| Sf. Gutt
TIL BAKA
Þungarokksknattspyrna og stórsigur!
Liverpool sýndi sannkallaða þungarokkksknattspyrnu á móti Arsenal og skaut Skytturnar í bólakaf 4:0 á Anfield Road. Liðið hefur skorað átta mörk í síðustu tveimur leikjum.
Jürgen Klopp kom öllum að óvörum fyrir leikinn með því að setja Loris Karius í markið á kostnað Simon Mignolet sem var uppi í stúku í rólegheitum. Þjóðverjinn sagðist hafa ákveðið að hvíla Belgann og gefa landa sínum tækifæri. Annað í uppstillingu kom ekki á óvart nema þá helst að Joe Gomez tók stöðu hægri bakvarðar en Trent Alexander-Arnold var stirður eftir leikinn við Hoffenheim. Hann var þó á bekknum.
Liverpool byrjaði af sama krafti og gegn Hoffenheim á miðvikudagskvöldið og Skytturnar voru reknar í vörn. Eftir um tíu mínútur kom fyrsta færið. Snögg sókn endaði með fyrirgjöf Emre Can frá vinstri. Mohamed Salah fékk boltann í upplögðu færi við fjærstöng. Hann skaut lágu skoti en Petr Cech sá við honum með því að kasta sér niður. Egyptinn hefði átt að stýra skoti sínu upp á við. En sjö mínútum seinna lá boltinn í marki Arsenal. Joe Gomez hóf sókn sem lauk með því að hann sendi stórgóða sendingu fyrir markið þar sem Roberto Firmino skaut sér fram og skallaði boltann niður í jörðina og í markið. Stórvel að verki staðið.
Um tvær mínútur liðu að næsta færi. Jordan Henderson rændi boltanum af einum leikmanna Arsenal, átti samspil við Roberto og eftir það var hann kominn inn i vítateiginn þar sem hann hugðist sneiða boltann framhjá Petr en skotið tókst ekki vel og hættan leið hjá. Leikmenn Arsenal voru í vanda alls staðar en fengu óvænt færi til að jafna þegar Loris Karius var seinn að sparka frá markinu þannig að Danny Welbeck var nærri búinn að ná boltanum af honum. Allt fór þó vel og Þjóðverjinn kom boltanum frá á síðustu stundu.
Á 25. mínútu komst Mohamed inn í vítateiginn en Petr sá við honum. Yfirburðir Liverpool voru algjörir en það var ekki fyrr en á 40. mínútu sem Liverpool skoraði annað markið. Eldsnögg sókn Liverpool frá eigin vítateig endaði með góðri sendingu Roberto Firmino fram á Sadio Mané. Hann lék inn í vítateig Arsenal vinstra megin þar sem hann fór framhjá Rob Holding eins og ekkert væri áður en hann skoraði með öruggu skoti neðst í hægra hornið. Glæsileg sókn og Sadio skoraði fallega. Litlu síðar var Joe vel vakandi í vörninni þegar hann henti sér fyrir skot í vítateignum og kom í veg fyrir að boltinn kæmist á markið. Stuðningsmenn Liverpool voru kátir mjög þegar flautað var til leikhlés en fylgismenn Arsenal sáu í hvað stefndi.
Yfirburðir Liverpool urðu bara meiri ef eitthvað var í síðari hálfleik. Eftir níu mínútur vann Mohamed boltann við miðju og tók strikið að markinu. Hann komst inn í vítateiginn þaðan sem hann skaut en Petr varði. Hann hélt ekki boltanum og Jordan náði ekki að gera sér mat úr frákastinu. Um þremur mínútum seinna gerði Liverpool út um leikinn. Arsenal átti hornspyrnu sem Joel Matip skallaði út fyrir vítateiginn. Þar réðst Mohamed Salah að leikmanni Arsenal, tók af honum boltann og óð svo einn í gegn. Varnarmenn Arsenal höfðu ekki roð í hann og tveir samherjar Mohamed voru fljótari fram en þeir. Mohamed þurfti ekki á þeim að halda og skoraði með nákvæmu skoti neðst í vinstra hornið fyrir framan The Kop. Algjörlega frábært mark og það munu hafa liðið 12 sekúndur frá því Arenal tók hornið þar til Liverpool skoraði hinu megin á vellinum!
Þegar 20 mínútur voru eftir komst Sadio í færi en Petr varði. Varnarmaður náði svo að bjarga á síðustu stundu þegar boltann stefndi að markinu. Á 77. mínútu var sigur Liverpool fullkomnaður. Mohamed sendi frábæra sendingu inn í vítateiginn frá vinstri yfir á fjærstöng og þar skallaði Daniel Sturridge, sem var búinn að vera inn á í þrjár mínútur, í markið af stuttu færi. Fjögur mörk Liverpool voru í raun í minnsta lagi og leikmenn Arsenal fóru sneyptir af velli.
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið með betri leikjum Liverpool á seinni tímum. Hver einasti maður spilaði frábærlega og leikgleðin skein af hverju andliti. Vissulega var leikur Arsenal í molum en það var mest vegna þess að leikmenn Liverpool fóru á kostum og gáfu þeim engin grið! Þegar Liverpool spilað svona standa fá lið þeim snúning og hver veit nema liðið verði í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn á leiktíðinni!
Jürgen Klopp sagði einu sinni að knattspyrnan sem Arsene Wnger vildi spila væri heldur hljóðlát og hann væri sjálfur meira hrifinn af þungarokki. Í dag var boðið upp á þungarokksknattspyrnu í Musterinu!
Liverpool: Karius, Gomez, Lovren, Matip, Moreno, Henderson, Can (Grujic 83. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Milner 80. mín.) og Mane (Sturridge 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Klavan, Solanke og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (17. mín.) Sadio Mane (40. mín.), Mohamed Salah (57. mín.) og Daniel Sturridge (77.mín.).
Gul spjöld: Dejan Lovren og Joe Gomez.
Arsenal: Cech, Holding, Koscielny, Monreal, Bellerin, Ramsey (Coquelin 45. mín.), Xhaka, Oxlade-Chamberlain (Lacazette 62. mín.), Ozil, Welbeck og Sanchez (Giroud 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Ospina, Walcott, Mustafi og Kolasinac.
Gul spjöld: Danny Welbeck, Xhaka, Ozil og Holding.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.206.
Maður leiksins: Emre Can. Það er næstum hægt að velja hvaða leikmann Liverpool sem er en Þjóðverjinn var stórkostlegur á miðjunni og leikmenn Arsenal réðu ekkert við hann.
Jürgen Klopp: Við vildum sýna okkur og sanna í dag. Við vildum verða tilbúnir í slaginn frá fyrstu sekúndu, sýna þrá okkar og ákefð og hvert við viljum stefna í leik á móti mjög sterku liði. Maður getur aldrei haft vissu fyrir sigri og við hugsuðum meira um að sýna hvað við gætum heldur en að hugsa um sigur. Framganga okkar var fullkominn og úrslitin eftir því.
- Liverpool vann sinn stærsta sigur á leiktíðinni.
- Roberto Firmino, Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu allir í þriðja sinn á sparktíðinni.
- Daniel Sturridge skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Loris Karius lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur skorað 17 mörk í síðustu fimm deildarleikjum á Anfield á móti Arsenal.
- Sadio Mané hefur skorað í fyrstu þremur deildarleikjunum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp kom öllum að óvörum fyrir leikinn með því að setja Loris Karius í markið á kostnað Simon Mignolet sem var uppi í stúku í rólegheitum. Þjóðverjinn sagðist hafa ákveðið að hvíla Belgann og gefa landa sínum tækifæri. Annað í uppstillingu kom ekki á óvart nema þá helst að Joe Gomez tók stöðu hægri bakvarðar en Trent Alexander-Arnold var stirður eftir leikinn við Hoffenheim. Hann var þó á bekknum.
Liverpool byrjaði af sama krafti og gegn Hoffenheim á miðvikudagskvöldið og Skytturnar voru reknar í vörn. Eftir um tíu mínútur kom fyrsta færið. Snögg sókn endaði með fyrirgjöf Emre Can frá vinstri. Mohamed Salah fékk boltann í upplögðu færi við fjærstöng. Hann skaut lágu skoti en Petr Cech sá við honum með því að kasta sér niður. Egyptinn hefði átt að stýra skoti sínu upp á við. En sjö mínútum seinna lá boltinn í marki Arsenal. Joe Gomez hóf sókn sem lauk með því að hann sendi stórgóða sendingu fyrir markið þar sem Roberto Firmino skaut sér fram og skallaði boltann niður í jörðina og í markið. Stórvel að verki staðið.
Um tvær mínútur liðu að næsta færi. Jordan Henderson rændi boltanum af einum leikmanna Arsenal, átti samspil við Roberto og eftir það var hann kominn inn i vítateiginn þar sem hann hugðist sneiða boltann framhjá Petr en skotið tókst ekki vel og hættan leið hjá. Leikmenn Arsenal voru í vanda alls staðar en fengu óvænt færi til að jafna þegar Loris Karius var seinn að sparka frá markinu þannig að Danny Welbeck var nærri búinn að ná boltanum af honum. Allt fór þó vel og Þjóðverjinn kom boltanum frá á síðustu stundu.
Á 25. mínútu komst Mohamed inn í vítateiginn en Petr sá við honum. Yfirburðir Liverpool voru algjörir en það var ekki fyrr en á 40. mínútu sem Liverpool skoraði annað markið. Eldsnögg sókn Liverpool frá eigin vítateig endaði með góðri sendingu Roberto Firmino fram á Sadio Mané. Hann lék inn í vítateig Arsenal vinstra megin þar sem hann fór framhjá Rob Holding eins og ekkert væri áður en hann skoraði með öruggu skoti neðst í hægra hornið. Glæsileg sókn og Sadio skoraði fallega. Litlu síðar var Joe vel vakandi í vörninni þegar hann henti sér fyrir skot í vítateignum og kom í veg fyrir að boltinn kæmist á markið. Stuðningsmenn Liverpool voru kátir mjög þegar flautað var til leikhlés en fylgismenn Arsenal sáu í hvað stefndi.
Yfirburðir Liverpool urðu bara meiri ef eitthvað var í síðari hálfleik. Eftir níu mínútur vann Mohamed boltann við miðju og tók strikið að markinu. Hann komst inn í vítateiginn þaðan sem hann skaut en Petr varði. Hann hélt ekki boltanum og Jordan náði ekki að gera sér mat úr frákastinu. Um þremur mínútum seinna gerði Liverpool út um leikinn. Arsenal átti hornspyrnu sem Joel Matip skallaði út fyrir vítateiginn. Þar réðst Mohamed Salah að leikmanni Arsenal, tók af honum boltann og óð svo einn í gegn. Varnarmenn Arsenal höfðu ekki roð í hann og tveir samherjar Mohamed voru fljótari fram en þeir. Mohamed þurfti ekki á þeim að halda og skoraði með nákvæmu skoti neðst í vinstra hornið fyrir framan The Kop. Algjörlega frábært mark og það munu hafa liðið 12 sekúndur frá því Arenal tók hornið þar til Liverpool skoraði hinu megin á vellinum!
Þegar 20 mínútur voru eftir komst Sadio í færi en Petr varði. Varnarmaður náði svo að bjarga á síðustu stundu þegar boltann stefndi að markinu. Á 77. mínútu var sigur Liverpool fullkomnaður. Mohamed sendi frábæra sendingu inn í vítateiginn frá vinstri yfir á fjærstöng og þar skallaði Daniel Sturridge, sem var búinn að vera inn á í þrjár mínútur, í markið af stuttu færi. Fjögur mörk Liverpool voru í raun í minnsta lagi og leikmenn Arsenal fóru sneyptir af velli.
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið með betri leikjum Liverpool á seinni tímum. Hver einasti maður spilaði frábærlega og leikgleðin skein af hverju andliti. Vissulega var leikur Arsenal í molum en það var mest vegna þess að leikmenn Liverpool fóru á kostum og gáfu þeim engin grið! Þegar Liverpool spilað svona standa fá lið þeim snúning og hver veit nema liðið verði í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn á leiktíðinni!
Jürgen Klopp sagði einu sinni að knattspyrnan sem Arsene Wnger vildi spila væri heldur hljóðlát og hann væri sjálfur meira hrifinn af þungarokki. Í dag var boðið upp á þungarokksknattspyrnu í Musterinu!
Liverpool: Karius, Gomez, Lovren, Matip, Moreno, Henderson, Can (Grujic 83. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Milner 80. mín.) og Mane (Sturridge 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Klavan, Solanke og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (17. mín.) Sadio Mane (40. mín.), Mohamed Salah (57. mín.) og Daniel Sturridge (77.mín.).
Gul spjöld: Dejan Lovren og Joe Gomez.
Arsenal: Cech, Holding, Koscielny, Monreal, Bellerin, Ramsey (Coquelin 45. mín.), Xhaka, Oxlade-Chamberlain (Lacazette 62. mín.), Ozil, Welbeck og Sanchez (Giroud 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Ospina, Walcott, Mustafi og Kolasinac.
Gul spjöld: Danny Welbeck, Xhaka, Ozil og Holding.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.206.
Maður leiksins: Emre Can. Það er næstum hægt að velja hvaða leikmann Liverpool sem er en Þjóðverjinn var stórkostlegur á miðjunni og leikmenn Arsenal réðu ekkert við hann.
Jürgen Klopp: Við vildum sýna okkur og sanna í dag. Við vildum verða tilbúnir í slaginn frá fyrstu sekúndu, sýna þrá okkar og ákefð og hvert við viljum stefna í leik á móti mjög sterku liði. Maður getur aldrei haft vissu fyrir sigri og við hugsuðum meira um að sýna hvað við gætum heldur en að hugsa um sigur. Framganga okkar var fullkominn og úrslitin eftir því.
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn stærsta sigur á leiktíðinni.
- Roberto Firmino, Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu allir í þriðja sinn á sparktíðinni.
- Daniel Sturridge skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Loris Karius lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur skorað 17 mörk í síðustu fimm deildarleikjum á Anfield á móti Arsenal.
- Sadio Mané hefur skorað í fyrstu þremur deildarleikjunum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan