| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Frábær sigur á City
Liverpool nýtti sér kraftinn á Anfield og hreinlega rúlluðu yfir Manchester City í fyrri hálfleik, eftir hálftíma leik var staðan orðin 3-0. Í seinni hálfleik lokuðu menn vel á allar aðgerðir City manna og héldu forystunni. Lokatölur því 3-0.
Jürgen Klopp þurfti að gera tvær breytingar á liðinu frá leiknum um liðna helgi gegn Crystal Palace. Dejan Lovren kom inn í vörnina í stað Joel Matip sem spilar ekki meir á þessari leiktíð. Á miðjuna kom svo Alex Oxlade-Chamberlain. City menn stilltu kannski ekki upp eins sóknarsinnuðu liði og við var búist en Ilkay Gündogan spilaði í stað Raheem Sterling.
Leikurinn hófst nokkuð rólega en gestirnir voru mun meira með boltann, þó án þess að skapa neina hættu uppvið markið. Þeir fengu nokkrar hornspyrnur til að byrja með og eftir eina slíka á 12. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Leroy Sane átti slaka sendingu í átt að vítateignum þar sem Andy Robertson náði boltanum. Hann sendi fram völlinn á Mohamed Salah sem var sennilega rangstæður en sóknarmenn eiga nú að njóta vafans samkvæmt reglum leiksins. Salah skeiðaði í átt að marki, sendi innfyrir á Firmino sem var með varnarmann í sér en náði skoti á markið. Það var laust og Ederson varði en boltinn barst til Kyle Walker sem var ekki nógu snöggur að hreinsa frá, Firmino nikkaði boltanum áfram til Salah sem átti nokkuð auðvelt verk fyrir höndum og þrumaði hann boltanum í markið. Að sjálfsögðu var markinu gríðarlega vel fagnað og hið mikilvæga fyrsta mark rimmunnar féll Liverpool í skaut.
City menn vöknuðu aðeins við þetta og fengu fínt færi eftir hornspyrnu Liverpool þegar Sane fékk boltann á miðjunni, tók á rás í átt að marki, fékk að leika óáreittur inní teiginn en sem betur fer var skot hans ekki gott og boltinn fór framhjá. Á 21. mínútu kom svo annað mark Liverpool. Sadio Mané fékk boltann úti vinstra megin og sendi innfyrir á Firmino. Það virtist vera brotið á honum en dómarinn leyfði leiknum að halda áfram. James Milner tæklaði boltann til hægri á Oxlade-Chamberlain sem var fyrir utan teiginn. Móttaka hans var góð, hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum svo í markið út við stöng vinstra megin. Ederson kom ekki neinum vörnum við og ef fyrsta markinu var vel fagnað þá voru lætin ekki minni núna. Áfram héldu svo heimamenn að þjarma að City mönnum. Eftir hálftíma leik var staðan orðin 3-0.
Nicolas Otamendi ætlaði sér um of þegar hann lék boltanum fram völlinn og tapaði honum á miðjunni. Boltinn barst til Firmino sem sendi út til hægri á Salah. Hann reyndi skot að marki en boltinn fór í Vincent Kompany. Salah náði boltanum aftur og sendi frábæra sendingu inná markteiginn þar sem Mané var mættur og skallaði boltann í markið. Hver hefði trúað því að eftir hálftíma leik væri staðan orðin 3-0 Liverpool í vil ? Sennilega enginn nema Klopp og hans menn.
Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins, City menn fengu engin færi þannig séð en héldu boltanum ágætlega innan liðsins. Robertson átti svo flott hlaup upp völlinn nánast frá eigin vítateig og þegar hann hugðist skjóta á markið vinstra megin úr teignum komst Fernandinho fyrir boltann. Firmino átti svo skot fyrir utan teig sem fór yfir markið. Í uppbótartíma skallaði svo Virgil van Dijk boltann yfir eftir aukaspyrnu Salah frá vinstri.
Engar breytingar voru gerðar í hálfleik þó svo að menn bjuggust nú kannski við því að Pep Guardiola myndi breyta einhverju strax. Seinni hálfleikur var að mestu leyti þannig að City menn héldu boltanum og reyndu að skapa sér færi án árangurs. Því miður héldu Liverpool menn boltanum illa sín á milli nánast allan seinni hálfleikinn og varla náðu menn að senda tvær sendingar sín á milli án þess að tapa boltanum. Það fór svo aðeins um menn þegar Salah fór af velli vegna meiðsla en hann virtist kenna sér meins í nára. Guardiola reyndi að hressa uppá sína menn með skiptingum en það breytti litlu. Klopp sendi Dominic Solanke inná um miðjan seinni hálfleik og hann fékk úr litlu að moða. Náði þó að koma sér í góða stöðu eitt sinn úti hægra megin og senda fyrir markið þar sem Mané kom hlaupandi en skot Senegalans var laust og beint á Ederson. City menn sköpuðu sér áfram engin færi og það fór svo að þetta mikla sóknarlið átti ekki skot sem hitti á markrammann allan leikinn. Lokatölur 3-0 og ágætt veganesti fyrir seinni leikinn en viðureignin er langt frá því að vera búin.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Oxlade-Chamberlain (Moreno, 85. mín.), Mané, Salah (Wijnaldum, 53. mín.), Firmino (Solanke, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Masterson, Clyne, Ings.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (12. mín.), Alex Oxlade-Chamberlain (21. mín.) og Sadio Mané (31. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson.
Manchester City: Ederson, Walker, Otamendi, Kompany, Laporte, De Bruyne, Fernandinho, Gündogan (Sterling, 57. mín.), Silva, Sane, Jesus. Ónotaðir varamenn: Bravo, Danilo, Stones, Delph, Bernardo Silva, Zinchenko.
Gul spjöld: Nicolas Otamendi, Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og Gabriel Jesus.
Áhorfendur á Anfield: 50.685.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold sýndi heldur betur hvað í hann er spunnið með frammistöðu sinni í þessum leik. City menn dældu boltanum endalaust út til vinstri á Sane þar sem þeir greinilega ætluðu að nýta sér veikan hlekk í vörn Liverpool. Það tókst svo sannarlega ekki því ungliðinn spilaði óaðfinnanlega og gaf Sane nánast aldrei færi á að skapa hættu. Frábær frammistaða hjá honum og í raun öllu liðinu en Alexander-Arnold stóð uppúr að mínu mati.
Jürgen Klopp: ,,Við sigruðum besta lið heims í dag - þetta var virkilega góð frammistaða. Við þurfum þó að vera á tánum í næsta leik. Við erum svo sannarlega ekki komnir áfram. Ég get ekki fagnað neinu ennþá, við skulum ræða saman eftir seinni leikinn og sjáum þá hvort við tölum um sama hlutinn þá og nú."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt áttunda mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og jafnaði þar með Roberto Firmino sem markahæstu leikmenn liðsins í keppninni.
- Sadio Mané skoraði sitt sjöunda Evrópumark á leiktíðinni.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt annað Evrópumark á leiktíðinni.
- Jordan Henderson fékk gult spjald seint í leiknum og verður í leikbanni í seinni leik liðanna í næstu viku.
- Liverpool hafa ekki tapað heimaleik í Evrópukeppni síðan í október árið 2014 þegar Real Madrid unnu 0-3.
- Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu en Liverpool, alls 31 mark.
- James Milner hefur lagt upp sjö mörk í Meistaradeildinni það sem af er og er það þremur meira en næsti maður á listanum.
- Mohamed Salah skoraði sitt 38. mark á leiktíðinni og aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira í stærstu deildum Evrópu það sem af er eða einu marki meira.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jürgen Klopp þurfti að gera tvær breytingar á liðinu frá leiknum um liðna helgi gegn Crystal Palace. Dejan Lovren kom inn í vörnina í stað Joel Matip sem spilar ekki meir á þessari leiktíð. Á miðjuna kom svo Alex Oxlade-Chamberlain. City menn stilltu kannski ekki upp eins sóknarsinnuðu liði og við var búist en Ilkay Gündogan spilaði í stað Raheem Sterling.
Leikurinn hófst nokkuð rólega en gestirnir voru mun meira með boltann, þó án þess að skapa neina hættu uppvið markið. Þeir fengu nokkrar hornspyrnur til að byrja með og eftir eina slíka á 12. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Leroy Sane átti slaka sendingu í átt að vítateignum þar sem Andy Robertson náði boltanum. Hann sendi fram völlinn á Mohamed Salah sem var sennilega rangstæður en sóknarmenn eiga nú að njóta vafans samkvæmt reglum leiksins. Salah skeiðaði í átt að marki, sendi innfyrir á Firmino sem var með varnarmann í sér en náði skoti á markið. Það var laust og Ederson varði en boltinn barst til Kyle Walker sem var ekki nógu snöggur að hreinsa frá, Firmino nikkaði boltanum áfram til Salah sem átti nokkuð auðvelt verk fyrir höndum og þrumaði hann boltanum í markið. Að sjálfsögðu var markinu gríðarlega vel fagnað og hið mikilvæga fyrsta mark rimmunnar féll Liverpool í skaut.
City menn vöknuðu aðeins við þetta og fengu fínt færi eftir hornspyrnu Liverpool þegar Sane fékk boltann á miðjunni, tók á rás í átt að marki, fékk að leika óáreittur inní teiginn en sem betur fer var skot hans ekki gott og boltinn fór framhjá. Á 21. mínútu kom svo annað mark Liverpool. Sadio Mané fékk boltann úti vinstra megin og sendi innfyrir á Firmino. Það virtist vera brotið á honum en dómarinn leyfði leiknum að halda áfram. James Milner tæklaði boltann til hægri á Oxlade-Chamberlain sem var fyrir utan teiginn. Móttaka hans var góð, hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum svo í markið út við stöng vinstra megin. Ederson kom ekki neinum vörnum við og ef fyrsta markinu var vel fagnað þá voru lætin ekki minni núna. Áfram héldu svo heimamenn að þjarma að City mönnum. Eftir hálftíma leik var staðan orðin 3-0.
Nicolas Otamendi ætlaði sér um of þegar hann lék boltanum fram völlinn og tapaði honum á miðjunni. Boltinn barst til Firmino sem sendi út til hægri á Salah. Hann reyndi skot að marki en boltinn fór í Vincent Kompany. Salah náði boltanum aftur og sendi frábæra sendingu inná markteiginn þar sem Mané var mættur og skallaði boltann í markið. Hver hefði trúað því að eftir hálftíma leik væri staðan orðin 3-0 Liverpool í vil ? Sennilega enginn nema Klopp og hans menn.
Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins, City menn fengu engin færi þannig séð en héldu boltanum ágætlega innan liðsins. Robertson átti svo flott hlaup upp völlinn nánast frá eigin vítateig og þegar hann hugðist skjóta á markið vinstra megin úr teignum komst Fernandinho fyrir boltann. Firmino átti svo skot fyrir utan teig sem fór yfir markið. Í uppbótartíma skallaði svo Virgil van Dijk boltann yfir eftir aukaspyrnu Salah frá vinstri.
Engar breytingar voru gerðar í hálfleik þó svo að menn bjuggust nú kannski við því að Pep Guardiola myndi breyta einhverju strax. Seinni hálfleikur var að mestu leyti þannig að City menn héldu boltanum og reyndu að skapa sér færi án árangurs. Því miður héldu Liverpool menn boltanum illa sín á milli nánast allan seinni hálfleikinn og varla náðu menn að senda tvær sendingar sín á milli án þess að tapa boltanum. Það fór svo aðeins um menn þegar Salah fór af velli vegna meiðsla en hann virtist kenna sér meins í nára. Guardiola reyndi að hressa uppá sína menn með skiptingum en það breytti litlu. Klopp sendi Dominic Solanke inná um miðjan seinni hálfleik og hann fékk úr litlu að moða. Náði þó að koma sér í góða stöðu eitt sinn úti hægra megin og senda fyrir markið þar sem Mané kom hlaupandi en skot Senegalans var laust og beint á Ederson. City menn sköpuðu sér áfram engin færi og það fór svo að þetta mikla sóknarlið átti ekki skot sem hitti á markrammann allan leikinn. Lokatölur 3-0 og ágætt veganesti fyrir seinni leikinn en viðureignin er langt frá því að vera búin.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Oxlade-Chamberlain (Moreno, 85. mín.), Mané, Salah (Wijnaldum, 53. mín.), Firmino (Solanke, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Masterson, Clyne, Ings.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (12. mín.), Alex Oxlade-Chamberlain (21. mín.) og Sadio Mané (31. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson.
Manchester City: Ederson, Walker, Otamendi, Kompany, Laporte, De Bruyne, Fernandinho, Gündogan (Sterling, 57. mín.), Silva, Sane, Jesus. Ónotaðir varamenn: Bravo, Danilo, Stones, Delph, Bernardo Silva, Zinchenko.
Gul spjöld: Nicolas Otamendi, Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og Gabriel Jesus.
Áhorfendur á Anfield: 50.685.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold sýndi heldur betur hvað í hann er spunnið með frammistöðu sinni í þessum leik. City menn dældu boltanum endalaust út til vinstri á Sane þar sem þeir greinilega ætluðu að nýta sér veikan hlekk í vörn Liverpool. Það tókst svo sannarlega ekki því ungliðinn spilaði óaðfinnanlega og gaf Sane nánast aldrei færi á að skapa hættu. Frábær frammistaða hjá honum og í raun öllu liðinu en Alexander-Arnold stóð uppúr að mínu mati.
Jürgen Klopp: ,,Við sigruðum besta lið heims í dag - þetta var virkilega góð frammistaða. Við þurfum þó að vera á tánum í næsta leik. Við erum svo sannarlega ekki komnir áfram. Ég get ekki fagnað neinu ennþá, við skulum ræða saman eftir seinni leikinn og sjáum þá hvort við tölum um sama hlutinn þá og nú."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt áttunda mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og jafnaði þar með Roberto Firmino sem markahæstu leikmenn liðsins í keppninni.
- Sadio Mané skoraði sitt sjöunda Evrópumark á leiktíðinni.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt annað Evrópumark á leiktíðinni.
- Jordan Henderson fékk gult spjald seint í leiknum og verður í leikbanni í seinni leik liðanna í næstu viku.
- Liverpool hafa ekki tapað heimaleik í Evrópukeppni síðan í október árið 2014 þegar Real Madrid unnu 0-3.
- Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu en Liverpool, alls 31 mark.
- James Milner hefur lagt upp sjö mörk í Meistaradeildinni það sem af er og er það þremur meira en næsti maður á listanum.
- Mohamed Salah skoraði sitt 38. mark á leiktíðinni og aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira í stærstu deildum Evrópu það sem af er eða einu marki meira.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan