| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Okkar menn mæta suðurstrandarliðinu Bournemouth á heimavelli laugardaginn 14. apríl og hefst leikurinn klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Að sjálfsögðu verður leikurinn í beinni útsendingu á heimavelli okkar, Spot í Kópavogi.
Það getur oft verið erfitt að gíra sig niður eftir sigurvímu vegna góðs gengis í Meistaradeildinni og nú þurfa leikmenn að vera klárir í annarskonar slag gegn liði sem þannig séð hefur ekki að neinu að keppa þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Bournemouth hafa þó verið að standa sig mjög vel eftir áramótin eftir að hafa verið að gæla við fallbaráttu framan af móti. En þeir sitja sem stendur í 11. sæti með 38 stig. Þó svo að hinn frægi 40 stiga múr sé ekki í höfn hjá þeim eru þeir ekki stórhættu á að sogast í fallbaráttuna. Liverpool situr í 3. sæti sem stendur, með jafnmörg stig og Tottenham en þeir eiga leik til góða. Það er svo ekki enn búið að loka á þann möguleika að Chelsea blandi sér í baráttuna um fjórða sætið og því má Liverpool helst ekki misstíga sig á laugardaginn.
Það hefur þó stundum gengið brösuglega í deildarleikjum eftir Evrópuleiki hjá liðinu á tímabilinu, 12 leikir hafa verið spilaðir í Meistaradeildinni til þessa, tveir leikir í undankeppni, sex í riðlakeppni og fjórir í útsláttarkeppninni. Eftir að hafa spilað í Evrópu hefur liðið fjórum sinnum unnið næsta deildarleik, fimm hafa endað með jafntefli og tveir leikir hafa tapast, semsagt 11 deildarleikir komnir á blað eftir Evrópuleiki og árangurinn ekki alveg nógu góður. Það væri vont að gera jafntefli í þessum leik og hleypa einhverri spennu í baráttuna um Meistaradeildarsæti. Vinni menn sína heimaleiki sem eftir eru ætti sætið að vera tryggt og það má alls ekki slaka á gegn spræku liði Bournemouth sem mætti á Anfield í fyrra og náði í 2-2 jafntefli með jöfnunarmarki seint í leiknum. Liðin mættust á heimavelli Bournemouth í desember síðastliðnum og þar fóru okkar menn með sigur af hólmi nokkuð örugglega 0-4.
Leikmenn hafa fengið ágætis hvíld eftir sigurinn glæsilega á Manchester City á þriðjudagskvöldið og ég býst við því að flestir séu klárir í næsta leik. Jordan Henderson kemur væntanlega inn eftir leikbann og tekur sæti sitt á miðjunni. Ekki er ólíklegt að James Milner setjist á bekkinn í hans stað og þeir Gini Wijnaldum og Alex Oxlade-Chamberlain spili með fyrirliðanum á miðjunni. Varnarlega gæti alveg verið að þeir Nathaniel Clyne, Alberto Moreno og Ragnar Klavan komi inn, líklegast finnst mér að Trent Alexander-Arnold fái hvíld og svo verður að koma í ljós hvernig restinni af vörninni verður stillt upp. Sóknarlega býst ég ekki við neinum breytingum. Mohamed Salah spilar klárlega þar sem hann vill halda sínu toppsæti sem markahæsti maður deildarinnar og þeir Sadio Mané og Roberto Firmino verða honum til halds og trausts. Sem fyrr eru svo þeir Emre Can, Joel Matip, Joe Gomez og Adam Lallana á meiðslalistanum þar sem þeir tveir fyrstnefndu spila ekki meir á tímabilinu, það er ekki staðfest með Emre Can eftir því sem ég kemst næst en útlitið er ekki bjart. Hjá gestunum eru þeir Tyrone Mings, Junior Stanislas, Adam Smith og Jordon Ibe á meiðslalistanum en Ibe verður líklega með í þessum leik gegn sínum gömlu félögum.
Liðin hafa mæst tvisvar sinnum á Anfield síðan Bournemouth komu upp í Úrvalsdeild, unnið einn og gert eitt jafntefli en það kom eins og áður sagði á síðasta tímabili. Nú þurfa menn að gera betur og tryggja sér örugg þrjú stig sem skipta miklu máli uppá framhaldið að gera. Í síðustu fimm deildarleikjum Bournemouth hafa þeir gert þrjú jafntefli, tapað einum og unnið einn leik.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst að leggja Eddie Howe og hans menn af velli. Lokatölur verða 3-1 þar sem gestirnir ná að jafna metin 1-1 í fyrri hálfleik en okkar menn bæta svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur allra leikmanna Liverpool á tímabilinu með 39 mörk, þar af hafa 29 komið í deildinni.
- Roberto Firmino er næst markahæstur með 14 mörk í deildinni og 24 alls á tímabilinu.
- Callum Wilson er markahæstur leikmanna Bournemouth á tímabilinu með átta mörk alls, þar af sjö í deildinni.
- Næst markahæstur hjá þeim er Joshua King með sex mörk í deild og 7 alls á tímabilinu.
Það getur oft verið erfitt að gíra sig niður eftir sigurvímu vegna góðs gengis í Meistaradeildinni og nú þurfa leikmenn að vera klárir í annarskonar slag gegn liði sem þannig séð hefur ekki að neinu að keppa þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Bournemouth hafa þó verið að standa sig mjög vel eftir áramótin eftir að hafa verið að gæla við fallbaráttu framan af móti. En þeir sitja sem stendur í 11. sæti með 38 stig. Þó svo að hinn frægi 40 stiga múr sé ekki í höfn hjá þeim eru þeir ekki stórhættu á að sogast í fallbaráttuna. Liverpool situr í 3. sæti sem stendur, með jafnmörg stig og Tottenham en þeir eiga leik til góða. Það er svo ekki enn búið að loka á þann möguleika að Chelsea blandi sér í baráttuna um fjórða sætið og því má Liverpool helst ekki misstíga sig á laugardaginn.
Það hefur þó stundum gengið brösuglega í deildarleikjum eftir Evrópuleiki hjá liðinu á tímabilinu, 12 leikir hafa verið spilaðir í Meistaradeildinni til þessa, tveir leikir í undankeppni, sex í riðlakeppni og fjórir í útsláttarkeppninni. Eftir að hafa spilað í Evrópu hefur liðið fjórum sinnum unnið næsta deildarleik, fimm hafa endað með jafntefli og tveir leikir hafa tapast, semsagt 11 deildarleikir komnir á blað eftir Evrópuleiki og árangurinn ekki alveg nógu góður. Það væri vont að gera jafntefli í þessum leik og hleypa einhverri spennu í baráttuna um Meistaradeildarsæti. Vinni menn sína heimaleiki sem eftir eru ætti sætið að vera tryggt og það má alls ekki slaka á gegn spræku liði Bournemouth sem mætti á Anfield í fyrra og náði í 2-2 jafntefli með jöfnunarmarki seint í leiknum. Liðin mættust á heimavelli Bournemouth í desember síðastliðnum og þar fóru okkar menn með sigur af hólmi nokkuð örugglega 0-4.
Leikmenn hafa fengið ágætis hvíld eftir sigurinn glæsilega á Manchester City á þriðjudagskvöldið og ég býst við því að flestir séu klárir í næsta leik. Jordan Henderson kemur væntanlega inn eftir leikbann og tekur sæti sitt á miðjunni. Ekki er ólíklegt að James Milner setjist á bekkinn í hans stað og þeir Gini Wijnaldum og Alex Oxlade-Chamberlain spili með fyrirliðanum á miðjunni. Varnarlega gæti alveg verið að þeir Nathaniel Clyne, Alberto Moreno og Ragnar Klavan komi inn, líklegast finnst mér að Trent Alexander-Arnold fái hvíld og svo verður að koma í ljós hvernig restinni af vörninni verður stillt upp. Sóknarlega býst ég ekki við neinum breytingum. Mohamed Salah spilar klárlega þar sem hann vill halda sínu toppsæti sem markahæsti maður deildarinnar og þeir Sadio Mané og Roberto Firmino verða honum til halds og trausts. Sem fyrr eru svo þeir Emre Can, Joel Matip, Joe Gomez og Adam Lallana á meiðslalistanum þar sem þeir tveir fyrstnefndu spila ekki meir á tímabilinu, það er ekki staðfest með Emre Can eftir því sem ég kemst næst en útlitið er ekki bjart. Hjá gestunum eru þeir Tyrone Mings, Junior Stanislas, Adam Smith og Jordon Ibe á meiðslalistanum en Ibe verður líklega með í þessum leik gegn sínum gömlu félögum.
Liðin hafa mæst tvisvar sinnum á Anfield síðan Bournemouth komu upp í Úrvalsdeild, unnið einn og gert eitt jafntefli en það kom eins og áður sagði á síðasta tímabili. Nú þurfa menn að gera betur og tryggja sér örugg þrjú stig sem skipta miklu máli uppá framhaldið að gera. Í síðustu fimm deildarleikjum Bournemouth hafa þeir gert þrjú jafntefli, tapað einum og unnið einn leik.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst að leggja Eddie Howe og hans menn af velli. Lokatölur verða 3-1 þar sem gestirnir ná að jafna metin 1-1 í fyrri hálfleik en okkar menn bæta svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur allra leikmanna Liverpool á tímabilinu með 39 mörk, þar af hafa 29 komið í deildinni.
- Roberto Firmino er næst markahæstur með 14 mörk í deildinni og 24 alls á tímabilinu.
- Callum Wilson er markahæstur leikmanna Bournemouth á tímabilinu með átta mörk alls, þar af sjö í deildinni.
- Næst markahæstur hjá þeim er Joshua King með sex mörk í deild og 7 alls á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan