| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Frábær sigur á City
Okkar menn urðu fyrstir til að leggja Manchester City af velli í úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar 4-3 sigur vannst í stórskemmtilegum leik.
Sunnudagurinn byrjaði kannski ekki svo vel fyrir okkur stuðningsmenn því snemma kvisuðust út þær fréttir að Virgil van Dijk væri meiddur og gæti ekki spilað. Þær fréttir reyndust réttar þegar liðsuppstilling Klopp var birt því Joel Matip og Dejan Lovren voru saman í miðvarðastöðunum. Annars var byrjunarliðið eins sterkt og á var kosið þrátt fyrir meiðsli fyrirliðans en í bakvarðastöðum voru þeir Robertson og Gomez, á miðjunni þeir Can, Wijnaldum og Oxlade-Chamberlain og frammi Salah, Mané og Firmino. Það kom einhverjum á óvart að Loris Karius skyldi byrja í markinu en Klopp heldur áfram að rótera markvörðum sínum og Karius átti klárlega tilkall til sætis í liðinu. Hjá gestunum var það sama uppá teningnum en þeir voru þó án síns fyrirliða einnig og David Silva sat á bekknum. Spánverjinn hefur því miður lítið æft undanfarið þar sem nýfætt barn fæddist löngu fyrir tímann og berst fyrir lífi sínu. Vonandi fer það þó alltsaman vel að lokum.
Í upphafi var fyrrum markmanns Liverpool, Tommy Lawrence, minnst með lófaklappi en hann lést í vikunni. Þegar leikurinn byrjaði þurftu stuðningsmenn Liverpool svo ekki að bíða lengi eftir því að geta klappað fyrir fyrsta markinu í leiknum. Karius sparkaði langt fram úr vítateig sínum og Firmino og Mané börðust um boltann við City menn. Það endaði með því að Oxlade-Chamberlain tók boltann niður, tók á rás í átt að marki og varnarmenn City lokuðu ekki á hann. Hann lék upp að vítateig og þrumaði boltanum svo í fjærhornið ! Frábær byrjun á leiknum og allir í stuði á Anfield. Á 19. mínútu fengu City svo sitt fyrsta markverða færi þegar De Bruyne sendi fyrir markið frá hægri og Aguero var ekki langt frá því að setja tána í boltann. Hann var reyndar rangstæður en línuvörðurinn lyfti reyndar ekki flaggi sínu. Eftir þetta var leikurinn frekar jafn, næsta færi var heimamanna þegar Firmino átti skalla framhjá eftir sendingu frá Oxlade-Chamberlain. Undir lok fyrri hálfleiks kom svo jöfnunarmark City. Sané fékk háa sendingu út til vinstri þar sem Gomez misreiknaði boltann þegar hann reyndi að hoppa upp og skalla. Sané lék inní teiginn og þrumaði á nærstöngina þar sem Karius kom engum vörnum við. Sennilega hefði Þjóðverjinn átt að gera betur þarna en upphaflega var það nú Gomez sem fór illa að ráði sínu. En hvað um það, City búnir að jafna og þannig var staðan í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst svo fjörlega og gestirnir voru nálægt því að skora snemma. Skyndisókn endaði með því að Matip komst fyrir skot Aguero og boltinn fór aftur fyrir endamörk. Hornspyrnan var tekin og þar skallaði varnarmaðurinn Otamendi í þverslána. Á 59. mínútu opnuðust svo flóðgáttirnar hjá Liverpool. Boltinn vannst á eigin vallarhelmingi og Oxlade-Chamberlain sendi innfyrir á Firmino sem var í kapphlaupi við John Stones. Firmino vann þá baráttu og var kominn einn gegn Ederson markverði. Hann vippaði boltanum skemmtilega yfir hann og þaðan í stöngina og inn, glæsilega gert hjá Firmino og staðan orðin 2-1. Firmino fór úr treyjunni og uppskar að sjálfsögðu gult spjald fyrir en hverjum er ekki sama um það. City menn tóku miðju og sendu boltann til varnarmanna. Þeir voru pressaðir stíft af fremstu mönnum Liverpool og Mané komst inní slaka sendingu til baka, lék aðeins nær marki og þrumaði svo í stöngina. City menn vissu á þessum tíma varla hvort þeir væru að koma eða fara og heimamenn létu þá ekkert í friði með boltann. Markspyrna var tekin og City menn reyndu að koma boltanum fram völlinn. Það endaði hinsvegar með því að Salah vann boltann og sendi til vinstri á Mané sem brást ekki bogalistin að þessu sinni og þrumaði boltanum uppí samskeytin ! Staðan orðin 3-1 og á ca. þrem mínútum voru komin tvö mörk og eitt dauðafæri. Veislan var þó ekki búin og aðeins sjö mínútum seinna var fjórða markið komið. Sem fyrr fengu City menn engan tíma með boltann og Wijnaldum vann hann á sínum vallarhelmingi. Hann vippaði boltanum skemmtilega á Salah sem reyndi fasta sendingu innfyrir en Ederson kom út úr markinu og hreinsaði frá. Það tókst þó ekki betur til en svo að Salah tók við boltanum og sendi hann rakleiðis í markið. 4-1 og meistaraefnin í City gjörsamlega í ruglinu og ef það væri þak á Anfield væri það löngu farið því svo mikil voru fagnaðarlætin.
Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins, eins og gefur að skilja gátu leikmenn Liverpool aðeins leyft sér að anda eftir stanslausa pressu og hlaup út um allan völl. En hættan var ekki liðin hjá og City menn, sem hafa verið duglegir að skora mörk á lokamínútum leikja á tímabilinu voru ekki alveg hættir. Á 84. mínútu komust þeir í góða stöðu þegar Gündogan komst inní teiginn. Hann reyndi skot en Gomez komst fyrir það, því miður hrökk boltinn til Bernardo Silva sem átti auðvelt verk fyrir höndum og hann skaut boltanum í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru aðeins orðnir taugaóstyrkir þarna því liðið kann alveg að tapa niður góðri forystu. Taugaóstyrkurinn varð svo alveg við þolmörk þegar Gundogan minnkaði muninn í 4-3 í uppbótartíma. Ætlaði Liverpool enn og aftur að missa unnin leik niður í jafntefli ? City menn voru alls ekki hættir og fengu aukaspyrnu við vítateiginn hægra megin skömmu síðar, rétt á undan því reyndar hafði Agüero þrumað að marki fyrir utan teig en skotið fór framhjá. Stuðningsmenn Liverpool voru allir búnir að naga neglur sínar niður í kviku þegar De Bruyne sendi fyrir markið, beint á kollinn á Agüero sem skallaði rétt framhjá ! Línuvörðurinn lyfti svo flaggi sínu þannig að ef Argentínumaðurinn hefði skorað hefði það mark aldrei fengið að standa. Skömmu síðar var svo flautað til leiksloka og stórkostlegur sigur staðreynd í hreint út sagt ótrúlegum leik.
Liverpool: Karius, Gomez, Matip, Lovren, Robertson, Can (Milner, 79. mín.), Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Mané (Klavan, 90. mín.), Salah (Lallana, 88. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Alexander-Arnold, Ings, Solanke.
Mörk Liverpool: Alex Oxlade-Chamberlain (9. mín.), Roberto Firmino (59. mín.), Sadio Mané (61. mín.) og Mohamed Salah (68. mín.).
Gul spjöld: Firmino og Milner.
Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Otamendi, Delph (Danilo, 31. mín.), De Bruyne, Fernandinho, Gündogan, Sterling (Bernardo Silva, 71. mín.), Agüero, Sané. Ónotaðir varamenn: Bravo, Mangala, D. Silva, Zinchenko, Diaz.
Mörk Manchester City: Leroy Sané (40. mín.), Bernarndo Silva (84. mín.) og Ilkay Gündogan (90. mín.).
Gul spjöld: Otamendi, Fernandinho, Sterling.
Áhorfendur á Anfield: 53.285.
Maður leiksins: Ég ætla ekki að taka neinn einn leikmann út þar sem allt liðið hreinlega spilaði frábærlega. Robertson var með markahæsta mann City, Raheem Sterling, í vasanum allann leikinn. Oxlade-Chamberlain og skoraði flott mark og setti tóninn, Emre Can pressaði út um allan völl og fremstu þrír skoruðu allir glæsileg mörk. Frábær leikur í alla staði hjá Klopp og hans mönnum.
Jürgen Klopp: ,,Það er hægt að horfa á þennan leik sem knattspyrnustjóri eða sem knattspyrnu unnandi og ég vel seinni kostinn frekar, VÁ ! Þvílíkur leikur tveggja liða með allt í botni. Þetta var sögulegur leikur sem vonandi verður minnst eftir 20 ár því ég held að City tapi varla leik aftur á þessu ári. Fólk um allan heim horfði á þennan leik og þetta er einmitt ástæðan, menn tóku hjarta sitt, settu það út á völlinn og spiluðu frábæra knattspyrnu, bæði lið að sjálfsögðu."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa skorað 85 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og er það aðeins sjö mörkum minna en allt síðasta tímabil.
- Mohamed Salah skoraði sitt 18. deildarmark, hann hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum og átt sjö stoðsendingar í aðeins 30 leikjum fyrir félagið.
- Roberto Firmino skoraði sitt 10. deildarmark og 17. alls á leiktíðinni. Hann hefur ekki skorað fleiri mörk á einni leiktíð allan sinn feril til þessa.
- Sadio Mané skoraði sitt 6. deildarmark og það 9. í öllum keppnum.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt 3. deildarmark og það fjórða í öllum keppnum.
- Liverpool sitja nú í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, jafnmörg og Chelsea og Manchester United sem eiga þó leik til góða.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Sunnudagurinn byrjaði kannski ekki svo vel fyrir okkur stuðningsmenn því snemma kvisuðust út þær fréttir að Virgil van Dijk væri meiddur og gæti ekki spilað. Þær fréttir reyndust réttar þegar liðsuppstilling Klopp var birt því Joel Matip og Dejan Lovren voru saman í miðvarðastöðunum. Annars var byrjunarliðið eins sterkt og á var kosið þrátt fyrir meiðsli fyrirliðans en í bakvarðastöðum voru þeir Robertson og Gomez, á miðjunni þeir Can, Wijnaldum og Oxlade-Chamberlain og frammi Salah, Mané og Firmino. Það kom einhverjum á óvart að Loris Karius skyldi byrja í markinu en Klopp heldur áfram að rótera markvörðum sínum og Karius átti klárlega tilkall til sætis í liðinu. Hjá gestunum var það sama uppá teningnum en þeir voru þó án síns fyrirliða einnig og David Silva sat á bekknum. Spánverjinn hefur því miður lítið æft undanfarið þar sem nýfætt barn fæddist löngu fyrir tímann og berst fyrir lífi sínu. Vonandi fer það þó alltsaman vel að lokum.
Í upphafi var fyrrum markmanns Liverpool, Tommy Lawrence, minnst með lófaklappi en hann lést í vikunni. Þegar leikurinn byrjaði þurftu stuðningsmenn Liverpool svo ekki að bíða lengi eftir því að geta klappað fyrir fyrsta markinu í leiknum. Karius sparkaði langt fram úr vítateig sínum og Firmino og Mané börðust um boltann við City menn. Það endaði með því að Oxlade-Chamberlain tók boltann niður, tók á rás í átt að marki og varnarmenn City lokuðu ekki á hann. Hann lék upp að vítateig og þrumaði boltanum svo í fjærhornið ! Frábær byrjun á leiknum og allir í stuði á Anfield. Á 19. mínútu fengu City svo sitt fyrsta markverða færi þegar De Bruyne sendi fyrir markið frá hægri og Aguero var ekki langt frá því að setja tána í boltann. Hann var reyndar rangstæður en línuvörðurinn lyfti reyndar ekki flaggi sínu. Eftir þetta var leikurinn frekar jafn, næsta færi var heimamanna þegar Firmino átti skalla framhjá eftir sendingu frá Oxlade-Chamberlain. Undir lok fyrri hálfleiks kom svo jöfnunarmark City. Sané fékk háa sendingu út til vinstri þar sem Gomez misreiknaði boltann þegar hann reyndi að hoppa upp og skalla. Sané lék inní teiginn og þrumaði á nærstöngina þar sem Karius kom engum vörnum við. Sennilega hefði Þjóðverjinn átt að gera betur þarna en upphaflega var það nú Gomez sem fór illa að ráði sínu. En hvað um það, City búnir að jafna og þannig var staðan í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst svo fjörlega og gestirnir voru nálægt því að skora snemma. Skyndisókn endaði með því að Matip komst fyrir skot Aguero og boltinn fór aftur fyrir endamörk. Hornspyrnan var tekin og þar skallaði varnarmaðurinn Otamendi í þverslána. Á 59. mínútu opnuðust svo flóðgáttirnar hjá Liverpool. Boltinn vannst á eigin vallarhelmingi og Oxlade-Chamberlain sendi innfyrir á Firmino sem var í kapphlaupi við John Stones. Firmino vann þá baráttu og var kominn einn gegn Ederson markverði. Hann vippaði boltanum skemmtilega yfir hann og þaðan í stöngina og inn, glæsilega gert hjá Firmino og staðan orðin 2-1. Firmino fór úr treyjunni og uppskar að sjálfsögðu gult spjald fyrir en hverjum er ekki sama um það. City menn tóku miðju og sendu boltann til varnarmanna. Þeir voru pressaðir stíft af fremstu mönnum Liverpool og Mané komst inní slaka sendingu til baka, lék aðeins nær marki og þrumaði svo í stöngina. City menn vissu á þessum tíma varla hvort þeir væru að koma eða fara og heimamenn létu þá ekkert í friði með boltann. Markspyrna var tekin og City menn reyndu að koma boltanum fram völlinn. Það endaði hinsvegar með því að Salah vann boltann og sendi til vinstri á Mané sem brást ekki bogalistin að þessu sinni og þrumaði boltanum uppí samskeytin ! Staðan orðin 3-1 og á ca. þrem mínútum voru komin tvö mörk og eitt dauðafæri. Veislan var þó ekki búin og aðeins sjö mínútum seinna var fjórða markið komið. Sem fyrr fengu City menn engan tíma með boltann og Wijnaldum vann hann á sínum vallarhelmingi. Hann vippaði boltanum skemmtilega á Salah sem reyndi fasta sendingu innfyrir en Ederson kom út úr markinu og hreinsaði frá. Það tókst þó ekki betur til en svo að Salah tók við boltanum og sendi hann rakleiðis í markið. 4-1 og meistaraefnin í City gjörsamlega í ruglinu og ef það væri þak á Anfield væri það löngu farið því svo mikil voru fagnaðarlætin.
Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins, eins og gefur að skilja gátu leikmenn Liverpool aðeins leyft sér að anda eftir stanslausa pressu og hlaup út um allan völl. En hættan var ekki liðin hjá og City menn, sem hafa verið duglegir að skora mörk á lokamínútum leikja á tímabilinu voru ekki alveg hættir. Á 84. mínútu komust þeir í góða stöðu þegar Gündogan komst inní teiginn. Hann reyndi skot en Gomez komst fyrir það, því miður hrökk boltinn til Bernardo Silva sem átti auðvelt verk fyrir höndum og hann skaut boltanum í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru aðeins orðnir taugaóstyrkir þarna því liðið kann alveg að tapa niður góðri forystu. Taugaóstyrkurinn varð svo alveg við þolmörk þegar Gundogan minnkaði muninn í 4-3 í uppbótartíma. Ætlaði Liverpool enn og aftur að missa unnin leik niður í jafntefli ? City menn voru alls ekki hættir og fengu aukaspyrnu við vítateiginn hægra megin skömmu síðar, rétt á undan því reyndar hafði Agüero þrumað að marki fyrir utan teig en skotið fór framhjá. Stuðningsmenn Liverpool voru allir búnir að naga neglur sínar niður í kviku þegar De Bruyne sendi fyrir markið, beint á kollinn á Agüero sem skallaði rétt framhjá ! Línuvörðurinn lyfti svo flaggi sínu þannig að ef Argentínumaðurinn hefði skorað hefði það mark aldrei fengið að standa. Skömmu síðar var svo flautað til leiksloka og stórkostlegur sigur staðreynd í hreint út sagt ótrúlegum leik.
Liverpool: Karius, Gomez, Matip, Lovren, Robertson, Can (Milner, 79. mín.), Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Mané (Klavan, 90. mín.), Salah (Lallana, 88. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Alexander-Arnold, Ings, Solanke.
Mörk Liverpool: Alex Oxlade-Chamberlain (9. mín.), Roberto Firmino (59. mín.), Sadio Mané (61. mín.) og Mohamed Salah (68. mín.).
Gul spjöld: Firmino og Milner.
Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Otamendi, Delph (Danilo, 31. mín.), De Bruyne, Fernandinho, Gündogan, Sterling (Bernardo Silva, 71. mín.), Agüero, Sané. Ónotaðir varamenn: Bravo, Mangala, D. Silva, Zinchenko, Diaz.
Mörk Manchester City: Leroy Sané (40. mín.), Bernarndo Silva (84. mín.) og Ilkay Gündogan (90. mín.).
Gul spjöld: Otamendi, Fernandinho, Sterling.
Áhorfendur á Anfield: 53.285.
Maður leiksins: Ég ætla ekki að taka neinn einn leikmann út þar sem allt liðið hreinlega spilaði frábærlega. Robertson var með markahæsta mann City, Raheem Sterling, í vasanum allann leikinn. Oxlade-Chamberlain og skoraði flott mark og setti tóninn, Emre Can pressaði út um allan völl og fremstu þrír skoruðu allir glæsileg mörk. Frábær leikur í alla staði hjá Klopp og hans mönnum.
Jürgen Klopp: ,,Það er hægt að horfa á þennan leik sem knattspyrnustjóri eða sem knattspyrnu unnandi og ég vel seinni kostinn frekar, VÁ ! Þvílíkur leikur tveggja liða með allt í botni. Þetta var sögulegur leikur sem vonandi verður minnst eftir 20 ár því ég held að City tapi varla leik aftur á þessu ári. Fólk um allan heim horfði á þennan leik og þetta er einmitt ástæðan, menn tóku hjarta sitt, settu það út á völlinn og spiluðu frábæra knattspyrnu, bæði lið að sjálfsögðu."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa skorað 85 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og er það aðeins sjö mörkum minna en allt síðasta tímabil.
- Mohamed Salah skoraði sitt 18. deildarmark, hann hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum og átt sjö stoðsendingar í aðeins 30 leikjum fyrir félagið.
- Roberto Firmino skoraði sitt 10. deildarmark og 17. alls á leiktíðinni. Hann hefur ekki skorað fleiri mörk á einni leiktíð allan sinn feril til þessa.
- Sadio Mané skoraði sitt 6. deildarmark og það 9. í öllum keppnum.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt 3. deildarmark og það fjórða í öllum keppnum.
- Liverpool sitja nú í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, jafnmörg og Chelsea og Manchester United sem eiga þó leik til góða.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan