| Sf. Gutt

,,Það var erfitt að spila sem miðvörður. Sérstaklega í fyrri hálfleik því ég hafði aldrei áður spilað þessa stöðu. En framkvæmdastjórinn átti ekki annarra kosta völ vegna veikinda leikmanna. Við Emre urðum því að spila þarna. Klopp nefndi þetta ekkert við mig á æfingu fyrir leikinn. Hann valdi bara liðið og sagði mér að ég yrði í vörninni!"
Þó svo að vörn Liverpool hafi verið óvenjulega skipuð og eins var leikkerfið óvenjulegt þá gekk vel að verjast Brighton og Liverpool fékk aðeins eitt mark á sig og það úr vítaspyrnu sem hefði aldrei átt að dæma. Þeir Georginio Wijnaldum og Emre Can spiluðu með Dejan Lovren í vörninni en þeir verða trúlega ekki oft þar nema kannski Emre sem hefur spilað í vörn og það meira að segja með þýska landsliðinu.
TIL BAKA
Í fyrsta sinn í vörninni!

Jürgen Klopp kom öllum á óvart í Brighton um helgina þegar hann setti Georginio Wijnaldum í vörnina. Þar hafði Hollendingurinn aldrei áður spilað. Georginio sagði að það hefði verið erfitt að spila í vörninni.
,,Það var erfitt að spila sem miðvörður. Sérstaklega í fyrri hálfleik því ég hafði aldrei áður spilað þessa stöðu. En framkvæmdastjórinn átti ekki annarra kosta völ vegna veikinda leikmanna. Við Emre urðum því að spila þarna. Klopp nefndi þetta ekkert við mig á æfingu fyrir leikinn. Hann valdi bara liðið og sagði mér að ég yrði í vörninni!"
Þó svo að vörn Liverpool hafi verið óvenjulega skipuð og eins var leikkerfið óvenjulegt þá gekk vel að verjast Brighton og Liverpool fékk aðeins eitt mark á sig og það úr vítaspyrnu sem hefði aldrei átt að dæma. Þeir Georginio Wijnaldum og Emre Can spiluðu með Dejan Lovren í vörninni en þeir verða trúlega ekki oft þar nema kannski Emre sem hefur spilað í vörn og það meira að segja með þýska landsliðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Virgil Van Dijk vill að leikmenn fari ekki fram úr sér. Nú sé að duga eða drepast -
| Sf. Gutt
Erum staðfastir í baráttunni -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Arne Slot fær tveggja leikja bann -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum!
Fréttageymslan