| Sf. Gutt

Jürgen Klopp segir að honum finnist kvöldleikir meira spennandi en þeir sem eru spilaðir um hádegisbilið því þá sé hann svangur!
,,Mér finnst kvöldleikir skemmtilegir. Laugardagskvöld er fínt því þá fara stuðningsmennirnir ekkert snemma að sofa hvort sem er og geta geta á farið út á lífið í Liverpool á eftir. Það er betra að spila á þessum tíma en klukkan 12 á hádegi. Þá er ég svangur!"
Liverpool spilar við West Bromwich Albion í 4. umferð FA bikarsins á Anfield Road annað kvöld og Jürgen Klopp vonast eftir góðri stemmningu enda eru kvöldleikir í uppáhaldi hjá honum.
,,Þetta er góður leiktími og ég vona að fólki finnist það líka. Þetta er leikur sem er spilaður í flóðljósum sem er mjög gott. Það er mjög mikilvægt að við sköpum góða stemmningu."
,,Þetta er bikarleikur og þetta er mikilvæg keppni fyrir okkur. Mjög mikilvæg og þess vegna viljum við fyrir alla muni komastáfram í næstu umfer. En til þess verðum við að standa okkur!"
Liverpool fór illa út úr síðasta leik í Swansea en nú verður liðið að taka sig saman í andlitinu og vinna! FA bikarinn er sú keppni sem Liverpool á helst möguleika á að vinna á leiktíðinni og það er kominn tími á titil!
TIL BAKA
Betra að spila á kvöldin!

Jürgen Klopp segir að honum finnist kvöldleikir meira spennandi en þeir sem eru spilaðir um hádegisbilið því þá sé hann svangur!
,,Mér finnst kvöldleikir skemmtilegir. Laugardagskvöld er fínt því þá fara stuðningsmennirnir ekkert snemma að sofa hvort sem er og geta geta á farið út á lífið í Liverpool á eftir. Það er betra að spila á þessum tíma en klukkan 12 á hádegi. Þá er ég svangur!"
Liverpool spilar við West Bromwich Albion í 4. umferð FA bikarsins á Anfield Road annað kvöld og Jürgen Klopp vonast eftir góðri stemmningu enda eru kvöldleikir í uppáhaldi hjá honum.
,,Þetta er góður leiktími og ég vona að fólki finnist það líka. Þetta er leikur sem er spilaður í flóðljósum sem er mjög gott. Það er mjög mikilvægt að við sköpum góða stemmningu."
,,Þetta er bikarleikur og þetta er mikilvæg keppni fyrir okkur. Mjög mikilvæg og þess vegna viljum við fyrir alla muni komastáfram í næstu umfer. En til þess verðum við að standa okkur!"
Liverpool fór illa út úr síðasta leik í Swansea en nú verður liðið að taka sig saman í andlitinu og vinna! FA bikarinn er sú keppni sem Liverpool á helst möguleika á að vinna á leiktíðinni og það er kominn tími á titil!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan