| Sf. Gutt
Liverpool henti í dag frá sér öruggum sigri gegn botnliði West Bromwich Albion. Tveggja marka forskot fór í súginn þannig að jafntefli varð 2:2. Þar með er sæti meðal fjögurra efstu liða ekki tryggt.
Eins og við var að búast voru gerðar nokkrar breytingar á liði Liverpool enda undanúrslitarimman við Roma á næstu grösum. Heimamenn voru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en óvæntur útisigur á Manchester United um síðustu helgi gaf færi á björgun. Liverpool komst yfir eftit fjórar mínútur. Eftir horn frá vinstri spiluðu Sadio Mané og James Milner saman. Sadio lék á varnarmann og gaf fyrir. Georginio Wijnaldum fékk boltann en náði ekki valdi á honum þannig að Danny Ings kom til sögunnar og sparkaði honum í markið. Danny fagnaði innilega með félögum sínum og skyldi engan undra eftir mikla þrautagöngu hvað meiðsli varðar. Frábært augnablik.
Liverpool hafði undirtökin en WBA gafst ekki upp eins og svo oft síðustu vikurnar. Á 37. mínútu mátti engu muna að Jay Rodriguez jafnaði en hann náði ekki til boltans við marklínuna eftir að skot félaga hans fór þvert fyrir markið. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Danny gott færi á að bæta við. Hann komst einn gegn Ben Foster eftir sendingu Mohamed Salah en Ben kom út á móti og varði.
Í upphafi síðari hálfleiks hefði Liverpool átt að fá víti eftir að Danny var felldur en dómarinn sleppti því að dæma. Sem fyrr hafði Liverpool völdin og sigur virtist í höfn á 72. mínútu. Loris Karius hóf sókn með útsparki og í framhaldinu sendi Alex Oxlade-Chamberlain stórgóða sendingu á Mohamed Salah sem komst inn í vítateiginn og lyfti boltanum yfir Ben sem kom út á móti honum. Snilldarlega gert há Mohamed sem jafnaði þar með markmet Úrvalsdeildarinnar.
En kálið var ekki komið í ausuna. Vörn Liverpool var illa á verði eftir horn á 79. mínútu og þó svo Loris næði að verja skot til að byrja með þá dugði það ekki til og Jake Livermore skoraði af stuttu færi. Þegar fjórar mínútur voru eftir komst Salomón Rondón í færi en Loris var vel á verði og varði með úthlaupi. Kannski héldu stuðningsmenn Liverpool að þetta yrði síðasta færi WBA en það var ekki svo gott. Þegar tvær mínútur voru eftir missti Joe Gomez boltann klaufalega og braut í kjölfarið af sér. Aukaspyrnan var send fyrir frá vinstri og þar náði Salomón að henda sér fram og skalla í markið. Leikmenn Liverpool misstu einbeitinguna undir lokin og því fór sem fór. Liverpool átti að vinna þennan leik en jafntefli varð niðurstaðan. Af þeim sökum er ekki öruggt að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum. Það má ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að Evrópuvegferðin sé spennandi!
West Bromwich Albion: Foster, Gibbs (Burke 76. mín.), Dawson, Hegazi, Nyom, Phillips, Livermore, Brunt, McClean (Evans 71. mín.), Rondon og Rodriguez (Robson-Kanu 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Myhill, Yacob, Krychowiak og Field.
Mörk WBA: Jake Livermore (79. mín.) og Salomón Rondón (88. mín.).
Liverpool: Karius, Gomez, Klavan, Van Dijk, Moreno, Milner, Henderson, Wijnaldum, Mane (Oxlade-Chamberlain 66. mín.), Salah (Lovren 83. mín.) og Ings (Firmino 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Robertson, Solanke og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Danny Ings (4. mín.) og Mohamed Salah (72. mín.).
Gult spjald: Alberto Moreno.
Áhorfendur á The Hawthorns: 24.520.
Jürgen Klopp: Við spiluðum ekkert sérstaklega vel en nógu vel til að vinna hérna. Við fengum nokkur færi. Strákarnir sem komu inn gátu spilað betur en þeir eru ekki í réttum takti. Við þurfum svolitla heppni en hún var ekki með okkur. Þess vegna lauk leiknum með jafntefli. Við verðum að sætta okkur við það og halda áfram.
Maður leiksins: Danny Ings. Hugsanlega spiluðu einhverjir félaga hans betur en það var magnað að fá hann aftur á markalistann eftir mikla þrautagöngu hvað meiðsli varðar. Fyrir utan að skora þá var hann mjög duglegur og ógnandi.
- Danny Ings skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta mark hans fyrir Liverpool frá því í október 2015.
- Moahmed Salah skoraði 41. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 31 í deildinni og jafnaði hann þar með markametið í 38 leikja efstu deild. Metinu deilir hann núna með Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suarez.
- Liverpool og WBA léku þrívegis á leiktíðinni. Liverpool vann engan af þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jurgen Klopp sem tekið var eftir leik.
TIL BAKA
Jafnt gegn botnliðinu
Liverpool henti í dag frá sér öruggum sigri gegn botnliði West Bromwich Albion. Tveggja marka forskot fór í súginn þannig að jafntefli varð 2:2. Þar með er sæti meðal fjögurra efstu liða ekki tryggt.
Eins og við var að búast voru gerðar nokkrar breytingar á liði Liverpool enda undanúrslitarimman við Roma á næstu grösum. Heimamenn voru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en óvæntur útisigur á Manchester United um síðustu helgi gaf færi á björgun. Liverpool komst yfir eftit fjórar mínútur. Eftir horn frá vinstri spiluðu Sadio Mané og James Milner saman. Sadio lék á varnarmann og gaf fyrir. Georginio Wijnaldum fékk boltann en náði ekki valdi á honum þannig að Danny Ings kom til sögunnar og sparkaði honum í markið. Danny fagnaði innilega með félögum sínum og skyldi engan undra eftir mikla þrautagöngu hvað meiðsli varðar. Frábært augnablik.
Liverpool hafði undirtökin en WBA gafst ekki upp eins og svo oft síðustu vikurnar. Á 37. mínútu mátti engu muna að Jay Rodriguez jafnaði en hann náði ekki til boltans við marklínuna eftir að skot félaga hans fór þvert fyrir markið. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Danny gott færi á að bæta við. Hann komst einn gegn Ben Foster eftir sendingu Mohamed Salah en Ben kom út á móti og varði.
Í upphafi síðari hálfleiks hefði Liverpool átt að fá víti eftir að Danny var felldur en dómarinn sleppti því að dæma. Sem fyrr hafði Liverpool völdin og sigur virtist í höfn á 72. mínútu. Loris Karius hóf sókn með útsparki og í framhaldinu sendi Alex Oxlade-Chamberlain stórgóða sendingu á Mohamed Salah sem komst inn í vítateiginn og lyfti boltanum yfir Ben sem kom út á móti honum. Snilldarlega gert há Mohamed sem jafnaði þar með markmet Úrvalsdeildarinnar.
En kálið var ekki komið í ausuna. Vörn Liverpool var illa á verði eftir horn á 79. mínútu og þó svo Loris næði að verja skot til að byrja með þá dugði það ekki til og Jake Livermore skoraði af stuttu færi. Þegar fjórar mínútur voru eftir komst Salomón Rondón í færi en Loris var vel á verði og varði með úthlaupi. Kannski héldu stuðningsmenn Liverpool að þetta yrði síðasta færi WBA en það var ekki svo gott. Þegar tvær mínútur voru eftir missti Joe Gomez boltann klaufalega og braut í kjölfarið af sér. Aukaspyrnan var send fyrir frá vinstri og þar náði Salomón að henda sér fram og skalla í markið. Leikmenn Liverpool misstu einbeitinguna undir lokin og því fór sem fór. Liverpool átti að vinna þennan leik en jafntefli varð niðurstaðan. Af þeim sökum er ekki öruggt að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum. Það má ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að Evrópuvegferðin sé spennandi!
West Bromwich Albion: Foster, Gibbs (Burke 76. mín.), Dawson, Hegazi, Nyom, Phillips, Livermore, Brunt, McClean (Evans 71. mín.), Rondon og Rodriguez (Robson-Kanu 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Myhill, Yacob, Krychowiak og Field.
Mörk WBA: Jake Livermore (79. mín.) og Salomón Rondón (88. mín.).
Liverpool: Karius, Gomez, Klavan, Van Dijk, Moreno, Milner, Henderson, Wijnaldum, Mane (Oxlade-Chamberlain 66. mín.), Salah (Lovren 83. mín.) og Ings (Firmino 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Robertson, Solanke og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Danny Ings (4. mín.) og Mohamed Salah (72. mín.).
Gult spjald: Alberto Moreno.
Áhorfendur á The Hawthorns: 24.520.
Jürgen Klopp: Við spiluðum ekkert sérstaklega vel en nógu vel til að vinna hérna. Við fengum nokkur færi. Strákarnir sem komu inn gátu spilað betur en þeir eru ekki í réttum takti. Við þurfum svolitla heppni en hún var ekki með okkur. Þess vegna lauk leiknum með jafntefli. Við verðum að sætta okkur við það og halda áfram.
Maður leiksins: Danny Ings. Hugsanlega spiluðu einhverjir félaga hans betur en það var magnað að fá hann aftur á markalistann eftir mikla þrautagöngu hvað meiðsli varðar. Fyrir utan að skora þá var hann mjög duglegur og ógnandi.
Fróðleikur
- Danny Ings skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta mark hans fyrir Liverpool frá því í október 2015.
- Moahmed Salah skoraði 41. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 31 í deildinni og jafnaði hann þar með markametið í 38 leikja efstu deild. Metinu deilir hann núna með Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suarez.
- Liverpool og WBA léku þrívegis á leiktíðinni. Liverpool vann engan af þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jurgen Klopp sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan