| Sf. Gutt
TIL BAKA
Förum aldrei auðveldar leiðir!
Jordan Henderson, fyrirliði Livrpool, sagði eftir leik Liverpool og Roma að liðið færi aldrei auðveldar leiðir að settu marki. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir að Liverpool tryggði sér farseðilinn til Kiev til að spila til úrslita um Evrópubikarinn.
,,Því miður þá förum aldrei auðveldar leiðir. Þetta er mikið afrek. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað. En mér fannst við standa okkur vel í fyrri hálfleik. Við skoruðum góð mörk en hefðum getað notað nokkrar skyndisóknir betur. En þegar allt er tekið, ef frá eru taldar kannski síðustu tíu mínúturnar í síðari hálfleik þegar við fengum tvö síðbúin mörk á okkur, þá fannst mér við hafa góð tök á þessu öllu. Við þurfum að koma í veg fyrir svoleiðis en þegar á heildina er litið þá erum við hæstánægðir með að komast í úrslitaleikinn."
,,Við vissum hversu mikilvægt það var að skora og það var frábært að ná marki snemma. Við vorum svolítið óheppnir þegar þeir skoruðu fyrsta markið sitt. Ég held að hreinsun hafi farið í höfuðið á James Milner og af honum í markið. Það var óheppni. En í heildina, þegar litið er á fyrri og seinni leikinn, þá verðum við að vera ánægðir með hvað við höfum afrekað. En auðvitað hefðum við getað verið betri í þessum leik."
,,Ég held að við höfum spilað skemmtilega knattspyrnu en nú verðum við að horfa fram á veginn. Um helgina spilum við annan mikilvægan leik á móti Chelsea og svo er síðasti heimaleikinn á leiktíðinni gegn Brighton. Svo er það auðvitað úrslitaleikurinn við Real og hann verður ekki auðveldur. Þeir hafa frábæru liði á að skipa en við getum farið í leikinn með sjálfstraust í farteskinu og svo leggjum allt okkar í þann leik."
Jordan Henderson er búinn að spila mjög vel á leiktíðinni. Hann hefur farið fyrir liðinu sínu með góðu fordæmi og víst er að það á eftir að mæða mikið á honum í úrslitaleiknum í Kiev enda er hann einn reyndasti leikmaður Liverpool.
,,Því miður þá förum aldrei auðveldar leiðir. Þetta er mikið afrek. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað. En mér fannst við standa okkur vel í fyrri hálfleik. Við skoruðum góð mörk en hefðum getað notað nokkrar skyndisóknir betur. En þegar allt er tekið, ef frá eru taldar kannski síðustu tíu mínúturnar í síðari hálfleik þegar við fengum tvö síðbúin mörk á okkur, þá fannst mér við hafa góð tök á þessu öllu. Við þurfum að koma í veg fyrir svoleiðis en þegar á heildina er litið þá erum við hæstánægðir með að komast í úrslitaleikinn."
,,Við vissum hversu mikilvægt það var að skora og það var frábært að ná marki snemma. Við vorum svolítið óheppnir þegar þeir skoruðu fyrsta markið sitt. Ég held að hreinsun hafi farið í höfuðið á James Milner og af honum í markið. Það var óheppni. En í heildina, þegar litið er á fyrri og seinni leikinn, þá verðum við að vera ánægðir með hvað við höfum afrekað. En auðvitað hefðum við getað verið betri í þessum leik."
,,Ég held að við höfum spilað skemmtilega knattspyrnu en nú verðum við að horfa fram á veginn. Um helgina spilum við annan mikilvægan leik á móti Chelsea og svo er síðasti heimaleikinn á leiktíðinni gegn Brighton. Svo er það auðvitað úrslitaleikurinn við Real og hann verður ekki auðveldur. Þeir hafa frábæru liði á að skipa en við getum farið í leikinn með sjálfstraust í farteskinu og svo leggjum allt okkar í þann leik."
Jordan Henderson er búinn að spila mjög vel á leiktíðinni. Hann hefur farið fyrir liðinu sínu með góðu fordæmi og víst er að það á eftir að mæða mikið á honum í úrslitaleiknum í Kiev enda er hann einn reyndasti leikmaður Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan