| Sf. Gutt
Stærsti leikur Liverpool í tvö ár, frá úrslitaleiknum í Evrópudeildinni, fer fram á Olympíuleikvanginum í Róm annað kvöld. Eftir hann verður ljóst hvort Liverpool leikur til úrslita um Evrópubikarinn við Real Madrid í Kiev síðar í þessum mánuði. Jürgen Klopp segir að hann og föruneyti sitt sé komið til Rómar til að berjast fyrir draumum sínum. Liverpool vann Roma 5:2 á Anfield Road fyrir viku. Roma kemst áfram með því að vinna 3:0 eins og þeir gerðu í átta liða úrslitum á móti Barcelona sem hafði unnið fyrri leikinn 4:1. Jürgen hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi í dag.
,,Trúlega töldu menn hjá Barcelona að viðureignin væri útkjáð. Allir segja okkur að þetta verði erfitt og möguleiki á að við föllum úr leik. Enginn virðist hafa sagt Barcelona að þeir gætu tapað 3:0 vegna þess að menn töldu það útilokað. Það þarf ekkert að vara mig við að allt geti gerst. En hafi ég þurft á viðvörun að halda þá hef ég fengið hana."
,,Eftir því sem leikurinn færist nær þá átta menn hjá Roma sig æ betur á því að þeir þurfa að skora þrjú mörk. Það hefur ekki mörgum liðum tekist á móti okkur á þessari leiktíð. Ég er ekki að halda því fram að það sé útilokað en það verður býsna erfitt. Við erum hingað komnir til að berjast fyrir draumum okkar. Flóknara er það ekki og við viljum komast í úrslitaleikinn."
,,Mér dettur ekki í hug að við séum komnir áfram en á hinn bóginn tel ég stöðu okkar ekki slæma. Eiginlega er staða okkar betri en ég hélt að hún gæti verið fyrir rimmu liðanna."
Sem fyrr segir þá leiðir Liverpool 5:2 eftir fyrr leik liðanna. Roma dugar að vinna 3:0 sigur en nái Liverpool marki þarf Roma að skora minnst fjögur mörk. Spennan verður gríðarleg annað kvöld. Liverpool mun þurfa á öllu sínu að halda á leikvanginum þar sem liðið hefur tvívegis hampað Evrópubikarnum.
Liðið sem fer áfram í Róm annað kvöld mætir Real Madrid í úrslitaleik í Kiev seinna í mánuðinum. Real og Bayern München skildu jöfn 2:2 í Madríd í kvöld. Spænska liðið vann fyrri leikinn 1:2 í Þýskalandi í síðustu viku. Real Madrid hefur unnið Evrópubikarinn tvö síðustu árin.
TIL BAKA
Ætlum að berjast fyrir draumum okkar!
Stærsti leikur Liverpool í tvö ár, frá úrslitaleiknum í Evrópudeildinni, fer fram á Olympíuleikvanginum í Róm annað kvöld. Eftir hann verður ljóst hvort Liverpool leikur til úrslita um Evrópubikarinn við Real Madrid í Kiev síðar í þessum mánuði. Jürgen Klopp segir að hann og föruneyti sitt sé komið til Rómar til að berjast fyrir draumum sínum. Liverpool vann Roma 5:2 á Anfield Road fyrir viku. Roma kemst áfram með því að vinna 3:0 eins og þeir gerðu í átta liða úrslitum á móti Barcelona sem hafði unnið fyrri leikinn 4:1. Jürgen hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi í dag.
,,Trúlega töldu menn hjá Barcelona að viðureignin væri útkjáð. Allir segja okkur að þetta verði erfitt og möguleiki á að við föllum úr leik. Enginn virðist hafa sagt Barcelona að þeir gætu tapað 3:0 vegna þess að menn töldu það útilokað. Það þarf ekkert að vara mig við að allt geti gerst. En hafi ég þurft á viðvörun að halda þá hef ég fengið hana."
,,Eftir því sem leikurinn færist nær þá átta menn hjá Roma sig æ betur á því að þeir þurfa að skora þrjú mörk. Það hefur ekki mörgum liðum tekist á móti okkur á þessari leiktíð. Ég er ekki að halda því fram að það sé útilokað en það verður býsna erfitt. Við erum hingað komnir til að berjast fyrir draumum okkar. Flóknara er það ekki og við viljum komast í úrslitaleikinn."
,,Mér dettur ekki í hug að við séum komnir áfram en á hinn bóginn tel ég stöðu okkar ekki slæma. Eiginlega er staða okkar betri en ég hélt að hún gæti verið fyrir rimmu liðanna."
Sem fyrr segir þá leiðir Liverpool 5:2 eftir fyrr leik liðanna. Roma dugar að vinna 3:0 sigur en nái Liverpool marki þarf Roma að skora minnst fjögur mörk. Spennan verður gríðarleg annað kvöld. Liverpool mun þurfa á öllu sínu að halda á leikvanginum þar sem liðið hefur tvívegis hampað Evrópubikarnum.
Liðið sem fer áfram í Róm annað kvöld mætir Real Madrid í úrslitaleik í Kiev seinna í mánuðinum. Real og Bayern München skildu jöfn 2:2 í Madríd í kvöld. Spænska liðið vann fyrri leikinn 1:2 í Þýskalandi í síðustu viku. Real Madrid hefur unnið Evrópubikarinn tvö síðustu árin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan