| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Skoraði og lagði upp mark
Harry Wilson var í eldlínunni með landsliði Wales fyrr í dag þegar þeir mættu Kína í æfingaleik. Wilson byrjaði leikinn á 21. afmælisdegi sínum, skoraði mark og lagði upp eitt í 0-6 sigri.
Wilson er á láni hjá Hull City sem spila í næst efstu deild Englands og þar hefur hann staðið sig mjög vel. Mark hans í leiknum í dag kom undir lok fyrri hálfleiks þegar hann vann boltann á miðjunni, fékk sendingu innfyrir á vítateiginn og skaut hnitmiðuðu skoti upp í fjærhornið. Virkilega vel gert !
Þetta var annar landsleikur Wilson og má væntanlega segja að hann hafi stimplað sig vel inn í plön nýs landsliðsþjálfara Wales, Ryan Giggs. Hann lagði svo upp fimmta mark liðs síns í leiknum þegar hann átti góða sendingu inn á Sam Vokes sem kláraði færi sitt vel. Wilson var svo skipt útaf þegar um 20 mínútur voru eftir.
Ben Woodburn sat á varamannabekknum en var skipt inná fyrir Gareth Bale þegar um hálftími var eftir af leiknum. Bale skoraði þrennu í leiknum og varð þar með markahæstur í sögu landsliðs Walesverja, en sá sem átti metið áður var auðvitað Ian Rush.
Leikurinn var hluti af fjögurra liða æfingamóti og mæta Wales annaðhvort Úrúgvæ eða Tékklandi í úrslitaleik mótsins á mánudaginn kemur.
Wilson er á láni hjá Hull City sem spila í næst efstu deild Englands og þar hefur hann staðið sig mjög vel. Mark hans í leiknum í dag kom undir lok fyrri hálfleiks þegar hann vann boltann á miðjunni, fékk sendingu innfyrir á vítateiginn og skaut hnitmiðuðu skoti upp í fjærhornið. Virkilega vel gert !
Þetta var annar landsleikur Wilson og má væntanlega segja að hann hafi stimplað sig vel inn í plön nýs landsliðsþjálfara Wales, Ryan Giggs. Hann lagði svo upp fimmta mark liðs síns í leiknum þegar hann átti góða sendingu inn á Sam Vokes sem kláraði færi sitt vel. Wilson var svo skipt útaf þegar um 20 mínútur voru eftir.
Ben Woodburn sat á varamannabekknum en var skipt inná fyrir Gareth Bale þegar um hálftími var eftir af leiknum. Bale skoraði þrennu í leiknum og varð þar með markahæstur í sögu landsliðs Walesverja, en sá sem átti metið áður var auðvitað Ian Rush.
Leikurinn var hluti af fjögurra liða æfingamóti og mæta Wales annaðhvort Úrúgvæ eða Tékklandi í úrslitaleik mótsins á mánudaginn kemur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan