| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Tottenham á Wembley kl. 15. á sunnudaginn. 4 stig skilja liðin að í deildinni og mikið óskaplega væri gott ef bilið yrði aðeins eitt stig eftir leikinn.
Bæði liðin léku á útivelli í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið og það verður að segjast alveg eins og er að Tottenham menn þurftu að hafa aðeins meira fyrir hlutunum í sínum leik, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í hörkuleik meðan Liverpool rúllaði yfir Maribor í Slóveníu.
Tottenham liðinu hefur gengið nokkuð vel gegn stóru liðunum á Englandi, en hefur ekki náð að leggja Liverpool að velli síðan í nóvember 2012 þegar Andre Villas Boas stýrði Tottenham í 2-1 sigri á White Hart Lane. Tottenham spilar heimaleiki sína á Wembley í vetur og það hefur ekki komið allt of vel út, en liðið vann reyndar sinn fyrsta heimaleik á Wembley um helgina þegar Bournemouth kom í heimsókn í höfuðstaðinn.
Liverpool hefur sömuleiðis gengið ljómandi vel gegn stóru liðunum í deildinni, ef við lítum framhjá stórtapinu gegn Manchester City á dögunum, þannig að það er alveg morgunljóst að þetta verður hörkuleikur.
Það er ekki mikið um þetta Tottenham lið að segja, þetta er einfaldlega hörkulið. Harry Kane skorar og skorar, vörnin er traust, miðjan líka og alvöru markmaður milli stanganna. Það eru einhver smá meiðslavandræði í þeirra herbúðum, Ben Davies, Mousa Dembele, Victor Wanyama og Eric Lamela eru allir meiddir og N´Koudou er tæpur.
Hjá Liverpool eru Clyne, Lallana og Mané meiddir, en restin af liðinu virðist vera í nokkuð góðu stuði. Vonandi kveikti sigurinn í Slóveníu neistann sem hefur vantað undanfarið.
Það er jákvætt að Klopp og hans menn þurfa orðið að klóra sér aðeins í hausnum yfir því hvernig á að stilla upp liðinu þessa dagana, breiddin er smátt og smátt að verða betri.
Það er þó nokkuð ljóst að Mignolet verður í markinu og Matip, Lovren og Moreno í vörninni ef allir eru heilir. Joe Gomez var frábær í hægri bakverðinum á móti Manchester United og byrjar leikinn að öllum líkindum, þar sem hann fékk að hvíla á þriðjudaginn.
Henderson hvíldi líka á þriðjudaginn og verður örugglega í byrjunarliðinu. Wijnaldum var tekinn snemma af velli í Slóveníu, sem er vísbending um að hann muni byrja og svo átti Milner skínandi fínan leik á miðjunni þannig að það er aldrei að vita nema hann verði tekinn fram yfir Can, sem hefur ekki alveg átt sína bestu daga í síðustu leikjum. Það myndi síðan ekki koma neitt stórkostlega á óvart þótt Salah, Firmino og Coutinho myndu byrja leikinn frammi, en hvað veit maður svosem?
Ég er alltaf skíthræddur fyrir leiki gegn Tottenham, þetta er hörkulið og er á góðri siglingu. Vonandi eru okkar menn líka komnir í gírinn, ég ætla allavega að vona það og leyfa mér að spá sætum 3-2 útisigri.
YNWA!
Bæði liðin léku á útivelli í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið og það verður að segjast alveg eins og er að Tottenham menn þurftu að hafa aðeins meira fyrir hlutunum í sínum leik, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í hörkuleik meðan Liverpool rúllaði yfir Maribor í Slóveníu.
Tottenham liðinu hefur gengið nokkuð vel gegn stóru liðunum á Englandi, en hefur ekki náð að leggja Liverpool að velli síðan í nóvember 2012 þegar Andre Villas Boas stýrði Tottenham í 2-1 sigri á White Hart Lane. Tottenham spilar heimaleiki sína á Wembley í vetur og það hefur ekki komið allt of vel út, en liðið vann reyndar sinn fyrsta heimaleik á Wembley um helgina þegar Bournemouth kom í heimsókn í höfuðstaðinn.
Liverpool hefur sömuleiðis gengið ljómandi vel gegn stóru liðunum í deildinni, ef við lítum framhjá stórtapinu gegn Manchester City á dögunum, þannig að það er alveg morgunljóst að þetta verður hörkuleikur.
Það er ekki mikið um þetta Tottenham lið að segja, þetta er einfaldlega hörkulið. Harry Kane skorar og skorar, vörnin er traust, miðjan líka og alvöru markmaður milli stanganna. Það eru einhver smá meiðslavandræði í þeirra herbúðum, Ben Davies, Mousa Dembele, Victor Wanyama og Eric Lamela eru allir meiddir og N´Koudou er tæpur.
Hjá Liverpool eru Clyne, Lallana og Mané meiddir, en restin af liðinu virðist vera í nokkuð góðu stuði. Vonandi kveikti sigurinn í Slóveníu neistann sem hefur vantað undanfarið.
Það er jákvætt að Klopp og hans menn þurfa orðið að klóra sér aðeins í hausnum yfir því hvernig á að stilla upp liðinu þessa dagana, breiddin er smátt og smátt að verða betri.
Það er þó nokkuð ljóst að Mignolet verður í markinu og Matip, Lovren og Moreno í vörninni ef allir eru heilir. Joe Gomez var frábær í hægri bakverðinum á móti Manchester United og byrjar leikinn að öllum líkindum, þar sem hann fékk að hvíla á þriðjudaginn.
Henderson hvíldi líka á þriðjudaginn og verður örugglega í byrjunarliðinu. Wijnaldum var tekinn snemma af velli í Slóveníu, sem er vísbending um að hann muni byrja og svo átti Milner skínandi fínan leik á miðjunni þannig að það er aldrei að vita nema hann verði tekinn fram yfir Can, sem hefur ekki alveg átt sína bestu daga í síðustu leikjum. Það myndi síðan ekki koma neitt stórkostlega á óvart þótt Salah, Firmino og Coutinho myndu byrja leikinn frammi, en hvað veit maður svosem?
Ég er alltaf skíthræddur fyrir leiki gegn Tottenham, þetta er hörkulið og er á góðri siglingu. Vonandi eru okkar menn líka komnir í gírinn, ég ætla allavega að vona það og leyfa mér að spá sætum 3-2 útisigri.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan