| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins sigur á Southampton
Eftir fimm leiki án sigurs gegn Southampton tók Liverpool Dýrlingana í gegn á Anfield Road í dag og vann 3:0 sigur sem hefði hæglega getað verið stærri. Mohamed Salah heldur áfram að skora og bætti tveimur mörkum í sístækkandi safn sitt!
Liverpool endaði með þremur sigrum fyrir síðasta landsleikjahlé ársins og það var mikilvægt að halda áfram á sömu braut. Joel Matip var meiddur og kom Dejan Lovren inn í vörnina. Joe Gomez var eitthvað stirður og Trent Alexander-Arnold var hægri bakvörður. Sadio Mané var leikfær og það sama má segja um Philippe Coutinho sem læknaðist í hléinu. Jürgen Klopp var svo hinn hressasti á hliðarlínunni eftir veikindi í vikunni.
Liverpool tók strax öll völd á vellinum. Eftir níu mínútur eða svo var gerð hörð atlaga að marki Southampton og fór Trent Alexander-Arnold fremstur í flokki en gestirnir náðu að bjarga. Í næstu sókn átti svo Mohamed Salah skot rétt framhjá. Liverpool var með boltann og sótti af yfirvegun en vörn Southampton var þétt fyrir. Á 22. mínútu átti Georginio Wijnaldum fast skot frá vítateignum sem Fraser Foster varði með tilþrifum.
Níu mínútum seinna braut Liverpool ísinn. Liverpool fékk hornspyrnu sem ekkert kom út úr og einn leikmanna þeirra náði boltanum við vítateiginn. Sem betur fer svaf hann á verðinum, Roberto Firmino tók boltann af honum, sendi á Ragnar Klavan sem gaf á Georginio. Hollendingurinn lét boltann ganga áfram til hægri á Mohamed Salah sem lék aðeins nær vítateignum áður en hann sendi boltann út við stöng vinstra megin með glæsilegu bogaskoti. Snilldarlegt mark hjá Egyptanum. Tíu mínútum seinna skoraði hann aftur. Philippe Coutinho sendi þá hárnákvæma sendingu inn í vítateiginn á Mohamed sem stakk sér inn fyrir vörnina og læddi boltanum, rétt við markteiginn, örugglega í markið framhjá Fraser. Aftur mögnuð afgreiðsla hjá Mohamed og ekki var sendingin hjá Philippe síðri. Miklir yfirburðir og örugg forysta í hálfleik.
Snemma í síðari hálfleik komst Roberto inn í vítateiginn en skot hans var varið. Southampton hafði ekki ógnað neitt og náði reyndar ekki skoti á mark Liverpool allan leikinn en Dejan Lovren gerði vel þegar hann henti sér fyrir skot í vítateignum. Á 68. mínútu var sigurinn innsiglaður. Roberto fékk góða sendingu frá Sadio Mané, þrumaði að marki, Fraser varði með brjóstkassanum og boltann hrökk af honum út í vítateignn á Philippe sem sendi boltann rakleiðis í markið. Sigurinn hefði átt að vera stærri og Roberto, sem var óþreytandi, skaut rétt framhjá þegar sex mínútur voru eftir.
Öruggur sigur sem hefði átt að vera stærri miðað við gang leiksins. En þrjú mörk og hreint mark dugar aldeilis vel sem nesti til Spánar í erfiðan leik í Sevilla.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Klavan, Lovren, Moreno, Henderson, Wijnaldum, Coutinho (Can 69. mín.), Mane (Oxlade-Chamberlain 74. mín.), Salah (Milner 80. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Gomez, Sturridge og Solanke.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (31. og 41. mín.) og Philippe Coutinho (68. mín.).
Gult spjald: Dejan Lovren.
Southampton: Forster, Cedric, van Dijk, Hoedt, Bertrand, Romeu, Davis, Tadic (Austin 55. mín.), Boufal (Ward-Prowse 74. mín.), Redmond og Long (Gabbiadini 79. mín.). Ónotaðir varamenn: McCarthy, Hojbjerg, Targett og Yoshida.
Gult spjald: Oriol Romeu.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.256.
Jürgen Klopp: Þetta var bara góður leikur hvernig sem á það er litið. Þetta var virkilega sanngjarn sigur og það var mikilvægt að halda í við efstu liðin.
- Liverpool vann fjórða sigur sinn í röð í fyrsta skipti frá því í ágúst.
- Liverpool hefur skorað 13 mörk í sigurleikjunum fjórum.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 14 mörk á leiktíðinni.
- Philippe Coutinho skoraði fimmta mark sitt á sparktíðinni.
- Sadio Mané lék sinn 40. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 16 mörk hingað til.
- Þetta var kærkominn sigur Liverpool á Southampton eftir fimm leiki án sigurs gegn þeim.
- Liverpool hefur aðeins fengið eitt mark á sig á Anfield í deildinni á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Liverpool endaði með þremur sigrum fyrir síðasta landsleikjahlé ársins og það var mikilvægt að halda áfram á sömu braut. Joel Matip var meiddur og kom Dejan Lovren inn í vörnina. Joe Gomez var eitthvað stirður og Trent Alexander-Arnold var hægri bakvörður. Sadio Mané var leikfær og það sama má segja um Philippe Coutinho sem læknaðist í hléinu. Jürgen Klopp var svo hinn hressasti á hliðarlínunni eftir veikindi í vikunni.
Liverpool tók strax öll völd á vellinum. Eftir níu mínútur eða svo var gerð hörð atlaga að marki Southampton og fór Trent Alexander-Arnold fremstur í flokki en gestirnir náðu að bjarga. Í næstu sókn átti svo Mohamed Salah skot rétt framhjá. Liverpool var með boltann og sótti af yfirvegun en vörn Southampton var þétt fyrir. Á 22. mínútu átti Georginio Wijnaldum fast skot frá vítateignum sem Fraser Foster varði með tilþrifum.
Níu mínútum seinna braut Liverpool ísinn. Liverpool fékk hornspyrnu sem ekkert kom út úr og einn leikmanna þeirra náði boltanum við vítateiginn. Sem betur fer svaf hann á verðinum, Roberto Firmino tók boltann af honum, sendi á Ragnar Klavan sem gaf á Georginio. Hollendingurinn lét boltann ganga áfram til hægri á Mohamed Salah sem lék aðeins nær vítateignum áður en hann sendi boltann út við stöng vinstra megin með glæsilegu bogaskoti. Snilldarlegt mark hjá Egyptanum. Tíu mínútum seinna skoraði hann aftur. Philippe Coutinho sendi þá hárnákvæma sendingu inn í vítateiginn á Mohamed sem stakk sér inn fyrir vörnina og læddi boltanum, rétt við markteiginn, örugglega í markið framhjá Fraser. Aftur mögnuð afgreiðsla hjá Mohamed og ekki var sendingin hjá Philippe síðri. Miklir yfirburðir og örugg forysta í hálfleik.
Snemma í síðari hálfleik komst Roberto inn í vítateiginn en skot hans var varið. Southampton hafði ekki ógnað neitt og náði reyndar ekki skoti á mark Liverpool allan leikinn en Dejan Lovren gerði vel þegar hann henti sér fyrir skot í vítateignum. Á 68. mínútu var sigurinn innsiglaður. Roberto fékk góða sendingu frá Sadio Mané, þrumaði að marki, Fraser varði með brjóstkassanum og boltann hrökk af honum út í vítateignn á Philippe sem sendi boltann rakleiðis í markið. Sigurinn hefði átt að vera stærri og Roberto, sem var óþreytandi, skaut rétt framhjá þegar sex mínútur voru eftir.
Öruggur sigur sem hefði átt að vera stærri miðað við gang leiksins. En þrjú mörk og hreint mark dugar aldeilis vel sem nesti til Spánar í erfiðan leik í Sevilla.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Klavan, Lovren, Moreno, Henderson, Wijnaldum, Coutinho (Can 69. mín.), Mane (Oxlade-Chamberlain 74. mín.), Salah (Milner 80. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Gomez, Sturridge og Solanke.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (31. og 41. mín.) og Philippe Coutinho (68. mín.).
Gult spjald: Dejan Lovren.
Southampton: Forster, Cedric, van Dijk, Hoedt, Bertrand, Romeu, Davis, Tadic (Austin 55. mín.), Boufal (Ward-Prowse 74. mín.), Redmond og Long (Gabbiadini 79. mín.). Ónotaðir varamenn: McCarthy, Hojbjerg, Targett og Yoshida.
Gult spjald: Oriol Romeu.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.256.
Jürgen Klopp: Þetta var bara góður leikur hvernig sem á það er litið. Þetta var virkilega sanngjarn sigur og það var mikilvægt að halda í við efstu liðin.
Fróðleikur
- Liverpool vann fjórða sigur sinn í röð í fyrsta skipti frá því í ágúst.
- Liverpool hefur skorað 13 mörk í sigurleikjunum fjórum.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 14 mörk á leiktíðinni.
- Philippe Coutinho skoraði fimmta mark sitt á sparktíðinni.
- Sadio Mané lék sinn 40. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 16 mörk hingað til.
- Þetta var kærkominn sigur Liverpool á Southampton eftir fimm leiki án sigurs gegn þeim.
- Liverpool hefur aðeins fengið eitt mark á sig á Anfield í deildinni á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan