| Sf. Gutt
Allt gekk af göflunum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool þegar flautað var til leiksloka á Olympíuleikvagninum í Róm í gærkvöldi. Ljóst var orðið að Liverpool hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik um Evrópubikarinn í Kiev þar sem mótherjinn verður Real Madrid. Jürgen Klopp sagði eftir leikinn að þessi sameiginlega gleðistund hafi verið þakklætisvottur til stuðningsmanna Liverpool fyrir stuðninginn við liðið á Evrópuvegferðinni.
,,Þetta var vinaleg stund. Reyndar alveg frábær. Það var alveg dásamlegt að sjá hamingjuna lýsa af öllum þessum andlitum. Þetta er það besta sem knattspyrnan getur alið af sér. Þetta fólk er búið að fylgja okkur út um alla Evrópu, mætt á Anfield og skapað einstaka stemmningu. Við vitum allir hversu mikið þeir þrá að liðið verði aftur sigursælt."
Gríðarlegur fögnuður braust út þegar Jürgen Klopp kom út á völlinn eftir leikinn og fagnaði með stuðningsmönnum Liverpool. Jürgen sagði það hafa verið gaman að geta glatt stuðningsmennina.
,,Þetta fólk hefur leikið svo stórt hlutverk hingað til á keppnistímabilinu. Svo það var ekkert mál að koma fram fyrst fólkið vildi sjá mig. Stuðningmennirnir urðu að bíða á áhorfendastæðunum svo það var ekkert mál fyrir mig að sýna þakklæti á þann hátt sem gert er í knattspyrnunni. Þetta var virkilega gaman og ég verð að þakka stuðningsmönnunum fyrir þann frábæra stuðning sem þér hafa sýnt okkur!"
Hér má sjá myndir af fögnuðinum eftir leikinn á Liverpoolfc.com.
Hér er hægt að horfa á hluta af blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir leikinn.
TIL BAKA
Takk fyrir!
Allt gekk af göflunum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool þegar flautað var til leiksloka á Olympíuleikvagninum í Róm í gærkvöldi. Ljóst var orðið að Liverpool hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik um Evrópubikarinn í Kiev þar sem mótherjinn verður Real Madrid. Jürgen Klopp sagði eftir leikinn að þessi sameiginlega gleðistund hafi verið þakklætisvottur til stuðningsmanna Liverpool fyrir stuðninginn við liðið á Evrópuvegferðinni.
,,Þetta var vinaleg stund. Reyndar alveg frábær. Það var alveg dásamlegt að sjá hamingjuna lýsa af öllum þessum andlitum. Þetta er það besta sem knattspyrnan getur alið af sér. Þetta fólk er búið að fylgja okkur út um alla Evrópu, mætt á Anfield og skapað einstaka stemmningu. Við vitum allir hversu mikið þeir þrá að liðið verði aftur sigursælt."
Gríðarlegur fögnuður braust út þegar Jürgen Klopp kom út á völlinn eftir leikinn og fagnaði með stuðningsmönnum Liverpool. Jürgen sagði það hafa verið gaman að geta glatt stuðningsmennina.
,,Þetta fólk hefur leikið svo stórt hlutverk hingað til á keppnistímabilinu. Svo það var ekkert mál að koma fram fyrst fólkið vildi sjá mig. Stuðningmennirnir urðu að bíða á áhorfendastæðunum svo það var ekkert mál fyrir mig að sýna þakklæti á þann hátt sem gert er í knattspyrnunni. Þetta var virkilega gaman og ég verð að þakka stuðningsmönnunum fyrir þann frábæra stuðning sem þér hafa sýnt okkur!"
Hér má sjá myndir af fögnuðinum eftir leikinn á Liverpoolfc.com.
Hér er hægt að horfa á hluta af blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan