| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap gegn botnliðinu
Eftir glæstan sigur á toppliðinu í síðasta leik skellti botnliðið Liverpool á Liberty Stadium í kvöld. Kannski fyrirsjáanlegt tap, svei mér þá. Týpískt fyrir okkar menn, því miður.
Það er í sjálfu sér ekki mikið um leikinn að segja. Við höfum séð svona frammistöðu áður hjá Liverpool, en gleymum því ekki að það hlaut að fara að koma að tapinu. Eftir 18 leiki í röð án taps er það samt ansi súrt að það skyldi vera lélegasta liðið í deildinni sem skellti okkar mönnum.
Það er ekki hægt að segja annað en að Klopp hafi stillt upp sterku liði í kvöld. Á samfélagsmiðlum hafa menn farið mikinn í að gagnrýna að Wijnaldum og Can hafi báðir verið inná, en ég veit satt að segja ekki alveg hverjir hefðu frekar átt að vera á miðjunni í kvöld. Lallana er ekki kominn á almennilegt skrið og Milner er ekkert endilega meira sexý á miðjunni en hinir tveir.
Fyrstu 40 mínútur leiksins var Liverpool mun betra liðið á vellinum, en færin voru ekkert sérstaklega mörg. Van Dijk átti ágætt skallafæri og Salah skaut rétt yfir úr fínu færi eftir 30 mínútna leik. 10 mínútum síðar var Van Dijk í tómu basli og gaf tvö horn í röð. Eftir seinna hornið skallaði hann beint á Alfie Mawson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fíneríis mark af 8 metra færi um það bil. 1-0 fyrir heimamenn.
Rétt í blálokin á fyrri hálfleiknum fékk Mané gott færi en klúðraði því ansi hressilega. Staðan 1-0 í hálfleik.
Eins og við var að búast lá Swansea ennþá aftar allan seinni hálfleikinn og það er varla að nokkur skapaður hlutur hafi gerst á vellinum. Danny Ings komst í ágætt færi á 75. mínútu, en Fabianski varði frá honum. Rétt í lokin var Firmino svo grátlega nálægt því að jafna leikinn þegar hann skallaði í stöngina.
Niðurstaðan 1-0 tap í ansi tilþrifalitlum leik af hálfu Liverpool.
Liverpool: Karius, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Can, Wijnaldum (Ings á 73. mínútu), Oxlade-Chamberlain (Lallana á 68. mín.), Firmino, Mané, Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Milner, TAA, Solanke, Klavan.
Maður leiksins: Er það nokkuð?
Jürgen Klopp: ,,Það getur alltaf gerst að maður tapi leikjum, maður verður að geta sætt sig við það af og til, en ég get engan veginn sætt mig við frammistöðu liðsins í kvöld. Swansea spilaði vel, en það var okkur að þakka. Við leyfðum þeim að líta vel út í kvöld. Það er ekki ásættanlegt. Menn geta talað um varnarmistök, en stærsta klúðrið í kvöld var fram á við. Við skoruðum ekkert mark og sköpuðum fá færi. Það er ekki gott. Við vorum auðvitað óheppnir líka, en þetta var ekki góð frammistaða."
-Þetta var 7. leikur Swansea og Liverpool á Liberty Stadium. Liverpool hefur einungis unnið tvisvar, í bæði skiptin mjög naumlega þannig að það er ekki hægt að segja að völlurinn hafi farið vel með okkur hingað til.
-Liverpool hafði spilað 18 leiki án taps fyrir þennan.
Það er í sjálfu sér ekki mikið um leikinn að segja. Við höfum séð svona frammistöðu áður hjá Liverpool, en gleymum því ekki að það hlaut að fara að koma að tapinu. Eftir 18 leiki í röð án taps er það samt ansi súrt að það skyldi vera lélegasta liðið í deildinni sem skellti okkar mönnum.
Það er ekki hægt að segja annað en að Klopp hafi stillt upp sterku liði í kvöld. Á samfélagsmiðlum hafa menn farið mikinn í að gagnrýna að Wijnaldum og Can hafi báðir verið inná, en ég veit satt að segja ekki alveg hverjir hefðu frekar átt að vera á miðjunni í kvöld. Lallana er ekki kominn á almennilegt skrið og Milner er ekkert endilega meira sexý á miðjunni en hinir tveir.
Fyrstu 40 mínútur leiksins var Liverpool mun betra liðið á vellinum, en færin voru ekkert sérstaklega mörg. Van Dijk átti ágætt skallafæri og Salah skaut rétt yfir úr fínu færi eftir 30 mínútna leik. 10 mínútum síðar var Van Dijk í tómu basli og gaf tvö horn í röð. Eftir seinna hornið skallaði hann beint á Alfie Mawson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fíneríis mark af 8 metra færi um það bil. 1-0 fyrir heimamenn.
Rétt í blálokin á fyrri hálfleiknum fékk Mané gott færi en klúðraði því ansi hressilega. Staðan 1-0 í hálfleik.
Eins og við var að búast lá Swansea ennþá aftar allan seinni hálfleikinn og það er varla að nokkur skapaður hlutur hafi gerst á vellinum. Danny Ings komst í ágætt færi á 75. mínútu, en Fabianski varði frá honum. Rétt í lokin var Firmino svo grátlega nálægt því að jafna leikinn þegar hann skallaði í stöngina.
Niðurstaðan 1-0 tap í ansi tilþrifalitlum leik af hálfu Liverpool.
Liverpool: Karius, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Can, Wijnaldum (Ings á 73. mínútu), Oxlade-Chamberlain (Lallana á 68. mín.), Firmino, Mané, Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Milner, TAA, Solanke, Klavan.
Maður leiksins: Er það nokkuð?
Jürgen Klopp: ,,Það getur alltaf gerst að maður tapi leikjum, maður verður að geta sætt sig við það af og til, en ég get engan veginn sætt mig við frammistöðu liðsins í kvöld. Swansea spilaði vel, en það var okkur að þakka. Við leyfðum þeim að líta vel út í kvöld. Það er ekki ásættanlegt. Menn geta talað um varnarmistök, en stærsta klúðrið í kvöld var fram á við. Við skoruðum ekkert mark og sköpuðum fá færi. Það er ekki gott. Við vorum auðvitað óheppnir líka, en þetta var ekki góð frammistaða."
Fróðleikur:
-Þetta var 7. leikur Swansea og Liverpool á Liberty Stadium. Liverpool hefur einungis unnið tvisvar, í bæði skiptin mjög naumlega þannig að það er ekki hægt að segja að völlurinn hafi farið vel með okkur hingað til.
-Liverpool hafði spilað 18 leiki án taps fyrir þennan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan