| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Klopp hrósar Oxlade-Chamberlain
Jürgen Klopp var virkilega ánægður með frammistöðu Alex Oxlade-Chamberlain gegn Bournemouth og segir að hann eigi þó meira inni þar sem hann búi yfir ótrúlegum hæfileikum til að bæta sig enn frekar.
Margir töldu að Oxlade-Chamberlain hefði verið maður leiksins gegn Bournemouth, hann lagði upp mark fyrir Mohamed Salah og átti gott skot sem hafnaði í stönginni í seinni hálfleik. Hann var duglegur á miðjunni í hápressunni og sennilega var þetta einn besti leikur hans fyrir félagið til þessa.
Hann hefur spilað 20 leiki fyrir félagið síðan hann kom í lok félagaskiptagluggans og Klopp hefur skorað á hann að bæta sig enn frekar eftir þessa góðu frammistöðu gegn Bournemouth.
,,Hann er á góðum stað núna. Mér líkar það vel, hann er ennþá með svo mikla eiginleika sem hann getur bætt enn frekar og hefur í raun ekki sýnt það ennþá. Þetta er þó bara byrjun á ferli hans hjá Liverpool og mér líkar það sem ég hef séð til þessa. Hann er eins og frábær gjöf, það er í raun það besta sem ég get sagt."
,,Vonandi heldur hann sér heilum, það er jú það mikilvægasta. Hann gæti verið meira afgerandi á mikilvægum augnablikum og stundum er hann meira eins og miðjumaður í stað þess að hugsa eins og sóknarmaður, hann getur bætt sig heilmikið en ég er eins og ég segi mjög ánægður með hann til þessa."
Oxlade-Chamberlain kom inní byrjunarliðið gegn Bournemouth eftir að hafa setið á bekknum í leiknum á undan er Klopp heldur áfram að breyta liðinu töluvert á milli leikja. Menn eru fljótir að setja spurningamerki við þessar breytingar hjá Klopp eftir töpuðu stigin á Anfield gegn Everton og WBA en hann sjálfur segist ekki vera að taka neina áhættu með breytingarnar því hann treysti öllum leikmönnum sínum fullkomlega.
,,Við hugsum í raun ekki mikið um þetta. Maður horfir á síðasta leik og svo þá leikmenn sem ekki spiluðu leikinn á æfingum á eftir, því þeir æfa jú meira en þeir sem spiluðu leikinn á undan. Og ef þeir standa sig vel á æfingum þá hugsa ég með mér já, þetta er flott. Þess vegna gerum við þetta. Við berum fullt traust til leikmannahópsins, það er kannski það eina og mikilvægasta í þessu. Ég hef sagt það áður og ég tel þetta ekki vera vandamál. Ég tek ákvörðunina og fæ því gagnrýnina fyrir það. Ég vil ekki að fólk segi: Vá, þetta voru frábærar breytingar á liðinu hjá Klopp, því ég þarf ekki á því að halda. Ég geri það sem ég tel rétt."
,,Það getur hinsvegar ekki virkað alltaf því miður, en það ætti að virka sem oftast. Hingað til hefur þetta verið í lagi. Við höfum staðið okkur mjög vel undanfarið, það kom aðeins bakslag í þetta í tveimur leikjum og einni frammistöðu. Mér fannst frammistaðan gegn Everton vera mjög góð en það sama verður ekki sagt um West Brom leikin."
,,Þetta var því ekki alslæmt. En næsti leikur er Arsenal á útivelli. Það er engin barnaafmælisveisla þar, þetta verður mjög erfiður leikur fyrir bæði lið. Við eigum svo sannarlega möguleika þar."
Margir töldu að Oxlade-Chamberlain hefði verið maður leiksins gegn Bournemouth, hann lagði upp mark fyrir Mohamed Salah og átti gott skot sem hafnaði í stönginni í seinni hálfleik. Hann var duglegur á miðjunni í hápressunni og sennilega var þetta einn besti leikur hans fyrir félagið til þessa.
Hann hefur spilað 20 leiki fyrir félagið síðan hann kom í lok félagaskiptagluggans og Klopp hefur skorað á hann að bæta sig enn frekar eftir þessa góðu frammistöðu gegn Bournemouth.
,,Hann er á góðum stað núna. Mér líkar það vel, hann er ennþá með svo mikla eiginleika sem hann getur bætt enn frekar og hefur í raun ekki sýnt það ennþá. Þetta er þó bara byrjun á ferli hans hjá Liverpool og mér líkar það sem ég hef séð til þessa. Hann er eins og frábær gjöf, það er í raun það besta sem ég get sagt."
,,Vonandi heldur hann sér heilum, það er jú það mikilvægasta. Hann gæti verið meira afgerandi á mikilvægum augnablikum og stundum er hann meira eins og miðjumaður í stað þess að hugsa eins og sóknarmaður, hann getur bætt sig heilmikið en ég er eins og ég segi mjög ánægður með hann til þessa."
Oxlade-Chamberlain kom inní byrjunarliðið gegn Bournemouth eftir að hafa setið á bekknum í leiknum á undan er Klopp heldur áfram að breyta liðinu töluvert á milli leikja. Menn eru fljótir að setja spurningamerki við þessar breytingar hjá Klopp eftir töpuðu stigin á Anfield gegn Everton og WBA en hann sjálfur segist ekki vera að taka neina áhættu með breytingarnar því hann treysti öllum leikmönnum sínum fullkomlega.
,,Við hugsum í raun ekki mikið um þetta. Maður horfir á síðasta leik og svo þá leikmenn sem ekki spiluðu leikinn á æfingum á eftir, því þeir æfa jú meira en þeir sem spiluðu leikinn á undan. Og ef þeir standa sig vel á æfingum þá hugsa ég með mér já, þetta er flott. Þess vegna gerum við þetta. Við berum fullt traust til leikmannahópsins, það er kannski það eina og mikilvægasta í þessu. Ég hef sagt það áður og ég tel þetta ekki vera vandamál. Ég tek ákvörðunina og fæ því gagnrýnina fyrir það. Ég vil ekki að fólk segi: Vá, þetta voru frábærar breytingar á liðinu hjá Klopp, því ég þarf ekki á því að halda. Ég geri það sem ég tel rétt."
,,Það getur hinsvegar ekki virkað alltaf því miður, en það ætti að virka sem oftast. Hingað til hefur þetta verið í lagi. Við höfum staðið okkur mjög vel undanfarið, það kom aðeins bakslag í þetta í tveimur leikjum og einni frammistöðu. Mér fannst frammistaðan gegn Everton vera mjög góð en það sama verður ekki sagt um West Brom leikin."
,,Þetta var því ekki alslæmt. En næsti leikur er Arsenal á útivelli. Það er engin barnaafmælisveisla þar, þetta verður mjög erfiður leikur fyrir bæði lið. Við eigum svo sannarlega möguleika þar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan