| Sf. Gutt
Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni stendur nú sem hæst í herbúðum Liverpool og Real Madrid. Í gær var æft á Anfield Road og eins var þar haldinn blaðamannafundur.
Leikmenn Liverpool æfa sjaldan á Anfield en í gær var þar opin æfing. Hægt var að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum svo sem Facebook. James Milner tók þátt í æfingunni og það sama var að segja um Emre Can sem er að skríða saman eftir meiðsli. James missti af síðasta deildarleiknum á móti Brighton en það virðist vera allt í lagi með hann. Emre er auðvitað ekki í neinni leikæfingu en hugsanlega gæti hann fengið sæti á varamannabekknum í Kiev.
Á blaðamannafundinum sátu fyrst tveir leikmenn Liverpool, Dejan Lovren og Sadio Mané, fyrir svörum. Á eftir þeim kom framkvæmdastjóri Liverpool Jürgen Norbert Klopp og svaraði spurningum fjölmiðlamanna. Allt fór vel fram og var létt í mönnum!
Hér eru myndir frá æfingunni í gær af Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Undirbúningur á fullu
Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni stendur nú sem hæst í herbúðum Liverpool og Real Madrid. Í gær var æft á Anfield Road og eins var þar haldinn blaðamannafundur.
Leikmenn Liverpool æfa sjaldan á Anfield en í gær var þar opin æfing. Hægt var að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum svo sem Facebook. James Milner tók þátt í æfingunni og það sama var að segja um Emre Can sem er að skríða saman eftir meiðsli. James missti af síðasta deildarleiknum á móti Brighton en það virðist vera allt í lagi með hann. Emre er auðvitað ekki í neinni leikæfingu en hugsanlega gæti hann fengið sæti á varamannabekknum í Kiev.
Á blaðamannafundinum sátu fyrst tveir leikmenn Liverpool, Dejan Lovren og Sadio Mané, fyrir svörum. Á eftir þeim kom framkvæmdastjóri Liverpool Jürgen Norbert Klopp og svaraði spurningum fjölmiðlamanna. Allt fór vel fram og var létt í mönnum!
Hér eru myndir frá æfingunni í gær af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan