| Sf. Gutt
Dejan Lovren hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekki náð að sýna sitt besta inni á vellinum og það hefur valdið óviðunandi viðbrögðum hluta stuðningsmanna Liverpool sem gengu lengst eftir að Liverpool tapaði 4:1 fyrir Tottenham Hotspur á Wembley. Hann átti þá sinn versta leik frá því hann kom til Liverpool og tvö af mörkum Tottenham mátti rekja til mistaka hans.
Í kjölfarið var Króatinn ásamt ýmsum félögum sínum rakkaður niður á samfélagsmiðlum og gekk það svo langt að einn notandi Instagram sagðist myndu myrða fjölskyldu hans! Svona ummæli dæma sig að sjálfsögðu sjálf en ná út fyrir allt velsæmi. Dejan lýsti í kjölfarið yfir viðbjóði á ummælunum og sagði þau óásættanleg!
Fjöldi stuðningsmanna Liverpool fylkti sér að baki Dejan eftir þessa árás á hann ef svo mætti segja að hefði verið. Í kjöri á Leikmanni mánaðarins fyrir október á Liverpoolfc.com varð Dejan efstur á blaði. Ekki fyrir að hafa spilað vel í mánuðinum sem hann gerði alls ekki heldur ákvað fjöldi stuðningsmanna Liverpool að sýna honum stuðning í verki. Til fyrirmyndar!
Nú stendur yfir kjör á leikmanni mánaðarins á Liverpool.is. Venjulega er reynt að tilnefna þá fimm leikmenn sem skara haf þótt fram úr inni á vellinum. En nú varð ákveðið að hafa nafn Dejan Lovren þar með. Þið sem kjósið ráðið svo hvað þið gerið :)
Höfum í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar!
TIL BAKA
Aðgát skal höfð!
Dejan Lovren hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekki náð að sýna sitt besta inni á vellinum og það hefur valdið óviðunandi viðbrögðum hluta stuðningsmanna Liverpool sem gengu lengst eftir að Liverpool tapaði 4:1 fyrir Tottenham Hotspur á Wembley. Hann átti þá sinn versta leik frá því hann kom til Liverpool og tvö af mörkum Tottenham mátti rekja til mistaka hans.
Í kjölfarið var Króatinn ásamt ýmsum félögum sínum rakkaður niður á samfélagsmiðlum og gekk það svo langt að einn notandi Instagram sagðist myndu myrða fjölskyldu hans! Svona ummæli dæma sig að sjálfsögðu sjálf en ná út fyrir allt velsæmi. Dejan lýsti í kjölfarið yfir viðbjóði á ummælunum og sagði þau óásættanleg!
Fjöldi stuðningsmanna Liverpool fylkti sér að baki Dejan eftir þessa árás á hann ef svo mætti segja að hefði verið. Í kjöri á Leikmanni mánaðarins fyrir október á Liverpoolfc.com varð Dejan efstur á blaði. Ekki fyrir að hafa spilað vel í mánuðinum sem hann gerði alls ekki heldur ákvað fjöldi stuðningsmanna Liverpool að sýna honum stuðning í verki. Til fyrirmyndar!
Nú stendur yfir kjör á leikmanni mánaðarins á Liverpool.is. Venjulega er reynt að tilnefna þá fimm leikmenn sem skara haf þótt fram úr inni á vellinum. En nú varð ákveðið að hafa nafn Dejan Lovren þar með. Þið sem kjósið ráðið svo hvað þið gerið :)
Höfum í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan