| Sf. Gutt
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir samheldni liðsins einstaka. Hann segir að allir í liðinu muni leggja sig fram til að Liverpool vinni Evrópubikarinn í sjötta sinn á móti Real Madrid. Jordan segir það hafa mikla þýðingu fyrir alla sem tengjast liðinu að hafa komist alla leið í úrslitaleikinn.
,,Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir leikmennina, mig, framkvæmdastjórann og alla. Þetta skín í gegn þegar við erum að spila knattspyrnu. Þetta sést líka utan vallar eins og þegar við fögnuðum með stuðningsmönnum okkar eftir að við tryggðum okkur sæti í úrslitaleiknum í Róm. Þetta verður gríðarlega mikilvægt kvöld. En við viljum fá góðar minningar frá því með því að vinnakeppnina. Það er mikil samheldni innan liðsins og ég held að hún sjáist úti á vellinum þegar við erum að spila. Ég held að samheldni sé mikilvæg þegar maður vill ná langt og njóta velgengni. Samheldnin verður að vera innan vallar sem utan og mér finnst að hún sé til staðar hjá okkur. Leikmannahópurinn er einstakur og núna verðum við að vinna titla."
Fjórir fyrirliðar Liverpool hafa tekið við Evrópubikarnum. Emlyn heitinn Hughes gerði það tvisvar og þeir Phil Thompson, Greame Sounss og Steven Gerrard einu sinni. Er Jordan farinn að hugsa um hvernig það væri að hampa Evrópubikarnum.
,,Þetta snýst ekkert um hvort ég lyfti bikarnum. Það er það síðasta sem ég er að hugsa um. Ég hugsa bara um liðið og að leggja mitt af mörkum til að vinna leikinn fyrir liðið, stuðningsmennina og knattspyrnufélagið. Það skiptir mestu. Allir fá að lyfta bikarnum og það skiptir mestu. Ég skipti ekki máli eða einhver annar í því samhengi. Þetta snýst um liðsheildina og að vinna stórtitil!"
Vonandi bætist Jordan í hóp þeirra Emlyn, Phil, Greame og Steven á laugardagskvöldið í Kiev!
TIL BAKA
Liðsheildin er fyrir öllu!
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir samheldni liðsins einstaka. Hann segir að allir í liðinu muni leggja sig fram til að Liverpool vinni Evrópubikarinn í sjötta sinn á móti Real Madrid. Jordan segir það hafa mikla þýðingu fyrir alla sem tengjast liðinu að hafa komist alla leið í úrslitaleikinn.
,,Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir leikmennina, mig, framkvæmdastjórann og alla. Þetta skín í gegn þegar við erum að spila knattspyrnu. Þetta sést líka utan vallar eins og þegar við fögnuðum með stuðningsmönnum okkar eftir að við tryggðum okkur sæti í úrslitaleiknum í Róm. Þetta verður gríðarlega mikilvægt kvöld. En við viljum fá góðar minningar frá því með því að vinnakeppnina. Það er mikil samheldni innan liðsins og ég held að hún sjáist úti á vellinum þegar við erum að spila. Ég held að samheldni sé mikilvæg þegar maður vill ná langt og njóta velgengni. Samheldnin verður að vera innan vallar sem utan og mér finnst að hún sé til staðar hjá okkur. Leikmannahópurinn er einstakur og núna verðum við að vinna titla."
Fjórir fyrirliðar Liverpool hafa tekið við Evrópubikarnum. Emlyn heitinn Hughes gerði það tvisvar og þeir Phil Thompson, Greame Sounss og Steven Gerrard einu sinni. Er Jordan farinn að hugsa um hvernig það væri að hampa Evrópubikarnum.
,,Þetta snýst ekkert um hvort ég lyfti bikarnum. Það er það síðasta sem ég er að hugsa um. Ég hugsa bara um liðið og að leggja mitt af mörkum til að vinna leikinn fyrir liðið, stuðningsmennina og knattspyrnufélagið. Það skiptir mestu. Allir fá að lyfta bikarnum og það skiptir mestu. Ég skipti ekki máli eða einhver annar í því samhengi. Þetta snýst um liðsheildina og að vinna stórtitil!"
Vonandi bætist Jordan í hóp þeirra Emlyn, Phil, Greame og Steven á laugardagskvöldið í Kiev!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan