| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markasúpa á Anfield og Meistaradeildin í höfn!
Liverpool tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með 4-2 sigri á Hoffenheim á Anfield í kvöld.
Jurgen Klopp stillti upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum, sem kom svosem ekkert á óvart. James Milner var eini miðjumaðurinn á bekknum og Divock Origi var ekki í hópnum.
Oft hefur maður sagt að leikir hafi byrjað af krafti, en fyrstu 20 mínúturnar í kvöld voru bara rugl! Strax eftir 2 mínútur fékk Liverpool aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir snarpa sókn og upp úr aukaspyrnunni fékk Salah frían skalla af markteig en stangaði boltann yfir. Ef hann nýtti bara helminginn af færunum sem hann fær væri hann 40 marka maður.
Mínútu seinna komst Mané einn í gegn, en Baumann í marki Hoffenheim varði vel. Áfram héldu lætin og engin leið að telja upp allt sem á gekk, en á 10. mínútu skoraði Emre Can fyrsta mark leiksins. Firmino átti þá snilldarsendingu á Mané sem sendi hælsendingu á Can. Innanfótarskot Can hafði viðkomu í varnarmanni og Baumann kom engum vörnum við. 1-0 á Anfield.
Á 18. mínútu kom Salah Liverpool í 2-0. Firmino átti flotta sendingu á Wijnaldum sem skaut í stöngina, þaðan barst hann til Salah sem gat sett hann tiltölulega óáreittur í netið. Stórkostleg byrjun hjá Liverpool.
Tveimur mínútum síðar gerði Can svo út um leikinn með þriðja marki Liverpool. Sóknin var frábær, Wijnaldum átti meistarasendingu á Mané sem setti boltann með hælnum á Firmino sem framlengdi hann snilldarlega viðstöðulaust með vinstri þvert yfir markteiginn þar sem Can smellti honum inn. Hrikalega flott sókn og Meistaradeildin klár.
Á 28. mínútu skoraði Mark Uth fyrir Hoffenheim, en hann var þá nýkominn inn sem varamaður fyrir Nordtveit. Varnarleikur Liverpool var alls ekki nógu góður, Lovren sendi boltann beint á næsta gest o.s.frv. en það verður að segja Uth til hróss að hann kláraði færið mjög vel.
Firmino og Can fengu báðir ágæt færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleiknum, en höfðu ekki heppnina með sér. Staðan 3-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði með álíka látum og sá fyrri. Wijnaldum fékk tvö flott færi sem hann klúðraði og Mané og Firmino héldu áfram að tæta vörn gestanna í sig. Á 63. mínútu gerði Firmino svo endanlega út um leikinn. Henderson stal þá boltanum af Vogt og komst einn á móti Baumann. Af mikill óeigingirni renndi hann boltanum á Firmino sem skoraði af miklu öryggi. Frábærlega gert hjá báðum og staðan 4-1 og 6-2 samanlagt.
Eftir þetta róaðist leikurinn og þótt Wagner hafi náð að skora ágætt mark á 79. mínútu var löngu orðið ljóst að Hoffenheim var ekkert á leiðinni í Meistaradeildina í kvöld.
Niðurstaðan á Anfield 4-2 sigur í ótrúlega skemmtilegum leik. Meistaradeildin tryggð og svo kemur það í ljós á morgun hverjir andstæðingar Liverpool verða þar.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold (Gomez á 65. mín.), Matip, Lovren, Moreno, Henderson, Can (Milner á 70. mín.), Wijnaldum, Firmino, Mané (Klavan á 89. mín.), Salah. Ónotaðir varamenn: Karius, Robertson, Solanke og Sturridge.
Mörk Liverpool: Can á 10. og 20. mín., Salah á 18. mín og Firmino á 63. mín.
Mörk Hoffenheim: Uth á 28. mín og Wagner á 79. mín.
Maður leiksins: Mér fannst Firmino, Mané og Can vera bestu menn Liverpool í leiknum. Ég stend við það sem ég hef áður sagt að mér finnst Mané vera einn allra mikilvægasti maður liðsins. Þvílíkur sprengikraftur sem hann býr yfir. Ég ætla að velja Firmino. Hann átti frábæran leik í kvöld og var allt í öllu í sóknarleiknum og barðist að auki vel til baka. Frábær leikmaður á góðum degi og dagurinn í dag var svo sannarlega góður.
YNWA!
Fróðleikur:Oft hefur maður sagt að leikir hafi byrjað af krafti, en fyrstu 20 mínúturnar í kvöld voru bara rugl! Strax eftir 2 mínútur fékk Liverpool aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir snarpa sókn og upp úr aukaspyrnunni fékk Salah frían skalla af markteig en stangaði boltann yfir. Ef hann nýtti bara helminginn af færunum sem hann fær væri hann 40 marka maður.
Mínútu seinna komst Mané einn í gegn, en Baumann í marki Hoffenheim varði vel. Áfram héldu lætin og engin leið að telja upp allt sem á gekk, en á 10. mínútu skoraði Emre Can fyrsta mark leiksins. Firmino átti þá snilldarsendingu á Mané sem sendi hælsendingu á Can. Innanfótarskot Can hafði viðkomu í varnarmanni og Baumann kom engum vörnum við. 1-0 á Anfield.
Á 18. mínútu kom Salah Liverpool í 2-0. Firmino átti flotta sendingu á Wijnaldum sem skaut í stöngina, þaðan barst hann til Salah sem gat sett hann tiltölulega óáreittur í netið. Stórkostleg byrjun hjá Liverpool.
Á 28. mínútu skoraði Mark Uth fyrir Hoffenheim, en hann var þá nýkominn inn sem varamaður fyrir Nordtveit. Varnarleikur Liverpool var alls ekki nógu góður, Lovren sendi boltann beint á næsta gest o.s.frv. en það verður að segja Uth til hróss að hann kláraði færið mjög vel.
Firmino og Can fengu báðir ágæt færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleiknum, en höfðu ekki heppnina með sér. Staðan 3-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði með álíka látum og sá fyrri. Wijnaldum fékk tvö flott færi sem hann klúðraði og Mané og Firmino héldu áfram að tæta vörn gestanna í sig. Á 63. mínútu gerði Firmino svo endanlega út um leikinn. Henderson stal þá boltanum af Vogt og komst einn á móti Baumann. Af mikill óeigingirni renndi hann boltanum á Firmino sem skoraði af miklu öryggi. Frábærlega gert hjá báðum og staðan 4-1 og 6-2 samanlagt.
Niðurstaðan á Anfield 4-2 sigur í ótrúlega skemmtilegum leik. Meistaradeildin tryggð og svo kemur það í ljós á morgun hverjir andstæðingar Liverpool verða þar.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold (Gomez á 65. mín.), Matip, Lovren, Moreno, Henderson, Can (Milner á 70. mín.), Wijnaldum, Firmino, Mané (Klavan á 89. mín.), Salah. Ónotaðir varamenn: Karius, Robertson, Solanke og Sturridge.
Mörk Liverpool: Can á 10. og 20. mín., Salah á 18. mín og Firmino á 63. mín.
Mörk Hoffenheim: Uth á 28. mín og Wagner á 79. mín.
Maður leiksins: Mér fannst Firmino, Mané og Can vera bestu menn Liverpool í leiknum. Ég stend við það sem ég hef áður sagt að mér finnst Mané vera einn allra mikilvægasti maður liðsins. Þvílíkur sprengikraftur sem hann býr yfir. Ég ætla að velja Firmino. Hann átti frábæran leik í kvöld og var allt í öllu í sóknarleiknum og barðist að auki vel til baka. Frábær leikmaður á góðum degi og dagurinn í dag var svo sannarlega góður.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan