hann þannig að hann skaut framhjá markinu. Salah hefði svo sannarlega getað gert betur þarna. Gestirnir unnu sig meira inní leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og var Sadio Mané þar einna líflegastur. Á 35. mínútu gerði hann mjög vel þegar hann lék framhjá nokkrum varnarmönnum Hoffenheim sem endaði með því að einn þeirra togaði hann niður. Aukaspyrna dæmd og það kom svolítið á óvart að sjá Trent Alexander-Arnold stilla sér upp fyrir framan boltann. Hann gerði sér hinsvegar lítið fyrir og skaut boltanum glæsilega yfir vegginn og í bláhornið niðri. Frábært skot hjá þessum 18 ára gamla dreng og markinu að sjálfsögðu vel fagnað. Hoffenheim vöknuðu aðeins við þetta og skömmu fyrir hálfleik varði Mignolet vel frá Gnabry og Wagner sem náði frákastinu skaut framhjá. Í blálokin fékk svo Lovren frían skalla á teignum eftir hornspyrnu en því miður skallaði hann rétt framhjá stönginni.
Seinni hálfleikur hófst með því að Firmino var í mjög góðu færi eftir sendingu frá Mané en Baumann í marki Hoffenheim varði skot hans. Mané ógnaði marki skömmu síðar með góðu skoti en Baumann var aftur vel á verði. Leikmenn Hoffenheim vildu auðvitað jafna leikinn og þeir ógnuðu markinu meira. Þeir fengu nokkrar hornspyrnur í röð sem ógnuðu markinu ekki mikið en eftir eina þeirra skaut Gnabry ekki svo langt framhjá markinu. Baumann hélt áfram að halda sínum mönnum inní leiknum hinumegin með því að verja vel, fyrst skot frá Salah og svo skalla frá Lovren. Fyrsta skipting hjá Klopp kom á 63. mínútu þegar Milner kom inná fyrir Henderson. 11 mínútum síðar voru gestirnir búnir að skora annað mark. Aukaspyrna var tekin snögglega á miðjum vellinum og Firmino sendi út til vinstri á Milner sem hafði mikið pláss úti á vinstri kanti. Hann sendi fyrir markið, boltinn fór í Nordtveit og sveif svo þaðan í fallegum boga upp í fjærhornið. Örlítill heppnisstimpill yfir þessu marki kannski en við tökum því fagnandi.
Eftir þetta sóttu bæði lið og fengu sín færi. Heimamenn gerðu sig mun líklegri til að minnka muninn og Mignolet varði skot frá varamanninum Uth innan úr teignum. Mané hefði svo átt að gera betur hinumegin þegar hann skaut framhjá markinu úr ákjósanlegu færi. Þrem mínútum fyrir leikslok minnkuðu svo Hoffenheim muninn þegar Uth fékk sendingu innfyrir, tók boltann snyrtilega niður og skaut óverjandi skoti í fjærhornið. Virkilega vel gert. Hoffenheim voru svo ekki hættir og þeir hefðu með réttu átt að jafna metin í uppbótartíma þegar Kramaric skallaði yfir markið óvaldaður í teignum eftir aukaspyrnu. Lokaflauti dómarans var því afskaplega vel tekið þegar það kom og niðurstaðan 1-2 sigur í gríðarlega mikilvægum leik.
Hoffenheim: Baumann, Bicakcic (Nordtveit, 52. mín.), Vogt, Hübner, Kaderábek, Rupp (Amiri, 53. mín.), Demirbay, Zuber, Gnabry (Uth, 71. mín.), Kramaric, Wagner. Ónotaðir varamenn: Toljan, Szalai, Geiger, Kobel.
Mark Hoffenheim: Uth (87. mín.).
Gul spjöld: Bicakcic og Hübner.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Lovren, Moreno, Henderson (Milner, 63. mín.), Wijnaldum, Can, Mané (Grujic, 89. mín.), Salah, Firmino (Solanke, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Gomez, Klavan, Origi.
Mörk Liverpool: Trent Alexander-Arnold (35. mín.) og sjálfsmark (74. mín.).
Gul spjöld: Alexander-Arnold og Can.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold stóð sig mjög vel í sínum fyrsta Evrópuleik með félaginu og ekki skemmdi fyrir að hann skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Heilt yfir átti hann góðan leik í hægri bakverðinum og þessi 18 ára strákur á bara eftir að verða betri. Vonandi tekst Liverpool að halda honum hjá félaginu um ókomna tíð.
Jürgen Klopp: ,,Hoffenheim voru með ákveðna áætlun í dag. Við tókum kannski of mikla áhættu úti á köntunum og hættan var töluverð í fyrri hálfleik. En eins og alltaf þegar við spilum knattspyrnu þá fundum við svæði inná milli hjá þeim og sköpuðum okkur hættuleg færi. Úrslitin eru allt í lagi. Fyrri hálfleikur er búinn í þessari viðureign. Ef einhver hefði sagt mér fyrir leik að við myndum vinna þá hefði ég auðvitað tekið því."
Fróðleikur:
- Trent Alexander-Arnold skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið en þetta var aðeins í níunda sinn sem hann var í byrjunarliðinu.
- Liverpool eru enn taplausir á útivelli í undankeppni Meistaradeildarinnar. Sjö sigrar hafa unnist og tvisvar sinnum hefur liðið gert jafntefli.
- Simon Mignolet hefur varið síðustu fjórar vítaspyrnur af sjö og alls hefur hann varið sjö víti á ferli sínum hjá félaginu.
- Þetta var í fyrsta sinn í síðustu níu Evrópuleikjum á útivelli sem Liverpool skorar meira en eitt mark. Síðast gerðist það í Meistaradeildinni 2014-15 þegar leikið var gegn Ludogorets Razgrad.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan