| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ragnar tryggði sigur á síðustu stundu!
Fyrsti sigur ársins er í höfn og það var Eistinn Ragnar Klavan sem tryggði síðbúinn sigur 1:2 í Burnley. Frábær byrjun á nýja árinu hjá Liverpool og vonandi eiga margir sigrar eiga eftir að vinnast áður en þetta nýja ár rennur sitt skeið. Sannkölluð nýársgleði!
Líkt og síðustu vikur voru gerðar nokkrar breytingar á byrjunarliði Liverpool og voru bæði Philippe Coutinho og Mohamed Salah frá en báðir voru sagðir meiddir. Dominic Solanke leiddi sóknina og Adam Lallana kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn á leiktíðinni.
Þær breytingar sem Jürgen Klopp hefur verið að gera milli leikja virðast hafa virkað á þann hátt að leikmenn hafa fengið hvíld þannig að liðið hefur haldið sínu strki þó leikjaálagið hafi verið mikið.
Það var grenjandi rigning í Burnley og völlurinn rennlautur og erfiður yfirferðar. Að auki var kalt í veðri þannig að aðstæður reyndu vel á leikmenn liðanna. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Liverpool var meira með boltann en fá opin færi sköpuðust ef þá nokkurt sem hægt er að nefna því marki. Líklega var magnaðasta atvik fyrir hlé þegar Adam Lallana náði að elta Jóhann Berg Guðmundsson uppi og náði boltanum með frábærri tæklingu eftir að Burnley komst í skyndisókn og Jóhann var við að komast einn í gegn.
Síðari hálfleikur var með svipuðum hætti en eftir rúman klukkutíma komst Liverpool yfir. Trent Alexander-Arnold gaf fyrir frá hægri. Boltinn hrökk til Sadio Mané sem náði valdi á boltanum með laglegum hætti rétt við vítateiginn áður en hann þrykkti boltanum upp í þaknetið. Magnað mark hjá Senegalanum sem hefur verið heldur daufur í síðustu leikjum.
Ekkert benti sérstaklega til þess að heimamenn myndu jafna þó svo að þeir hafi barist vel og neitað að gefast upp. Nick Pope varði vel fast skot frá Trent og svo aftur frá Alex Oxlade-Chamberlain. Simon Mignolet varði skalla frá Sam Vokes og sigurinn virtist á leið í höfn þar til Joe Gomez svaf á verðinum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Boltann var skallaður fyrir markið og Jóhann Berg fylgdi vel á eftir við fjarstöngina og skallaði boltann í markið. Áfall fyrir Liverpool og allt stefndi í jafntefli. En það var ekki allt búið!
Þegar komið var fram í viðbótartíma braust Emre Can fram völlinn. Brotið var á honum og dæmd aukaspyrna. Alex sendi fyrir markið, Dejan Lovren náði af harðfylgi að skalla til baka og Ragnar Klavan henti sér fram við marklínuna og stangaði boltann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Liverpool, fyrir aftan markið gengu af göflunum af fögnuði yfir þessu síðbúna sigurmarki.
Vel gert hjá Liverpool að ná þremur stigum úr þessum erfiða leik. Burnley er með sterkt lið en leikmenn Liverpool herjuðu fram sigur á magnaðan hátt sem framkallaði nýársgleði hjá Rauða hernum!
Burnley: Pope, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Arfield (Wells 86. mín.), Cork, Hendrick (Vokes 71. mín.), Defour, Jóhann Berg Guðmundsson og Barnes. Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Lawton, Westwood, Walters og Long.
Mark Burnley: Jóhann Berg Guðmundsson (87. mín.).
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Klavan, Lovren, Gomez, Can, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain (Matip 90. mín.), Lallana (Milner 86. mín.), Solanke og Mane (Firmino 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Robertson, Ings og Woodburn.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (61. mín.) og Ragnar Klavan (90. mín.).
Áhorfendur á Turf Moor: 21.756.
Maður leiksins: Ragnar Klavan. Það er ekki annað hægt en að velja Ragnar eftir að hann skoraði sigurmark leiksins á síðustu stundu. Þar fyrir utan stóð hann sig stórvel í vörninni líkt og síðustu vikurnar.
Jürgen Klopp: Við verðskulduðum stigin þrjú en við hefðum alveg sætt okkur við jafntefli. Ef við hefðum ekki náð að skora sigurmarkið þá hefði Burnley verðskuldað jafntefli. Þetta var opin leikur.
- Liverpool vann fyrsta leik sinn á því Herrans ári 2018.
- Sadio Mané skoraði fyrsta mark ársins fyrir Liverpool. Þetta var áttunda mark hans á leiktíðinni.
- Ragnar Klavan skoraði fyrsta mark sitt á þessari leiktíð.
- Leikmaður frá Eistlandi hefur ekki áður skorað mark í efstu deild á Englandi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Líkt og síðustu vikur voru gerðar nokkrar breytingar á byrjunarliði Liverpool og voru bæði Philippe Coutinho og Mohamed Salah frá en báðir voru sagðir meiddir. Dominic Solanke leiddi sóknina og Adam Lallana kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn á leiktíðinni.
Þær breytingar sem Jürgen Klopp hefur verið að gera milli leikja virðast hafa virkað á þann hátt að leikmenn hafa fengið hvíld þannig að liðið hefur haldið sínu strki þó leikjaálagið hafi verið mikið.
Það var grenjandi rigning í Burnley og völlurinn rennlautur og erfiður yfirferðar. Að auki var kalt í veðri þannig að aðstæður reyndu vel á leikmenn liðanna. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Liverpool var meira með boltann en fá opin færi sköpuðust ef þá nokkurt sem hægt er að nefna því marki. Líklega var magnaðasta atvik fyrir hlé þegar Adam Lallana náði að elta Jóhann Berg Guðmundsson uppi og náði boltanum með frábærri tæklingu eftir að Burnley komst í skyndisókn og Jóhann var við að komast einn í gegn.
Síðari hálfleikur var með svipuðum hætti en eftir rúman klukkutíma komst Liverpool yfir. Trent Alexander-Arnold gaf fyrir frá hægri. Boltinn hrökk til Sadio Mané sem náði valdi á boltanum með laglegum hætti rétt við vítateiginn áður en hann þrykkti boltanum upp í þaknetið. Magnað mark hjá Senegalanum sem hefur verið heldur daufur í síðustu leikjum.
Ekkert benti sérstaklega til þess að heimamenn myndu jafna þó svo að þeir hafi barist vel og neitað að gefast upp. Nick Pope varði vel fast skot frá Trent og svo aftur frá Alex Oxlade-Chamberlain. Simon Mignolet varði skalla frá Sam Vokes og sigurinn virtist á leið í höfn þar til Joe Gomez svaf á verðinum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Boltann var skallaður fyrir markið og Jóhann Berg fylgdi vel á eftir við fjarstöngina og skallaði boltann í markið. Áfall fyrir Liverpool og allt stefndi í jafntefli. En það var ekki allt búið!
Þegar komið var fram í viðbótartíma braust Emre Can fram völlinn. Brotið var á honum og dæmd aukaspyrna. Alex sendi fyrir markið, Dejan Lovren náði af harðfylgi að skalla til baka og Ragnar Klavan henti sér fram við marklínuna og stangaði boltann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Liverpool, fyrir aftan markið gengu af göflunum af fögnuði yfir þessu síðbúna sigurmarki.
Vel gert hjá Liverpool að ná þremur stigum úr þessum erfiða leik. Burnley er með sterkt lið en leikmenn Liverpool herjuðu fram sigur á magnaðan hátt sem framkallaði nýársgleði hjá Rauða hernum!
Burnley: Pope, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Arfield (Wells 86. mín.), Cork, Hendrick (Vokes 71. mín.), Defour, Jóhann Berg Guðmundsson og Barnes. Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Lawton, Westwood, Walters og Long.
Mark Burnley: Jóhann Berg Guðmundsson (87. mín.).
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Klavan, Lovren, Gomez, Can, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain (Matip 90. mín.), Lallana (Milner 86. mín.), Solanke og Mane (Firmino 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Robertson, Ings og Woodburn.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (61. mín.) og Ragnar Klavan (90. mín.).
Áhorfendur á Turf Moor: 21.756.
Maður leiksins: Ragnar Klavan. Það er ekki annað hægt en að velja Ragnar eftir að hann skoraði sigurmark leiksins á síðustu stundu. Þar fyrir utan stóð hann sig stórvel í vörninni líkt og síðustu vikurnar.
Jürgen Klopp: Við verðskulduðum stigin þrjú en við hefðum alveg sætt okkur við jafntefli. Ef við hefðum ekki náð að skora sigurmarkið þá hefði Burnley verðskuldað jafntefli. Þetta var opin leikur.
Fróðleikur
- Liverpool vann fyrsta leik sinn á því Herrans ári 2018.
- Sadio Mané skoraði fyrsta mark ársins fyrir Liverpool. Þetta var áttunda mark hans á leiktíðinni.
- Ragnar Klavan skoraði fyrsta mark sitt á þessari leiktíð.
- Leikmaður frá Eistlandi hefur ekki áður skorað mark í efstu deild á Englandi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan