| Sf. Gutt
Þriðja umferð Ensku bikarkeppninnar hefst með Mersybakkaslag. Stórleikur ef hægt að er kalla einhvern leik því nafni! Í það minnsta stórleikur þessa nýja árs hingað til!
Þessi leikur er, að mínu mati, einn sá mikilvægasti á leiktíðinni. Liverpool er í baráttu um efstu fjögur sætin í Úrvalsdeildinni og komið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Liðið er úr Deildarbikarnum og því er það óhemju mikilvægt að Liverpool komist sem lengst í FA bikarnum sem vannst síðast 2006. Kannski er þetta eina keppnin sem Liverpool gæti unnið á þessari leiktíð og það er löngu kominn tími til að vinna bikar eða titil af einhverju tagi. Það eru að vera sex ár liðin frá því Deildarbikarinn vannst. Úr þessu verður að bæta og til að geta unnið FA bikarinn þarf að komast yfir fyrstu hindrunina og sú fyrsta gat ekki verið mikið erfiðari.
Liverpool liðin leiddu saman hesta sína á sama stað fyrir tæpum mánuði og þá náðu Bláliðar jöfnu eftir að hafa náð einni marktilraun sem kalla mátti því nafni. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum frá upphafi til enda en það dugði ekki til. Þá skoraði Mohamed Salah glæsilegt mark sem ekki dugði en nú er hann úr leik vegna meiðsla. Það sama má segja um Philippe Coutinho. Hvorugur lék í sigurleiknum á móti Burnley á fyrsta degi ársins en sumir hafa kannski efasemdir um hvort Philippe er raunverulega meiddur í ljósi meints áhuga Barcelona á honum. Það er ómögulegt að segja til um hvort hann verður ennþá leikmaður Liverpool þegar þessum fyrsta mánuði ársins lýkur. Fjarvera þessara tveggja er slæm en ekki tjáir að tauta um það.
Allir leikir Liverpool og Everton eru erfiðir fyrirfram hvernig sem þeir þróast svo þegar á hólminn er komið. Liverpool er með betra lið en Everton en eins og kom í ljós í síðasta mánuði þá er það ekki trygging fyrir sigri. Það ætti að gefa Everton, sem hefur spilað betur síðasta mánuðinn eftir stjóraskiptin en framan af leiktíð, byr undir báða vængi að tveir bestu leikmenn Liverpool geta ekki spilað. Liverpool hefur þó aðra sterka menn til taks því breiddin í leikmannhópnum er meiri en var. Ég vona að allir þeir bestu sem tiltækir eru verði notaðir og neita að trúa öðru en að Liverpool sendi sitt besta lið til leiks. Fyrir hefur komið að menn hafa verið hvíldir í bikarleikjum en það má ekki að þessu sinni. Það er of mikið undir! Reyndar hefur verið gefið upp að Simon Mignolet verði hvíldur en það er ekki mikill getumunur á honum og Loris Karius þannig að það ætti ekki að veikja liðið þó Þjóðverjinn verji markið. Virgil van Dijk verður löglegur og það er spurning hvort hann verður settur í vörnina en hann hefur ekki spilað síðustu vikur. En hvernig sem stillt verður upp þá verður þessi leikur verður að vinnast og það má ekki bregðast að Rauðliðar fagni sigri!
Ég spái því að Liverpool standi undir nafni, taki fyrsta skrefið í átt að Wembley og vinni Everton annað kvöld. Liverpool vinnur 2:0 með mörkum þeirra Roberto Firmino og Sadio Mané.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Þriðja umferð Ensku bikarkeppninnar hefst með Mersybakkaslag. Stórleikur ef hægt að er kalla einhvern leik því nafni! Í það minnsta stórleikur þessa nýja árs hingað til!
Þessi leikur er, að mínu mati, einn sá mikilvægasti á leiktíðinni. Liverpool er í baráttu um efstu fjögur sætin í Úrvalsdeildinni og komið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Liðið er úr Deildarbikarnum og því er það óhemju mikilvægt að Liverpool komist sem lengst í FA bikarnum sem vannst síðast 2006. Kannski er þetta eina keppnin sem Liverpool gæti unnið á þessari leiktíð og það er löngu kominn tími til að vinna bikar eða titil af einhverju tagi. Það eru að vera sex ár liðin frá því Deildarbikarinn vannst. Úr þessu verður að bæta og til að geta unnið FA bikarinn þarf að komast yfir fyrstu hindrunina og sú fyrsta gat ekki verið mikið erfiðari.
Liverpool liðin leiddu saman hesta sína á sama stað fyrir tæpum mánuði og þá náðu Bláliðar jöfnu eftir að hafa náð einni marktilraun sem kalla mátti því nafni. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum frá upphafi til enda en það dugði ekki til. Þá skoraði Mohamed Salah glæsilegt mark sem ekki dugði en nú er hann úr leik vegna meiðsla. Það sama má segja um Philippe Coutinho. Hvorugur lék í sigurleiknum á móti Burnley á fyrsta degi ársins en sumir hafa kannski efasemdir um hvort Philippe er raunverulega meiddur í ljósi meints áhuga Barcelona á honum. Það er ómögulegt að segja til um hvort hann verður ennþá leikmaður Liverpool þegar þessum fyrsta mánuði ársins lýkur. Fjarvera þessara tveggja er slæm en ekki tjáir að tauta um það.
Allir leikir Liverpool og Everton eru erfiðir fyrirfram hvernig sem þeir þróast svo þegar á hólminn er komið. Liverpool er með betra lið en Everton en eins og kom í ljós í síðasta mánuði þá er það ekki trygging fyrir sigri. Það ætti að gefa Everton, sem hefur spilað betur síðasta mánuðinn eftir stjóraskiptin en framan af leiktíð, byr undir báða vængi að tveir bestu leikmenn Liverpool geta ekki spilað. Liverpool hefur þó aðra sterka menn til taks því breiddin í leikmannhópnum er meiri en var. Ég vona að allir þeir bestu sem tiltækir eru verði notaðir og neita að trúa öðru en að Liverpool sendi sitt besta lið til leiks. Fyrir hefur komið að menn hafa verið hvíldir í bikarleikjum en það má ekki að þessu sinni. Það er of mikið undir! Reyndar hefur verið gefið upp að Simon Mignolet verði hvíldur en það er ekki mikill getumunur á honum og Loris Karius þannig að það ætti ekki að veikja liðið þó Þjóðverjinn verji markið. Virgil van Dijk verður löglegur og það er spurning hvort hann verður settur í vörnina en hann hefur ekki spilað síðustu vikur. En hvernig sem stillt verður upp þá verður þessi leikur verður að vinnast og það má ekki bregðast að Rauðliðar fagni sigri!
Ég spái því að Liverpool standi undir nafni, taki fyrsta skrefið í átt að Wembley og vinni Everton annað kvöld. Liverpool vinnur 2:0 með mörkum þeirra Roberto Firmino og Sadio Mané.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan