| Sf. Gutt
Í dag eru 13 ár liðin frá því Liverpool vann Evrópubikarinn í fimmta sinn. Steven Gerrard, sem var fyrirliði Liverpool í Miklagarði, hvetur núverandi leikmenn Liverpool til að grípa tækifærið sem gefst í Kænugarði og vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn.
,,Skilaboð mín til leikmannanna væru að grípa tækifærið sem þeir hafa lagt svo mikið á sig að ná. Verðlaunið sjálfa ykkur fyrir vegferðina sem þið hafið gefið félaginu."
,,Maður verður að fara til leiks með trú og sjálfstrausti. Þið eruð komnir þetta langt. Nú verðiði þið að standa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera leikmaður Liverpool og klára verkefnið. Það er búið að hrósa ykkur mikið fyrir að komast þetta langt en það verða ekki margir sem muna þetta ef þið náið ekki að komast yfir endalínuna. Ég er ennþá góður vinur fyrrum félaga minna sem spiluðu með mér og ég veit hvaða þýðingu þetta hefði fyrir leikmennina. Ég vona bara að þeir klári verkefnið!"
Núverandi leikmenn Liverpool geta komist í hóp goðsagna í sögu félagsins með því að vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn. Vonandi verða þeir hetjur annað kvöld!
TIL BAKA
Grípið tækifærið!

Í dag eru 13 ár liðin frá því Liverpool vann Evrópubikarinn í fimmta sinn. Steven Gerrard, sem var fyrirliði Liverpool í Miklagarði, hvetur núverandi leikmenn Liverpool til að grípa tækifærið sem gefst í Kænugarði og vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn.
,,Skilaboð mín til leikmannanna væru að grípa tækifærið sem þeir hafa lagt svo mikið á sig að ná. Verðlaunið sjálfa ykkur fyrir vegferðina sem þið hafið gefið félaginu."
,,Maður verður að fara til leiks með trú og sjálfstrausti. Þið eruð komnir þetta langt. Nú verðiði þið að standa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera leikmaður Liverpool og klára verkefnið. Það er búið að hrósa ykkur mikið fyrir að komast þetta langt en það verða ekki margir sem muna þetta ef þið náið ekki að komast yfir endalínuna. Ég er ennþá góður vinur fyrrum félaga minna sem spiluðu með mér og ég veit hvaða þýðingu þetta hefði fyrir leikmennina. Ég vona bara að þeir klári verkefnið!"

Núverandi leikmenn Liverpool geta komist í hóp goðsagna í sögu félagsins með því að vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn. Vonandi verða þeir hetjur annað kvöld!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan