| Sf. Gutt
Aðra helgina í röð gerði Liverpool jafntefli á móti einu botnliða deildarinnar. Leik Liverpol og Stoke City lauk án marka á Anfield Road. Meistaradeildarsæti er því ekki enn í höfn.
Jürgen Klopp hvatti leikmenn sína og stuðningsmenn Liverpool fyrir leikinn til að halda áfram á sömu braut og af sama krafti og á þriðjudagskvöldið þegar Roma kom í heimsókn. Sigur myndi tryggja Liverpool svo til sæti í Meistarardeildinni á næstu leiktíð. Besta lið sem völ var á var sent til leiks þó að nokkrar breytingar væru gerðar. Sadio Mané var hvíldur vegna meiðsla en hann verður vonandi tilbúinn til leiks í Róm.
Liverpool fékk dauðafæri strax á 5. mínútu. Liverpool vann boltann á miðjunni og Jordan Henderson sendi stungusendingu fram á Mohamed Salah sem slapp einn í gegn. Hann rauk inn í vítateiginn og lyfti boltanum yfir Jack Butland í markinu. Áhorfendur, margir hverjir fögnuðu, en öllum að óvörum fór boltann framhjá markinu. Það var varla að nokkur maður tryði sínum eigin augum þegar fyrir fólki rann upp ljós um að Mohamed hefði ekki skorað!
Liverpool tók strax öll völd á vellinum en gestirnir vörðust með kjafti og klóm enda í mikilli fallhættu. Á 20. mínútu endaði góð sókn með því að Mohamed sendi inn í vítateiginn á Trent Alexander-Arnold. Hann var einn á móti Jack en náði ekki valdi á boltanum og skotið varð laust þannig að Jack varði. Trent lék á miðjunni að þessu sinni en þar gæti hann orðið að spila í næstu leikjum. Níu mínútum seinna átti Georginio Wijnaldum skot sem fór rétt framhjá.
Boltinn lá loksins í marki Stoke þegar fimm mínútum voru til hálfleiks. Danny Ings skoraði þá úr þröngu færi stutt frá endalínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Segja mætti að Danny hafi verið samhliða varnmanni. Að minnsta kosti ef framherjar eiga að njóta vafans.
Sama sagan hélt áfram í síðari hálfleik. Liverpool sótti og Stoke varðist. Reyndar var ekki nógu mikill hraði og kraftur í leik Liverpool og ólíku saman að jafna og í leiknum við Roma. Þegar þrjár mínútur voru eftir hefði Liverpool átt að fá víti þegar fyrirgjöf Georginio frá hægri fór í hendi varnarmanns en á óskiljanlegan hátt ákváðu dómarinn og línuvörður að dæma ekkert. Algjörlega óskiljanleg ákvörðun því ef hendin hefði ekki komið til skjalanna hefði leikmaður Liverpool fengið boltann fyrir opnu marki. Mínútu síðar mátti litlu muna að Soke skoraði. Ryan Shawcross náði ekki að stýra fyrirgjöf frá vinstri í netið rétt við fjærstöngina. Ekkert mark leik dagsins ljós og voru það mikil vonbrigði að Liverpool næði ekki að vinna.
Það getur því enn allt gerst hvað varðar Meistaradeildarsæti Liverpool. Chelsea getur enn komist upp fyrir Liverpool og liðin mætast á Stamford Brigde um næstu helgi. Nái Liverpool að verjast tapi í þeim leik ætti sætið að vera gulltryggt. Næsta verkefni Liverpool er þó seinni leikurinn við Roma í undanúrslitarimmunni í Meistaradeildinni. Þar má heldur ekkert fara úrskeiðis. Sannarlega mikilvægir leikir sem eftir eru af þessu spennandi keppnistímabili.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold (Clyne 65. mín.), Gomez, Van Dijk, Klavan, Moreno, Henderson, Wijnaldum, Salah, Firmino og Ings (Milner 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Robertson, Solanke og Woodburn.
Gult spjald: Virgil Van Dijk.
Stoke City: Butland, Zouma, Shawcross, Martins Indi (Sobhi 52. mín.), Pieters, Ndiaye, Allen, Shaqiri, Diouf, Bauer og Crouch (Fletcher 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Haugaard, Ireland, Adam, Cameron og Campbell.
Gul spjöld: Crouch og Diouf.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.255.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn barðist eins og ljón og reyndi að drífa liðið sitt áfram.
Jürgen Klopp: Þetta var sannarlega ekki besti dagur lífs míns en ekki heldur sá versti. Við þurfum bara að sætta okkur við niðurstöðuna, ná okkur eftir leikinn og fara til Rómar.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því í desember sem að Liverpool skorar ekki í deildarleik á Anfield Road.
- Mohamed Salah mistókst að skora í heimaleik í deildinni í fyrsta sinn frá því á öðrum degi jóla.
- Roberto Firmino lék sinn 140. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 50 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Aftur jafntefli gegn botnliði
Aðra helgina í röð gerði Liverpool jafntefli á móti einu botnliða deildarinnar. Leik Liverpol og Stoke City lauk án marka á Anfield Road. Meistaradeildarsæti er því ekki enn í höfn.
Jürgen Klopp hvatti leikmenn sína og stuðningsmenn Liverpool fyrir leikinn til að halda áfram á sömu braut og af sama krafti og á þriðjudagskvöldið þegar Roma kom í heimsókn. Sigur myndi tryggja Liverpool svo til sæti í Meistarardeildinni á næstu leiktíð. Besta lið sem völ var á var sent til leiks þó að nokkrar breytingar væru gerðar. Sadio Mané var hvíldur vegna meiðsla en hann verður vonandi tilbúinn til leiks í Róm.
Liverpool fékk dauðafæri strax á 5. mínútu. Liverpool vann boltann á miðjunni og Jordan Henderson sendi stungusendingu fram á Mohamed Salah sem slapp einn í gegn. Hann rauk inn í vítateiginn og lyfti boltanum yfir Jack Butland í markinu. Áhorfendur, margir hverjir fögnuðu, en öllum að óvörum fór boltann framhjá markinu. Það var varla að nokkur maður tryði sínum eigin augum þegar fyrir fólki rann upp ljós um að Mohamed hefði ekki skorað!
Liverpool tók strax öll völd á vellinum en gestirnir vörðust með kjafti og klóm enda í mikilli fallhættu. Á 20. mínútu endaði góð sókn með því að Mohamed sendi inn í vítateiginn á Trent Alexander-Arnold. Hann var einn á móti Jack en náði ekki valdi á boltanum og skotið varð laust þannig að Jack varði. Trent lék á miðjunni að þessu sinni en þar gæti hann orðið að spila í næstu leikjum. Níu mínútum seinna átti Georginio Wijnaldum skot sem fór rétt framhjá.
Boltinn lá loksins í marki Stoke þegar fimm mínútum voru til hálfleiks. Danny Ings skoraði þá úr þröngu færi stutt frá endalínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Segja mætti að Danny hafi verið samhliða varnmanni. Að minnsta kosti ef framherjar eiga að njóta vafans.
Sama sagan hélt áfram í síðari hálfleik. Liverpool sótti og Stoke varðist. Reyndar var ekki nógu mikill hraði og kraftur í leik Liverpool og ólíku saman að jafna og í leiknum við Roma. Þegar þrjár mínútur voru eftir hefði Liverpool átt að fá víti þegar fyrirgjöf Georginio frá hægri fór í hendi varnarmanns en á óskiljanlegan hátt ákváðu dómarinn og línuvörður að dæma ekkert. Algjörlega óskiljanleg ákvörðun því ef hendin hefði ekki komið til skjalanna hefði leikmaður Liverpool fengið boltann fyrir opnu marki. Mínútu síðar mátti litlu muna að Soke skoraði. Ryan Shawcross náði ekki að stýra fyrirgjöf frá vinstri í netið rétt við fjærstöngina. Ekkert mark leik dagsins ljós og voru það mikil vonbrigði að Liverpool næði ekki að vinna.
Það getur því enn allt gerst hvað varðar Meistaradeildarsæti Liverpool. Chelsea getur enn komist upp fyrir Liverpool og liðin mætast á Stamford Brigde um næstu helgi. Nái Liverpool að verjast tapi í þeim leik ætti sætið að vera gulltryggt. Næsta verkefni Liverpool er þó seinni leikurinn við Roma í undanúrslitarimmunni í Meistaradeildinni. Þar má heldur ekkert fara úrskeiðis. Sannarlega mikilvægir leikir sem eftir eru af þessu spennandi keppnistímabili.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold (Clyne 65. mín.), Gomez, Van Dijk, Klavan, Moreno, Henderson, Wijnaldum, Salah, Firmino og Ings (Milner 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Robertson, Solanke og Woodburn.
Gult spjald: Virgil Van Dijk.
Stoke City: Butland, Zouma, Shawcross, Martins Indi (Sobhi 52. mín.), Pieters, Ndiaye, Allen, Shaqiri, Diouf, Bauer og Crouch (Fletcher 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Haugaard, Ireland, Adam, Cameron og Campbell.
Gul spjöld: Crouch og Diouf.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.255.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn barðist eins og ljón og reyndi að drífa liðið sitt áfram.
Jürgen Klopp: Þetta var sannarlega ekki besti dagur lífs míns en ekki heldur sá versti. Við þurfum bara að sætta okkur við niðurstöðuna, ná okkur eftir leikinn og fara til Rómar.
Fróðleikur
- Þetta var í fyrsta sinn frá því í desember sem að Liverpool skorar ekki í deildarleik á Anfield Road.
- Mohamed Salah mistókst að skora í heimaleik í deildinni í fyrsta sinn frá því á öðrum degi jóla.
- Roberto Firmino lék sinn 140. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 50 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan