| Sf. Gutt
Ferill Virgil van Dijk hjá Liverpool hefði ekki getað byrjað betur. Í kvöld skoraði hann sigurmark Liverpool 2:1 á móti Everton á Anfield Road og það sem mestu skipti að markið kom Liverpool áfram í FA bikarnum. Draumabyrjun hjá Hollendingnum og frábær sigur hjá Liverpool. Það gerist ekki betra!
Jürgen Klopp tefldi fram sínu sterkasta liði eins og hann hefði sagt fyrir leikinn. Reyndar varði Loris Karius markið en það er ekki mikill getumunur á honum og Simon Mignolet þannig að liðið var eins sterkt og hægt var. Vitað var að þeir Philippe Coutinho og Mohamed Salah voru meiddir þannig að ekkert var að segja við fjarveru þeirra. Stærstu fréttirnar voru þó að hinn rándýri Virgil Van Dijk var í byrjunarliðinu.
Liverpool var eins og í deildarleiknum í síðasta mánuði með yfirhöndina frá byrjun en Everton var þó heldur sókndjarfara en þá enda lá liðið gersamlega í vörn frá upphafi til enda í leiknum fyrir jólin. Hvorugt liðið hafði skapað sér færi þar til Liverpool fékk vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum. Einn leikmanna Everton hafði hendur á Adam Lallana þegar hann var kominn inn í vítateiginn og dómarinn dæmdi víti. Ódýrt en stuðningsmönnum Liverpool fannst það líka um víti Everton í síðasta leik liðanna. James Milner tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Rauðliðar fögnuðu vel og höfðu þessa forystu þegar flautað var til leikhlés.
Fyrir utan vítið var helsta umræðuefnið í hálfleik að Holgat skyldi ekki fá spjald fyrir að hrinda Roberto Firmino upp í stúku. Ótrúlega gróf bakhrinding sem hefði getað slasað Roberto og áhorfendur.
Liverpool herti tökin í byrjaði síðari hálfleiks og Joe Gomez hefði átt að gera betur eftir horn á 54. mínútu þegar hann fékk skallafæri einn og yfirgefinn. En skallinn var laus og skapaði ekki hættu. Um tveimur mínútum seinna slapp Adam einn í gegn en hann skaut slöku við vítateginn sem var hættulaust. Þremur mínútum seinna átti Liverpool harða sókn. Andrew Robertson lék á einn varnarmann og þrumaði svo að marki en Jordan Pickford varði. Færið var þröngt en vel gert hjá Skotanum sem átti frábæran leik.
Liverpool hafði ekki náð öðru marki og það kom í bakið á 67. mínútu. Everton náði skyndisókn eftir horn Liverpool. Miðvörðurinn Phil Jagielka var orðinn fremsti maður og lagði boltann út á Gylfa Þór Sigurðsson sem skoraði með nákvæmu skoti rétt utan vítateigsins. Staðan orðin jöfn gegn gangi leiksins.
En þegar sex mínútur voru eftir kom draumaandartak! Liverpool fékk horn frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain tók hornið inn á markteiginn og þar stökk Virgil van Dijk manna hæst og skallaði í markið. Allt sprakk af fögnuði á Anfield hjá Rauðliðum! Draumaandartak fyrir alla og þá aðallega Hollendinginn sem spilaði stórvel fyrir utan að skora þetta ótrúlega mikilvæga mark. Þó Virgil hafi kostað metfé þá er fyrsta markið hans gulls ígildi!
Sanngjörnum sigri Liverpool var ekki ógnað og það gerist ekki betra en að vinna Everton. Það hefði ekki verið sanngjarnt að Everton hefði aftur náð jöfnu á Anfield eins og í síðasta mánuði. Vonandi verður sigurinn sá fyrsti af fleirum sem koma Liverpool alla leið í keppninni!
Liverpool: Karius, Gomez (Alexander-Arnold 77. mín.), Van Dijk, Matip, Robertson, Milner (Solanke 77. mín.), Can, Oxlade-Chamberlain, Lallana (Wijnaldum 70. mín.), Mane og Firmino. Ónótaðir varamenn: Ward, Klavan, Lovren og Ings.
Mörk Liverpool: James Milner, víti, (35. mín.) og Virgil van Dijk (84. mín.).
Gult spjald: Dominic Solanke.
Everton: Pickford, Kenny, Jagielka, Holgate, Martina, Schneiderlin, McCarthy (Davis 86. mín.), Rooney (Lookman 52. mín.), Bolasie, Gylfi Þór Sigurðsson og Calvert-Lewin (Niasse 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Robles, Williams, Vlasic og Baningime.
Mark Everton: Gylfi Þór Sigurðsson (67. mín.).
Gul spjöld: Wayne Rooney og James McCarthy.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.513.
Maður leiksins: Virgil van Dijk. Draumafrumraun hjá Hollendingnum. Hann var frábær í vörninni og skoraði svo mark sem verður lengi í minnum haft hjá honum og stuðningsmönnum Liverpool! Það gerist ekki betra í sínum fyrsta leik!
Jürgen Klopp: Þessar 95 mínútur voru nú ekki upp á það besta en það vantaði ekkert upp á baráttuna. Ég er eftur og enn ánægður með það viðhorf sem við sýndum til leiksins sem var erfiður. En það var ekki boðið upp á neinn glæsileik í kvöld. Það var gaman að Virgil van Dijk skyldi skora í sínum fyrsta leik. Þetta var frábær skalli. Það var enn betra að hann skyldi skora fyrir framan Kop stúkuna.
- Þetta var 230. leikur grannliðanna í Liverpool borg.
- Þatta var í 18. sinn sem liðin hafa dregist saman í FA bikarnum. Liverpool hefur haft betur í 11 skipti.
- James Milner og Virgil van Dijk skoruðu báðir í fyrsta sinn í leiktíðinni.
- Virgil komst í flokk þeirra sem hafa skorað í sínum fyrsta leik með Liverpool og það í grannaslag gegn Everton.
- Virgil varð annar maðurinn í sögunni til að skora gegn Everton í frumraun sinni fyrir félagið.
- Sadio Mané lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 21 mark.
- Liverpool hefur nú leikið 16 leiki í röð gegn Everton án þess að tapa og það er nýtt met!
- Liverpool hefur ekki enn tapað fyrir Everton á Anfield Road á öldinni.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool vinnur Everton í FA bikarnum á Anfield Road.
- Liðin höfðu áður spilað fjórum sinnum á Anfield í keppninni og alltaf skilið jöfn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp af vefsíðu BBC.
TIL BAKA
Virgil van Dijk tryggði sigur á Everton!
Ferill Virgil van Dijk hjá Liverpool hefði ekki getað byrjað betur. Í kvöld skoraði hann sigurmark Liverpool 2:1 á móti Everton á Anfield Road og það sem mestu skipti að markið kom Liverpool áfram í FA bikarnum. Draumabyrjun hjá Hollendingnum og frábær sigur hjá Liverpool. Það gerist ekki betra!
Jürgen Klopp tefldi fram sínu sterkasta liði eins og hann hefði sagt fyrir leikinn. Reyndar varði Loris Karius markið en það er ekki mikill getumunur á honum og Simon Mignolet þannig að liðið var eins sterkt og hægt var. Vitað var að þeir Philippe Coutinho og Mohamed Salah voru meiddir þannig að ekkert var að segja við fjarveru þeirra. Stærstu fréttirnar voru þó að hinn rándýri Virgil Van Dijk var í byrjunarliðinu.
Liverpool var eins og í deildarleiknum í síðasta mánuði með yfirhöndina frá byrjun en Everton var þó heldur sókndjarfara en þá enda lá liðið gersamlega í vörn frá upphafi til enda í leiknum fyrir jólin. Hvorugt liðið hafði skapað sér færi þar til Liverpool fékk vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum. Einn leikmanna Everton hafði hendur á Adam Lallana þegar hann var kominn inn í vítateiginn og dómarinn dæmdi víti. Ódýrt en stuðningsmönnum Liverpool fannst það líka um víti Everton í síðasta leik liðanna. James Milner tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Rauðliðar fögnuðu vel og höfðu þessa forystu þegar flautað var til leikhlés.
Fyrir utan vítið var helsta umræðuefnið í hálfleik að Holgat skyldi ekki fá spjald fyrir að hrinda Roberto Firmino upp í stúku. Ótrúlega gróf bakhrinding sem hefði getað slasað Roberto og áhorfendur.
Liverpool herti tökin í byrjaði síðari hálfleiks og Joe Gomez hefði átt að gera betur eftir horn á 54. mínútu þegar hann fékk skallafæri einn og yfirgefinn. En skallinn var laus og skapaði ekki hættu. Um tveimur mínútum seinna slapp Adam einn í gegn en hann skaut slöku við vítateginn sem var hættulaust. Þremur mínútum seinna átti Liverpool harða sókn. Andrew Robertson lék á einn varnarmann og þrumaði svo að marki en Jordan Pickford varði. Færið var þröngt en vel gert hjá Skotanum sem átti frábæran leik.
Liverpool hafði ekki náð öðru marki og það kom í bakið á 67. mínútu. Everton náði skyndisókn eftir horn Liverpool. Miðvörðurinn Phil Jagielka var orðinn fremsti maður og lagði boltann út á Gylfa Þór Sigurðsson sem skoraði með nákvæmu skoti rétt utan vítateigsins. Staðan orðin jöfn gegn gangi leiksins.
En þegar sex mínútur voru eftir kom draumaandartak! Liverpool fékk horn frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain tók hornið inn á markteiginn og þar stökk Virgil van Dijk manna hæst og skallaði í markið. Allt sprakk af fögnuði á Anfield hjá Rauðliðum! Draumaandartak fyrir alla og þá aðallega Hollendinginn sem spilaði stórvel fyrir utan að skora þetta ótrúlega mikilvæga mark. Þó Virgil hafi kostað metfé þá er fyrsta markið hans gulls ígildi!
Sanngjörnum sigri Liverpool var ekki ógnað og það gerist ekki betra en að vinna Everton. Það hefði ekki verið sanngjarnt að Everton hefði aftur náð jöfnu á Anfield eins og í síðasta mánuði. Vonandi verður sigurinn sá fyrsti af fleirum sem koma Liverpool alla leið í keppninni!
Liverpool: Karius, Gomez (Alexander-Arnold 77. mín.), Van Dijk, Matip, Robertson, Milner (Solanke 77. mín.), Can, Oxlade-Chamberlain, Lallana (Wijnaldum 70. mín.), Mane og Firmino. Ónótaðir varamenn: Ward, Klavan, Lovren og Ings.
Mörk Liverpool: James Milner, víti, (35. mín.) og Virgil van Dijk (84. mín.).
Gult spjald: Dominic Solanke.
Everton: Pickford, Kenny, Jagielka, Holgate, Martina, Schneiderlin, McCarthy (Davis 86. mín.), Rooney (Lookman 52. mín.), Bolasie, Gylfi Þór Sigurðsson og Calvert-Lewin (Niasse 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Robles, Williams, Vlasic og Baningime.
Mark Everton: Gylfi Þór Sigurðsson (67. mín.).
Gul spjöld: Wayne Rooney og James McCarthy.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.513.
Maður leiksins: Virgil van Dijk. Draumafrumraun hjá Hollendingnum. Hann var frábær í vörninni og skoraði svo mark sem verður lengi í minnum haft hjá honum og stuðningsmönnum Liverpool! Það gerist ekki betra í sínum fyrsta leik!
Jürgen Klopp: Þessar 95 mínútur voru nú ekki upp á það besta en það vantaði ekkert upp á baráttuna. Ég er eftur og enn ánægður með það viðhorf sem við sýndum til leiksins sem var erfiður. En það var ekki boðið upp á neinn glæsileik í kvöld. Það var gaman að Virgil van Dijk skyldi skora í sínum fyrsta leik. Þetta var frábær skalli. Það var enn betra að hann skyldi skora fyrir framan Kop stúkuna.
Fróðleikur
- Þetta var 230. leikur grannliðanna í Liverpool borg.
- Þatta var í 18. sinn sem liðin hafa dregist saman í FA bikarnum. Liverpool hefur haft betur í 11 skipti.
- James Milner og Virgil van Dijk skoruðu báðir í fyrsta sinn í leiktíðinni.
- Virgil komst í flokk þeirra sem hafa skorað í sínum fyrsta leik með Liverpool og það í grannaslag gegn Everton.
- Virgil varð annar maðurinn í sögunni til að skora gegn Everton í frumraun sinni fyrir félagið.
- Sadio Mané lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 21 mark.
- Liverpool hefur nú leikið 16 leiki í röð gegn Everton án þess að tapa og það er nýtt met!
- Liverpool hefur ekki enn tapað fyrir Everton á Anfield Road á öldinni.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool vinnur Everton í FA bikarnum á Anfield Road.
- Liðin höfðu áður spilað fjórum sinnum á Anfield í keppninni og alltaf skilið jöfn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan