| Sf. Gutt
Það tók Dominic Solanke 27 leiki að skora sinn fyrsta mark fyrir Liverpool. Ungliðinn skoraði þriðja mark Liverpool í stórsigrinum á Brighton. Hann segir tilfinninguna að hafa loksins náð að skora hafa verið magnaða. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Ég sá að Mo tók boltann og eins og alltaf þá lék hann á varnarmanninn sem reyndi að stoppa. Ég tók sprett í hina áttina og hann sendi frábæra sendinga á mig. Ég bara skaut og við tók mögnuð tilfinning. Það var sérstaklega gaman að gera þetta á Anfield fyrir faman alla aðdáendur okkar. Við vissum að við ættum tvo mikilvæga leiki eftir í lok leiktíðarinnar. Við vissum að við yrðum að ná hagstæðum úrslitum, það tókst og þess vegna eru allir hamingjusamir."
Dominic kom frá Chelsea fyrir ári og hafði þurft að bíða lengi eftir sínu fyrsta marki. Hann spilaði oft bara nokkrar mínútur og fékk ekki mörg færi en markið kom. Hann segir Jürgen Klopp alltaf hafa haft trú á honum.
,,Það er alltaf erfitt þegar maður skorar ekki. Maður fær nokkur færi á stangli og fellur þatta ekki fyrir mann. Maður verður bara að hafa trú á sér og halda sínu striki. Það borgaði sig. Þetta hefur verið frábært. Það hefur verið frábært að framkvæmdastjórinn skyldi hafa trú á mér. Ég er honum svo þakklátur og eins fyrir að velja mig í liðið fyrir þennan leik. Ég náði að skora fyrir liðið og ég er mjög hamingjusamur með að vera hluti af þessu liði."
Dominic Solanke varð heimsmeistari með undir 20 ára liði Englands síðasta sumar og var næstmarkahæsti maður mótins. Að auki var hann valinn besti leikmaður mótins. Hann lék svo sinn fyrsta aðallandsleik á leiktíðinni. Sagt er að stuðningsmenn Chelsea hafi ekki verið ánægðir með að Dominic var látinn fara frá félaginu því hann var í áliti þar. Þessi ungi framherji er efnilegur og það verður gaman að sjá hvernig honum fer fram næstu árin.
TIL BAKA
Ég bara skaut!
Það tók Dominic Solanke 27 leiki að skora sinn fyrsta mark fyrir Liverpool. Ungliðinn skoraði þriðja mark Liverpool í stórsigrinum á Brighton. Hann segir tilfinninguna að hafa loksins náð að skora hafa verið magnaða. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Ég sá að Mo tók boltann og eins og alltaf þá lék hann á varnarmanninn sem reyndi að stoppa. Ég tók sprett í hina áttina og hann sendi frábæra sendinga á mig. Ég bara skaut og við tók mögnuð tilfinning. Það var sérstaklega gaman að gera þetta á Anfield fyrir faman alla aðdáendur okkar. Við vissum að við ættum tvo mikilvæga leiki eftir í lok leiktíðarinnar. Við vissum að við yrðum að ná hagstæðum úrslitum, það tókst og þess vegna eru allir hamingjusamir."
Dominic kom frá Chelsea fyrir ári og hafði þurft að bíða lengi eftir sínu fyrsta marki. Hann spilaði oft bara nokkrar mínútur og fékk ekki mörg færi en markið kom. Hann segir Jürgen Klopp alltaf hafa haft trú á honum.
,,Það er alltaf erfitt þegar maður skorar ekki. Maður fær nokkur færi á stangli og fellur þatta ekki fyrir mann. Maður verður bara að hafa trú á sér og halda sínu striki. Það borgaði sig. Þetta hefur verið frábært. Það hefur verið frábært að framkvæmdastjórinn skyldi hafa trú á mér. Ég er honum svo þakklátur og eins fyrir að velja mig í liðið fyrir þennan leik. Ég náði að skora fyrir liðið og ég er mjög hamingjusamur með að vera hluti af þessu liði."
Dominic Solanke varð heimsmeistari með undir 20 ára liði Englands síðasta sumar og var næstmarkahæsti maður mótins. Að auki var hann valinn besti leikmaður mótins. Hann lék svo sinn fyrsta aðallandsleik á leiktíðinni. Sagt er að stuðningsmenn Chelsea hafi ekki verið ánægðir með að Dominic var látinn fara frá félaginu því hann var í áliti þar. Þessi ungi framherji er efnilegur og það verður gaman að sjá hvernig honum fer fram næstu árin.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan