| Sf. Gutt
Simon Mignolet varði vítaspyrnu Jamie Vardy á móti Leicester City á mikilvægu augnabliki og má segja að hann hafi tryggt Liverpool 2:3 sigur með þeirri markvörslu. Þetta er önnur vítaspyrnan sem hann ver á leiktíðinni en hann varði víti frá Andrej Kramari í Þýskalandi þegar Liverpool vann Hoffenheim 1:2 í forkeppni Meistaradeildarinnar í ágúst.
Belginn hefur verið sérlega duglegur í að verja víti frá því hann kom til Liverpool. Hann hefur varið sjö víti af 15 í deildinni og nú hefur hann varið fimm af síðustu átta spyrnum. Hlutfall hans í að verja víti í deildarleikjum er 30,80%.
Fyrir utan þau átta víti sem hann hefur varið í leikjum með Liverpool í öllum keppnum þá hefur hann varið tvö til viðbótar í vítaspyrnukeppnum. Hann varði tvívegis frá leikmönnum Stoke þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikarsins 2016.
Í deildarleikjum hefur Simon varið níu frá því hann kom til Englands leiktíðina 2010/11. Simon lék með Sunderland þar til Liverpool keypti hann sumarið 2013 og ef rétt er vitað varði hann tvö víti á meðan hann var þar. Hann hefur varið fleiri vítaspyrnur en þeir Petr Cech, Tibor Courtois og Peter Schmeichel samanlagt!

Hvað svo sem má segja um Simon þá er hann í sérflokki í að verja víti. Hann gaf svo sem tóninn í fyrsta leik sínum með Liverpool þegar hann tryggði 1:0 sigur á Stoke á Anfield með því að verja víti frá Jonathan Walters. Hann fór strax í annála félagsins því fyrr hafði markmaður Liverpool aldrei varið víti í sínum fyrsta leik!
TIL BAKA
Enn ver Simon víti!

Simon Mignolet varði vítaspyrnu Jamie Vardy á móti Leicester City á mikilvægu augnabliki og má segja að hann hafi tryggt Liverpool 2:3 sigur með þeirri markvörslu. Þetta er önnur vítaspyrnan sem hann ver á leiktíðinni en hann varði víti frá Andrej Kramari í Þýskalandi þegar Liverpool vann Hoffenheim 1:2 í forkeppni Meistaradeildarinnar í ágúst.

Belginn hefur verið sérlega duglegur í að verja víti frá því hann kom til Liverpool. Hann hefur varið sjö víti af 15 í deildinni og nú hefur hann varið fimm af síðustu átta spyrnum. Hlutfall hans í að verja víti í deildarleikjum er 30,80%.
Fyrir utan þau átta víti sem hann hefur varið í leikjum með Liverpool í öllum keppnum þá hefur hann varið tvö til viðbótar í vítaspyrnukeppnum. Hann varði tvívegis frá leikmönnum Stoke þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikarsins 2016.

Í deildarleikjum hefur Simon varið níu frá því hann kom til Englands leiktíðina 2010/11. Simon lék með Sunderland þar til Liverpool keypti hann sumarið 2013 og ef rétt er vitað varði hann tvö víti á meðan hann var þar. Hann hefur varið fleiri vítaspyrnur en þeir Petr Cech, Tibor Courtois og Peter Schmeichel samanlagt!


Hvað svo sem má segja um Simon þá er hann í sérflokki í að verja víti. Hann gaf svo sem tóninn í fyrsta leik sínum með Liverpool þegar hann tryggði 1:0 sigur á Stoke á Anfield með því að verja víti frá Jonathan Walters. Hann fór strax í annála félagsins því fyrr hafði markmaður Liverpool aldrei varið víti í sínum fyrsta leik!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan