| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Lítur á björtu hliðarnar
Gini Wijnaldum kýs að líta á björtu hliðarnar eftir jafnteflið gegn Sevilla þar sem leikmenn Liverpool köstuðu frá sér 0-3 stöðu í hálfleik.
Liverpool er enn á toppi riðils síns í Meistaradeildinni og dugar jafntefli heima gegn Spartak Moskvu í lokaleiknum. Sigur tryggir svo liðinu toppsætið áfram. Wijnaldum segir að það hafi verið sársaukafullt að taka þátt í þessu hruni liðsins í síðari hálfleik en er ánægður með að áframhald í keppninni sé í þeirra eigin höndum.
,,Það er erfitt," sagði hann aðspurður um það hvernig menn rífa sig í gang að nýju eftir leikinn.
,,Ef maður hugsar um leikinn þá held ég að úrslitin hafi ekki verið slæm en að hafa 0-3 forystu og kasta því frá sér ekki gott. Það er sárskaukafullt að hugsa til baka en við verðum að halda áfram."
,,Við verðum að tala saman, hjálpa hvor öðrum að gleyma þessu og hugsa um næsta leik. Á pappír eru þetta eins og áður sagði góð úrslit en auðvitað á maður ekki að kasta svona góðri forystu frá sér. Það jákvæða í þessu er að við erum enn með örlögin í okkar höndum og við verðum að vinna Spartak Moskvu til að vera áfram á toppi riðilsins."
Wijnaldum segir að menn hafi ekki byrjað seinni hálfleikinn almennilega og það hafi verið aðalástæðan fyrir því að Sevilla komust aftur inní leikinn.
,,Við byrjuðum vel, ég held reyndar að við höfum ekki spilað okkar besta bolta í fyrri hálfleik en við skoruðum góð mörk. Í þeim síðari byrjuðum við ekki vel og þeir skora eitt mark sem gefur þeim sjálfstraust, svo kemur vítaspyrnan og þeir öðlast virkilega trú á verkefninu. Stuðningsmennirnir tóku einnig við sér og eftir það var staðan mjög erfið."
,,Við sýndum hvað við getum verið hættulegir uppvið markið í fyrri hálfleik og hefðum sennilega getað skorað fimm mörk. Þegar maður er hinsvegar með svona góða stöðu gegn góðu liði eins og Sevilla þarf maður að vera klókari því þeir öðlast bara meira sjálfstraust við það að minnka muninn snemma. Við gerðum það ekki nógu vel og þeir gengu á lagið."
Liverpool er enn á toppi riðils síns í Meistaradeildinni og dugar jafntefli heima gegn Spartak Moskvu í lokaleiknum. Sigur tryggir svo liðinu toppsætið áfram. Wijnaldum segir að það hafi verið sársaukafullt að taka þátt í þessu hruni liðsins í síðari hálfleik en er ánægður með að áframhald í keppninni sé í þeirra eigin höndum.
,,Það er erfitt," sagði hann aðspurður um það hvernig menn rífa sig í gang að nýju eftir leikinn.
,,Ef maður hugsar um leikinn þá held ég að úrslitin hafi ekki verið slæm en að hafa 0-3 forystu og kasta því frá sér ekki gott. Það er sárskaukafullt að hugsa til baka en við verðum að halda áfram."
,,Við verðum að tala saman, hjálpa hvor öðrum að gleyma þessu og hugsa um næsta leik. Á pappír eru þetta eins og áður sagði góð úrslit en auðvitað á maður ekki að kasta svona góðri forystu frá sér. Það jákvæða í þessu er að við erum enn með örlögin í okkar höndum og við verðum að vinna Spartak Moskvu til að vera áfram á toppi riðilsins."
Wijnaldum segir að menn hafi ekki byrjað seinni hálfleikinn almennilega og það hafi verið aðalástæðan fyrir því að Sevilla komust aftur inní leikinn.
,,Við byrjuðum vel, ég held reyndar að við höfum ekki spilað okkar besta bolta í fyrri hálfleik en við skoruðum góð mörk. Í þeim síðari byrjuðum við ekki vel og þeir skora eitt mark sem gefur þeim sjálfstraust, svo kemur vítaspyrnan og þeir öðlast virkilega trú á verkefninu. Stuðningsmennirnir tóku einnig við sér og eftir það var staðan mjög erfið."
,,Við sýndum hvað við getum verið hættulegir uppvið markið í fyrri hálfleik og hefðum sennilega getað skorað fimm mörk. Þegar maður er hinsvegar með svona góða stöðu gegn góðu liði eins og Sevilla þarf maður að vera klókari því þeir öðlast bara meira sjálfstraust við það að minnka muninn snemma. Við gerðum það ekki nógu vel og þeir gengu á lagið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan