| Sf. Gutt

Illur grunur var staðfestur í dag. Alex Oxlade-Chamberlain verður frá æfingum og keppni næstu mánuði. Hann var borinn meiddur til búningsherbergja eftir að hafa meiðst í fyrri hálfleik leiks Liverpool og Roma í gærkvöldi. Alex varð fyrir liðbandameiðslum sem þýða að hann spilar ekki meira á leiktíðinni og missir líka af Heimsmeistarakeppninni í sumar.
Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool því Alex hefur spilað æ betur eftir rólega byrjun í kjölfar komu frá Arsenal í fyrrasumar. Alex er búinn að skora fimm mörk í 42 leikjum og lagt nokkur upp. Þar fyrir utan hefur hann leikið lykilhlutverk á miðjunni síðustu vikur og verið mjög vaxandi.

Miðjan hjá Liverpool er nú þunnskipuð svo ekki sé meira sagt fyrir lokasprettinn á leiktíðinni. Jordan Henderson, James Milner og Georginio Wijnaldum eru einu miðjumennirnir sem búa yfir einhverri reynslu og eru tiltækir. Adam Lallana, Emre Can og nú Alex hafa meiðst á síðustu vikum.
Vonandi nær Alex sér sem fyrst og kemst í fyrra form. Það á þó allt eftir að koma í ljós. Við vonum það besta!
TIL BAKA
Alex meiddur næstu mánuði

Illur grunur var staðfestur í dag. Alex Oxlade-Chamberlain verður frá æfingum og keppni næstu mánuði. Hann var borinn meiddur til búningsherbergja eftir að hafa meiðst í fyrri hálfleik leiks Liverpool og Roma í gærkvöldi. Alex varð fyrir liðbandameiðslum sem þýða að hann spilar ekki meira á leiktíðinni og missir líka af Heimsmeistarakeppninni í sumar.

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool því Alex hefur spilað æ betur eftir rólega byrjun í kjölfar komu frá Arsenal í fyrrasumar. Alex er búinn að skora fimm mörk í 42 leikjum og lagt nokkur upp. Þar fyrir utan hefur hann leikið lykilhlutverk á miðjunni síðustu vikur og verið mjög vaxandi.

Miðjan hjá Liverpool er nú þunnskipuð svo ekki sé meira sagt fyrir lokasprettinn á leiktíðinni. Jordan Henderson, James Milner og Georginio Wijnaldum eru einu miðjumennirnir sem búa yfir einhverri reynslu og eru tiltækir. Adam Lallana, Emre Can og nú Alex hafa meiðst á síðustu vikum.
Vonandi nær Alex sér sem fyrst og kemst í fyrra form. Það á þó allt eftir að koma í ljós. Við vonum það besta!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð!
Fréttageymslan