| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafntefli hjá grönnunum í hraglanda
Liverpool og Everton skildu jöfn 1:1 í hraglanda á Anfield Road í dag. Liverpool hafði mikla yfirburði en slæm mistök kostuðu sigur sem hefði átt að vinnast miðað við gang leiksins.
Líkt og í síðustu leikjum breytti Jürgen Klopp liði sínu nokkuð og það kom ekki á óvart að hann skyldi gera það. Á hinn bóginn fannst sumum full mikið á hafa bæði Philippe Coutinho og Roberto Firmino á bekknum Alberto Moreno var meiddur og tók Andrew Robertson stöðu hans. Dominic Solanke fékk sæti í byrjunarliðinu.
Þó svo segja mætti að Liverpool væri ekki með sitt allra sterkasta lið inni á vellinum þá hafði Liverpool algjöra yfirburði frá fyrstu stundu. Sam Allardyce stillti upp í vörn og hún stóð sig býsna vel. Í það minnsta gekk Liverpool ekki ýkja vel að skapa opin færi en þó skall hurð nærri hælum í nokkur skipti uppi við mark Bláliða. Sóknarleikur Everton fólst í því að þruma boltanum hátt og langt fram. Oftar en ekki fór boltann einfaldlega út af.
Þremur mínútum fyrir leikhlé komst Liverpool verðskuldað yfir. Mohamed Salah fékk boltann við hægra vítateigshornið, lék framhjá tveimur varnarmönnum og sendi boltann svo efst í fjárhornið með glæsilegu bogaskoti. Rauðliðar gengu af göflunum af fögnuði. Markið var svo til endurtekning á marki sem Mohamed skoraði í sama markið á móti Southampton fyrir nokkrum vikum.
Rétt fyrir lékhlé náði Sadio Mané boltanum vinstra megin, lék inn í vítateiginn og ákvað að skjóta en skotið tókst illa og boltinn fór framhjá. Því miður sýndi Sadio þarna mikla eigingirni því þrír félagar hans voru óvaldaðir við hlið hans og markið opið. Röng ákvörðun og hefði Sadio sent boltann var leikurinn svo til unninn!
Yfirburðir Liverpool héldust óbreyttir eftir hlé. Snemma í síðari hálfleik átti James Milner góða fyrirgjöf beint á Mohamed en skalli hans fór þvert fyrir markið og rétt framhjá. Liverpool hafði öll völd á vellinum en ekki gekk að skora mark sem hefði klárað leikinn. Þegar 13 mínútur voru eftir kom það í bakið. Boltinn var sendur inn í vítateig Liverpool þar sem Dejan Lovren og Dominic Calvert-Lewin börðust um boltann. Dominic féll og dómarinn dæmdi víti. Dejan var talinn hafa hrint Dominic en vítið var hrein gjöf sem Everton þakkaði fyrir. Wayne Rooney sþrumaði boltanum í mitt markið og staðan orðin jöfn. Liverpool sótti af krafti það sem eftir var en allt kom fyrir ekki. Ósanngjarnt jafntefli, sem aldrei hefði átt að vera, staðreynd!
Liverpool spilaði prýðilega í leiknum en Everton slapp með skrekkinn og stig. Þó svo allir bestu leikmenn Liverpool hafi ekki verið valdir í byrjunarliðið léku þeir sem voru valdir nógu vel til að vinna. Að minnsta kosti miðað við gang leiksins.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Klavan, Lovren, Robertson, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain (Coutinho 77. mín.), Mane, Salah (Firmino 67. mín.) og Solanke (Ings 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Wijnaldum, Can og Alexander-Arnold.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (42. mín.).
Gult spald: Dejan Lovren.
Everton: Pickford, Kenny, Williams, Holgate, Martina, Gueye, Davies (Lennon 45. mín.), Rooney (Jagielka 82. mín.), Calvert-Lewin, Gylfi Þór Sigurðsson og Niasse (Schneiderlin 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Robles, Keane, Vlasic og Lookman.
Mark Everton: Wayne Rooney, víti, (77. mín.).
Gul spjöld: Gylfi Þór Sigurðsson, Irissia Gueye og Morgan Schneiderlin.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.082.
Maður leiksins: Joe Gomez. Englendingurinn ungi var frábær. Hann var fastur fyrir og hleypti engu framhjá sér og spilaði boltanum vel frá sér. Frábær leikur!
Jürgen Klopp: Við þröngvuðum þeim inn í þeirra vítateig og áttum okkar færi. Það er erfitt að skora mörg mörk þegar mótherjinn breytir leikaðferð sinni ekki á nokkurn hátt þó svo að þeir lendi eitt núll undir. Það auðveldar ekki verkefnið. En við höfðum fulla stjórn á leiknum fyrir utan eitt atvik og það atvik réði, þegar upp var staðið , hvernig leikurinn fór. Við verðum að sætta okkur við það.
- Liverpool og Everton léku sinn 229. leik í öllum keppnum.
- Mohamed Salah skoraði 19. mark sitt á leiktíðinni.
- Liverpool hefur ekki tapað fyrir Everton á Anfield Road á þessari öld.
- Liverpool er ósigrað í 15 síðustu leikjum á móti Everton í öllum keppnum og er það metjöfnun. Fyrra metið var sett á árunum 1972 til 1978.
- Danny Ings lék sinn fyrsta leik í rúmt ár.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Líkt og í síðustu leikjum breytti Jürgen Klopp liði sínu nokkuð og það kom ekki á óvart að hann skyldi gera það. Á hinn bóginn fannst sumum full mikið á hafa bæði Philippe Coutinho og Roberto Firmino á bekknum Alberto Moreno var meiddur og tók Andrew Robertson stöðu hans. Dominic Solanke fékk sæti í byrjunarliðinu.
Þó svo segja mætti að Liverpool væri ekki með sitt allra sterkasta lið inni á vellinum þá hafði Liverpool algjöra yfirburði frá fyrstu stundu. Sam Allardyce stillti upp í vörn og hún stóð sig býsna vel. Í það minnsta gekk Liverpool ekki ýkja vel að skapa opin færi en þó skall hurð nærri hælum í nokkur skipti uppi við mark Bláliða. Sóknarleikur Everton fólst í því að þruma boltanum hátt og langt fram. Oftar en ekki fór boltann einfaldlega út af.
Þremur mínútum fyrir leikhlé komst Liverpool verðskuldað yfir. Mohamed Salah fékk boltann við hægra vítateigshornið, lék framhjá tveimur varnarmönnum og sendi boltann svo efst í fjárhornið með glæsilegu bogaskoti. Rauðliðar gengu af göflunum af fögnuði. Markið var svo til endurtekning á marki sem Mohamed skoraði í sama markið á móti Southampton fyrir nokkrum vikum.
Rétt fyrir lékhlé náði Sadio Mané boltanum vinstra megin, lék inn í vítateiginn og ákvað að skjóta en skotið tókst illa og boltinn fór framhjá. Því miður sýndi Sadio þarna mikla eigingirni því þrír félagar hans voru óvaldaðir við hlið hans og markið opið. Röng ákvörðun og hefði Sadio sent boltann var leikurinn svo til unninn!
Yfirburðir Liverpool héldust óbreyttir eftir hlé. Snemma í síðari hálfleik átti James Milner góða fyrirgjöf beint á Mohamed en skalli hans fór þvert fyrir markið og rétt framhjá. Liverpool hafði öll völd á vellinum en ekki gekk að skora mark sem hefði klárað leikinn. Þegar 13 mínútur voru eftir kom það í bakið. Boltinn var sendur inn í vítateig Liverpool þar sem Dejan Lovren og Dominic Calvert-Lewin börðust um boltann. Dominic féll og dómarinn dæmdi víti. Dejan var talinn hafa hrint Dominic en vítið var hrein gjöf sem Everton þakkaði fyrir. Wayne Rooney sþrumaði boltanum í mitt markið og staðan orðin jöfn. Liverpool sótti af krafti það sem eftir var en allt kom fyrir ekki. Ósanngjarnt jafntefli, sem aldrei hefði átt að vera, staðreynd!
Liverpool spilaði prýðilega í leiknum en Everton slapp með skrekkinn og stig. Þó svo allir bestu leikmenn Liverpool hafi ekki verið valdir í byrjunarliðið léku þeir sem voru valdir nógu vel til að vinna. Að minnsta kosti miðað við gang leiksins.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Klavan, Lovren, Robertson, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain (Coutinho 77. mín.), Mane, Salah (Firmino 67. mín.) og Solanke (Ings 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Wijnaldum, Can og Alexander-Arnold.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (42. mín.).
Gult spald: Dejan Lovren.
Everton: Pickford, Kenny, Williams, Holgate, Martina, Gueye, Davies (Lennon 45. mín.), Rooney (Jagielka 82. mín.), Calvert-Lewin, Gylfi Þór Sigurðsson og Niasse (Schneiderlin 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Robles, Keane, Vlasic og Lookman.
Mark Everton: Wayne Rooney, víti, (77. mín.).
Gul spjöld: Gylfi Þór Sigurðsson, Irissia Gueye og Morgan Schneiderlin.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.082.
Maður leiksins: Joe Gomez. Englendingurinn ungi var frábær. Hann var fastur fyrir og hleypti engu framhjá sér og spilaði boltanum vel frá sér. Frábær leikur!
Jürgen Klopp: Við þröngvuðum þeim inn í þeirra vítateig og áttum okkar færi. Það er erfitt að skora mörg mörk þegar mótherjinn breytir leikaðferð sinni ekki á nokkurn hátt þó svo að þeir lendi eitt núll undir. Það auðveldar ekki verkefnið. En við höfðum fulla stjórn á leiknum fyrir utan eitt atvik og það atvik réði, þegar upp var staðið , hvernig leikurinn fór. Við verðum að sætta okkur við það.
Fróðleikur
- Liverpool og Everton léku sinn 229. leik í öllum keppnum.
- Mohamed Salah skoraði 19. mark sitt á leiktíðinni.
- Liverpool hefur ekki tapað fyrir Everton á Anfield Road á þessari öld.
- Liverpool er ósigrað í 15 síðustu leikjum á móti Everton í öllum keppnum og er það metjöfnun. Fyrra metið var sett á árunum 1972 til 1978.
- Danny Ings lék sinn fyrsta leik í rúmt ár.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan