| Sf. Gutt
Eftir metsigurinn í Slóveníu er komið að því að fá fórnarlömbin úr þeim leik í heimsókn til Liverpool. Það væri hressandi að endurtaka leikinn annað kvöld og taka með því stórt skref að því að komast áfram upp úr riðlinum og jafnvel vinna hann. Sigur, hversu stór eða lítill, kæmi Liverpool í kjörstöðu áður en tveir síðustu leikirnir fara fram.
Nú til dags segja framkvæmdastjórar eða leikmenn sjaldan að liðið þeirra sé miklu betra en mótherjinn og eigi að vinna öruggan sigur. Það ætti að vera óhætt eftir að hafa unnið Maribor 0:7 á útivelli og framundan leikur á Anfield Road á móti liði sem er mun veikara. Hefði Jürgen Klopp sagt slíkt á blaðamannafundinum fyrir leikinn hefði hann verið úthrópaður fyrir hroka og dómaskap auk þess að vera kærður fyrir óíþróttamannslega framkomu. Í það minnsta finnst mér það líklegt. En þegar ekkert má segja í knattspyrnuheiminum nú til dags má vel benda á að á sama tíma eru alltof margir leikmenn að fiska aðra í vandræði með leikaraskap eða kænsku eins og sumir kalla það. Lítið fundið athugavert við það en menn teknir reglulega á beinið fyrir sakleysisleg ummæli sögð í hita leiksins. Bill Shankly hefði líklega sagt fyrir þennan leik að Liverpool ætti að vinna stórsigur. Að minnsta kosti hefði hann sagt leikmönnum sínum það.
Mér finnst að eigi að gera kröfu um stórsigur Liverpool. Það verður kannski erfitt að skora sjö mörk aftur enda reynir slóvenska liðið trúlega að hafa vörnina betri en í fyrri leiknum. Sparktak kom á óvart með því að vinna góðan sigur á Sevilla í síðustu umferð þannig að sigur á Maribor má ekki bregðast. Liverpool á eftir að spila á Spáni og rússneska liðið er sýnd veiði en ekki gefin.
Vonandi komst Liverpool á rétta braut á móti Huddersfield Town á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn var slakur en í síðari hálfleik glitti í liðið sem við stuðningsmenn Liverpool viljum sjá. Þrjú mörk og meiri kraftur í mönnum. Síðustu vikur hafa verið erfiðar en það býr miklu meira í þessu liði. Það hefur svo sem ekki verið mikið í umræðunni en tveir lykilmenn hafa meira og minna verið frá þessa leiktíð. Adam Lallana og Sadio Mané. Það má svo bæta Nathaniel Clyne við. Það hefur munað mikið um þá Adam og Sadio og sem betur fer er farið að styttast í að þeir komi aftur til leiks. En þeir sem eru til taks skipta reyndar alltaf mestu.
Ég geri kröfu um að Liverpool vinni stórsigur. Segjum 8:0! Engin hroki bara kalt mat á getu liðanna með tilliti til úrslita í fyrri leiknum. Daniel Sturridge skorar tvennu svo og Roberto Firmino. Emre Can, Mohamed Salah, James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain sjá um hin mörkin. Stórsigur takk fyrir!
YNWA!
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool á Melwood.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eftir metsigurinn í Slóveníu er komið að því að fá fórnarlömbin úr þeim leik í heimsókn til Liverpool. Það væri hressandi að endurtaka leikinn annað kvöld og taka með því stórt skref að því að komast áfram upp úr riðlinum og jafnvel vinna hann. Sigur, hversu stór eða lítill, kæmi Liverpool í kjörstöðu áður en tveir síðustu leikirnir fara fram.
Nú til dags segja framkvæmdastjórar eða leikmenn sjaldan að liðið þeirra sé miklu betra en mótherjinn og eigi að vinna öruggan sigur. Það ætti að vera óhætt eftir að hafa unnið Maribor 0:7 á útivelli og framundan leikur á Anfield Road á móti liði sem er mun veikara. Hefði Jürgen Klopp sagt slíkt á blaðamannafundinum fyrir leikinn hefði hann verið úthrópaður fyrir hroka og dómaskap auk þess að vera kærður fyrir óíþróttamannslega framkomu. Í það minnsta finnst mér það líklegt. En þegar ekkert má segja í knattspyrnuheiminum nú til dags má vel benda á að á sama tíma eru alltof margir leikmenn að fiska aðra í vandræði með leikaraskap eða kænsku eins og sumir kalla það. Lítið fundið athugavert við það en menn teknir reglulega á beinið fyrir sakleysisleg ummæli sögð í hita leiksins. Bill Shankly hefði líklega sagt fyrir þennan leik að Liverpool ætti að vinna stórsigur. Að minnsta kosti hefði hann sagt leikmönnum sínum það.
Mér finnst að eigi að gera kröfu um stórsigur Liverpool. Það verður kannski erfitt að skora sjö mörk aftur enda reynir slóvenska liðið trúlega að hafa vörnina betri en í fyrri leiknum. Sparktak kom á óvart með því að vinna góðan sigur á Sevilla í síðustu umferð þannig að sigur á Maribor má ekki bregðast. Liverpool á eftir að spila á Spáni og rússneska liðið er sýnd veiði en ekki gefin.
Vonandi komst Liverpool á rétta braut á móti Huddersfield Town á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn var slakur en í síðari hálfleik glitti í liðið sem við stuðningsmenn Liverpool viljum sjá. Þrjú mörk og meiri kraftur í mönnum. Síðustu vikur hafa verið erfiðar en það býr miklu meira í þessu liði. Það hefur svo sem ekki verið mikið í umræðunni en tveir lykilmenn hafa meira og minna verið frá þessa leiktíð. Adam Lallana og Sadio Mané. Það má svo bæta Nathaniel Clyne við. Það hefur munað mikið um þá Adam og Sadio og sem betur fer er farið að styttast í að þeir komi aftur til leiks. En þeir sem eru til taks skipta reyndar alltaf mestu.
Ég geri kröfu um að Liverpool vinni stórsigur. Segjum 8:0! Engin hroki bara kalt mat á getu liðanna með tilliti til úrslita í fyrri leiknum. Daniel Sturridge skorar tvennu svo og Roberto Firmino. Emre Can, Mohamed Salah, James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain sjá um hin mörkin. Stórsigur takk fyrir!
YNWA!
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool á Melwood.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan