| Sf. Gutt
Liverpool með Mohamed Salah í aðahlutverki bauð upp á sýningu á Anfield Road í dag. Egyptinn skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk í 5:0 sigri á Watford. Um leið setti hann nýtt félagsmet.
Það mokaði niður snjó í Musterinu og kuldagustur blés um Liverpool borg. Áhorfendur og leikmenn heiðruðu fyrir leikinn minningu John Molyneux sem lést á dögunum. Hann lék 249 leiki og skoraði þrjú mörk fyrir Liverpool á árunum 1955 til 1961.
Eftir vonbrigðin í Manchester um síðustu helgi var ljóst að liðið þurfti að rífa sig upp og það gerði liðið svikalaust. Eftir fjórar mínútur lá boltinn í marki Watford. Sadio Mané, sem átti frábæran leik, sendi boltann fram völlinn út til hægri á Mohmed Salah. Egyptinn lék inn að markinu og skoraði örugglega við markteigshornið framhjá Orestis Karnezis. Einn varnarmaður Watford lá á eftir í valnum eftir að gabbhreyfing Mohemed hafði gersamlega sett hann úr jafnvægi.
Leikmenn Liverpool virtust slaka nokkuð á eftir markið án þess þó að missa tökin á leiknum. Emre Can varð að fara út ef vegna meiðsla eftir tæpan hálftíma og kom James Milner inn á. Fátt bar til tíðinda þar til tveimur mínútum fyrir leikhlé. Gott samspil endaði með því að Andrew Robertson gaf frábæra sendingu fyrir markið frá vinstri kanti. Moahmed var mættur fyrir framan markið og skoraði auðveldlega frá markteigslínunni. Gott nesti fyrir hálfleikshlé.
Liverpool gerði svo til út um leikinn á 49. mínútu. Jordan Henderson sendi fram á Mohamed sem lék var einn mótherja sinna. Hann virtist vera að missa boltann út af en náði honum við endamörkin, lék inn í vítateiginn og sendi fyrir á Roberto Firmino sem skoraði meistaralega með hælspyrnu á lofti. Magnað mark!
Þremur mínútum seinna ógnuðu Geitungarnir í eina skiptið í leiknum þegar Roberto Pereyra átti fallegt skot beint úr aukaspyrnu sem small í vinklinum. Liverpool hafði algjöra yfirburði og réði lögum og lofum.
Mohamed fullkomnaði þrennu sína á 77. mínútu. Sadio braust inn í vítateiginn og gaf á Mohamed. Það voru þrír varnarmenn á móti Egyptanum og samtals sex á næstu grösum. Hann kom þeim öllum úr jafnvægi með eldsnöggum hreyfingum og lék á auki tvisvar á þann sama áður en hann sendi boltann neðst í vinstra hornið. Mohamed féll reyndar sjálfur við þegar hann skaut en boltinn fór samt rétta boðleið. Frábærlega gert!
Þegar sex mínútur voru eftir var Sadio enn góða sendingu. Varamaðurinn Danny Ings fékk boltann inni í vítateignum en markmaður Watford gerði vel í að verja fast skot hans með annarri hendi. Í næstu sókn gaf Jmaes á Mohemd sem sendi á Danny. Hann þrumaði að marki, markmaður Watford varði aftur en hann náði ekki að halda boltanum sem hrökk fyrir fætur Mohmed sem smellti honum í markið af stuttu færi. Ferna og 5:0 stórsigur í höfn!
Áhorfendur á Anfield Road: 53.287.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Það er að bera í bakkafullan lækinn að mæra Mohamed Salah en þó er ekki annað hægt að segja að þessi magnaði framherji sé búinn að vera stórkostlegur á leiktíðinni. Leikmenn skora ekki fernu á hverjum degi og hann virtist ekkert hafa fyrir því að skora þessi mörk! Hann setti í dag félagsmet því enginn hefur áður skorað svona mörg mörk á sinni fyrsta keppnistímabili með Liverpool. Mörkin eru orðin 36 talsins og líklegt má telja að þau verði eitthvað fleiri. Vonandi :)
Jürgen Klopp: Eftir svona leik þarf ekki að segja neitt við liðið. Maður brosir bara! Mörkin sem við skoruðum voru ótrúlega flott og strákarnir héldu áfram allan leikinn. Svona á að spila knattspyrnu og ég er mjög ánægður með framgöngu liðsins.
- Mohamed Salah er búinn að skora 36 mörk á þessu keppnistímabili sem er félagsmet fyrir leikmann á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool. Mörkin hefur hann skorað í 41 leik.
- Mohamed skoraði fernu. Luis Suarez gerði það síðast fyrir Liverpool í desember 2013 í 5:1 sigri á Norwich City.
- Roberto Firmino skoraði sitt 23. mark á leiktíðinni.
- Liverpool hefur skorað 11 mörk í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Watford.
- Georginio Wijnaldum lék sinn 80. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sjö mörk.
- Liverpool tapaði um liðna helgi en nú kom sigur. Liðið hefur aldrei tapað tveimur deildarleikjum í röð á valdatíma Jürgen Klopp.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
TIL BAKA
Sýning í snjókomunni!
Liverpool með Mohamed Salah í aðahlutverki bauð upp á sýningu á Anfield Road í dag. Egyptinn skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk í 5:0 sigri á Watford. Um leið setti hann nýtt félagsmet.
Það mokaði niður snjó í Musterinu og kuldagustur blés um Liverpool borg. Áhorfendur og leikmenn heiðruðu fyrir leikinn minningu John Molyneux sem lést á dögunum. Hann lék 249 leiki og skoraði þrjú mörk fyrir Liverpool á árunum 1955 til 1961.
Eftir vonbrigðin í Manchester um síðustu helgi var ljóst að liðið þurfti að rífa sig upp og það gerði liðið svikalaust. Eftir fjórar mínútur lá boltinn í marki Watford. Sadio Mané, sem átti frábæran leik, sendi boltann fram völlinn út til hægri á Mohmed Salah. Egyptinn lék inn að markinu og skoraði örugglega við markteigshornið framhjá Orestis Karnezis. Einn varnarmaður Watford lá á eftir í valnum eftir að gabbhreyfing Mohemed hafði gersamlega sett hann úr jafnvægi.
Leikmenn Liverpool virtust slaka nokkuð á eftir markið án þess þó að missa tökin á leiknum. Emre Can varð að fara út ef vegna meiðsla eftir tæpan hálftíma og kom James Milner inn á. Fátt bar til tíðinda þar til tveimur mínútum fyrir leikhlé. Gott samspil endaði með því að Andrew Robertson gaf frábæra sendingu fyrir markið frá vinstri kanti. Moahmed var mættur fyrir framan markið og skoraði auðveldlega frá markteigslínunni. Gott nesti fyrir hálfleikshlé.
Liverpool gerði svo til út um leikinn á 49. mínútu. Jordan Henderson sendi fram á Mohamed sem lék var einn mótherja sinna. Hann virtist vera að missa boltann út af en náði honum við endamörkin, lék inn í vítateiginn og sendi fyrir á Roberto Firmino sem skoraði meistaralega með hælspyrnu á lofti. Magnað mark!
Þremur mínútum seinna ógnuðu Geitungarnir í eina skiptið í leiknum þegar Roberto Pereyra átti fallegt skot beint úr aukaspyrnu sem small í vinklinum. Liverpool hafði algjöra yfirburði og réði lögum og lofum.
Mohamed fullkomnaði þrennu sína á 77. mínútu. Sadio braust inn í vítateiginn og gaf á Mohamed. Það voru þrír varnarmenn á móti Egyptanum og samtals sex á næstu grösum. Hann kom þeim öllum úr jafnvægi með eldsnöggum hreyfingum og lék á auki tvisvar á þann sama áður en hann sendi boltann neðst í vinstra hornið. Mohamed féll reyndar sjálfur við þegar hann skaut en boltinn fór samt rétta boðleið. Frábærlega gert!
Þegar sex mínútur voru eftir var Sadio enn góða sendingu. Varamaðurinn Danny Ings fékk boltann inni í vítateignum en markmaður Watford gerði vel í að verja fast skot hans með annarri hendi. Í næstu sókn gaf Jmaes á Mohemd sem sendi á Danny. Hann þrumaði að marki, markmaður Watford varði aftur en hann náði ekki að halda boltanum sem hrökk fyrir fætur Mohmed sem smellti honum í markið af stuttu færi. Ferna og 5:0 stórsigur í höfn!
Áhorfendur á Anfield Road: 53.287.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Það er að bera í bakkafullan lækinn að mæra Mohamed Salah en þó er ekki annað hægt að segja að þessi magnaði framherji sé búinn að vera stórkostlegur á leiktíðinni. Leikmenn skora ekki fernu á hverjum degi og hann virtist ekkert hafa fyrir því að skora þessi mörk! Hann setti í dag félagsmet því enginn hefur áður skorað svona mörg mörk á sinni fyrsta keppnistímabili með Liverpool. Mörkin eru orðin 36 talsins og líklegt má telja að þau verði eitthvað fleiri. Vonandi :)
Jürgen Klopp: Eftir svona leik þarf ekki að segja neitt við liðið. Maður brosir bara! Mörkin sem við skoruðum voru ótrúlega flott og strákarnir héldu áfram allan leikinn. Svona á að spila knattspyrnu og ég er mjög ánægður með framgöngu liðsins.
Fróðleikur
- Mohamed Salah er búinn að skora 36 mörk á þessu keppnistímabili sem er félagsmet fyrir leikmann á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool. Mörkin hefur hann skorað í 41 leik.
- Mohamed skoraði fernu. Luis Suarez gerði það síðast fyrir Liverpool í desember 2013 í 5:1 sigri á Norwich City.
- Roberto Firmino skoraði sitt 23. mark á leiktíðinni.
- Liverpool hefur skorað 11 mörk í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Watford.
- Georginio Wijnaldum lék sinn 80. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sjö mörk.
- Liverpool tapaði um liðna helgi en nú kom sigur. Liðið hefur aldrei tapað tveimur deildarleikjum í röð á valdatíma Jürgen Klopp.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan