| Sf. Gutt
Liverpool og Everton mætast í FA bikarnum á Anfield í kvöld. Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, segir að stefnan sé að tefla fram sterku liði og komast áfram í keppninni og helst vinna hana!
,,Liðsuppstillingin okkar mun sýna að við berum virðingu fyrir FA bikarnum. Einhverjir telja að ég beri ekki virðingu fyrir bikarkeppnunum en það er einfaldlega ekki rétt. Við þurfum bara kannski að láta þá virðingu sjást betur!"
Líklega á Jürgen við að virðingin þurfi að endursplegast í liðsuppstillingunni.
,,Þetta er mikið tækifæri, við erum einbeittir og viljum komast áfram. Mikilvægið í þessu öllu fer ekkert á milli mála. En mótherjarnir hafa svipuð markmið og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það er svolítil óvirðing falin i því að tala um að vinna eitthvað áður en leikurinn hefst. Við vitum að leikurinn verður erfiður en hann verður það líka fyrir Everton. Kannski skiptir einmitt það mestu máli. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast í næstu umferð og það er það eina sem við erum að hugsa um!"
Það þarf að taka eitt skref í einu ef vinna á einhverja keppni. Liverpool getur tekið fyrsta skrefið að níunda sigrinu sínum í FA bikarnum í kvöld!
TIL BAKA
Ætlum okkur áfram!

Liverpool og Everton mætast í FA bikarnum á Anfield í kvöld. Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, segir að stefnan sé að tefla fram sterku liði og komast áfram í keppninni og helst vinna hana!
,,Liðsuppstillingin okkar mun sýna að við berum virðingu fyrir FA bikarnum. Einhverjir telja að ég beri ekki virðingu fyrir bikarkeppnunum en það er einfaldlega ekki rétt. Við þurfum bara kannski að láta þá virðingu sjást betur!"
Líklega á Jürgen við að virðingin þurfi að endursplegast í liðsuppstillingunni.
,,Þetta er mikið tækifæri, við erum einbeittir og viljum komast áfram. Mikilvægið í þessu öllu fer ekkert á milli mála. En mótherjarnir hafa svipuð markmið og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það er svolítil óvirðing falin i því að tala um að vinna eitthvað áður en leikurinn hefst. Við vitum að leikurinn verður erfiður en hann verður það líka fyrir Everton. Kannski skiptir einmitt það mestu máli. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast í næstu umferð og það er það eina sem við erum að hugsa um!"
Það þarf að taka eitt skref í einu ef vinna á einhverja keppni. Liverpool getur tekið fyrsta skrefið að níunda sigrinu sínum í FA bikarnum í kvöld!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan