| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sárt tap í úrslitaleik
Liverpool tapaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid en lokatölur voru 3-1 spænska liðinu í vil. Loris Karius átti leik sem hann vill gleyma sem fyrst og Mohamed Salah þurfti að fara snemma af velli og breyttist leikurinn töluvert við það.
Byrjunarlið Jürgen Klopp var eins og allir vissu á meðan stjóri Real Madrid stillti upp sama liði og vann Juventus í fyrra í úrslitaleik. Karim Benzema var frammi með Cristiano Ronaldo en að öðru leyti var lið þeirra skipað eins og flestir bjuggust við. Liverpool byrjaði betur í leiknum og héldu boltanum ágætlega, pressuðu svo Real eins og þeir gátu til að vinna boltann aftur og skapa hættu. Leikmenn Liverpool reyndu skot fyrir utan teig sem leikmenn Real komust fyrir og því náðist ekki að ógna marki Spánverjanna að miklu leyti til að byrja með. Hætta skapaðist hinumegin þegar Ronaldo fékk að leika inní teiginn hægra megin en hann þrumaði að marki úr þröngri stöðu og skotið fór yfir markið. Á 22. mínútu náði Liverpool að byggja upp góða sókn þegar Milner komst upp að endamörkum vinstra megin og sendi boltann inná teiginn til Firmino. Brasilíumaðurinn náði ekki að leggja boltann fyrir sig strax en reyndi skot að marki sem fór í varnarmann, þaðan barst boltinn til Alexander-Arnold sem þrumaði að marki en Navas varði mjög vel og hélt boltanum. Eftir hálftíma leik kom svo reiðarslag fyrir Liverpool þegar Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla á öxl. Hann hafði skömmu áður verið í baráttu við Ramos um boltann og Spánverjinn virtist halda honum og toga hann niður í grasið þar sem Salah fékk slæma byltu. Hann fékk aðhlynningu og kom aftur inná en sá svo að hann gæti ekki haldið leik áfram og gekk af velli með tárin í augunum. Í hans stað kom Adam Lallana inná.
Ekki svo löngu síðar þurfti Real einnig að gera skiptingu vegna meiðsla en hægri bakvörðurinn Carvajal gekk einnig af velli með tárin í augunum. Leikmenn Real voru betri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og svo virtist sem að leikmenn Liverpool hafi fengið smá áfall yfir því að vera búinn að missa Salah útaf. Tveim mínútum fyrir hálfleik skoraði Benzema svo mark eftir að Karius hafði varið skalla frá Ronaldo vel. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu og það var réttur dómur því Ronaldo var fyrir innan þegar sendingin kom en Benzema var réttstæður þegar hann skoraði. Benzema átti svo skot rétt framhjá áður en dómarinn flautaði svo til hálfleiks. Staðan markalaus.
Real héldu svo uppteknum hætti í seinni hálfleik og eftir aðeins þrjár mínútur hafði Isco þrumað í slána eftir misskilning í vörn Liverpool. Hörmungar dundu svo yfir eftir 50 mínútna leik þegar engin hætta var á ferðum, há sending innfyrir fór beint til Karius í markinu og þegar hann kastaði boltanum fram gerði Benzema vel í að setja fótinn út og boltinn lak í fjærhornið. Hvað Karius var að hugsa þar skal ósagt látið en mistökin voru hans og Real komnir yfir með sannkallaðri gjöf. En Liverpool voru ekki lengi að jafna metin. Þeir fengu hornspyrnu fjórum mínútum síðar og Milner tók spyrnuna. Dejan Lovren gerði vel í því að vinna skallaeinvígi og koma boltanum á markið þar sem Sadio Mané lyfti fæti og setti boltann í markið. Hefði Mané ekki snert boltann hefði skallinn frá Lovren sennilega verið varinn af Navas í markinu og snertingin því gulls ígildi. Karius gerði svo vel þegar hann varði skalla frá Isco á markteig, boltinn var sennilega á leið framhjá en þetta þurfti að verja engu að síður. Real Madrid komust svo í 2-1 með hreint ótrúlegu marki frá Bale. Hann var nýkominn inná sem varamaður þegar hann tók hjólhestaspyrnu utarlega í teignum og skotið var óverjandi fyrir Karius. Sannkallað glæsimark og því miður lítið við því að gera.
Sadio Mané var helst sá sem ógnaði marki Real og hann átti skot fyrir utan teig sem hafnaði í fjærstönginni. Real menn fengu líka fín færi nú þegar Liverpool menn settu meiri sóknarþunga í sinn leik. Robertson bjargaði marki með glæsilegri tæklingu þegar Ronaldo virtist eiga auðvelt með að skora í teignum. Frábær tækling hjá Skotanum þar. En Real bættu við marki áður en yfir lauk og þar var Karius aftur í gjafastuði þegar Bale átti langskot. Þjóðverjinn virtist reyna að grípa boltann en það tókst ekki betur til en svo að hann missti boltann í netið. Afskaplega klaufalegt og nú var ljóst að leikurinn var búinn fyrir þá rauðu. Þetta fjaraði út og dómarinn flautaði svo til leiksloka og 3-1 sigur Real staðreynd, því miður.
Real Madrid: Navas, Carvajal (Nacho, 37. mín.), Varane, Ramos, Marcelo, Modric, Casemiro, Kroos, Isco (Bale, 61. mín.), Benzema (Asensio, 89. mín.), Ronaldo. Ónotaðir varamenn: Casilla, Hernández, Vázquez, Kovacic.
Mörk Real Madrid: Karim Benzema (51. mín.), Gareth Bale (64. og 83. mín.).
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Milner (Can, 83. mín.), Salah (Lallana, 30. mín.), Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Solanke.
Mark Liverpool: Sadio Mané (55. mín.).
Gult spjald: Sadio Mané.
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Kiev: 61.561.
Maður leiksins: Sadio Mané hlýtur er maður leiksins eingöngu fyrir þá staðreynd að hann skoraði markið og var hvað mest ógnandi hjá Liverpool í leiknum.
Jürgen Klopp: ,,Okkar áætlun var að spila til að vinna og ekkert annað, hef í raun lítið annað að segja en það. Við byrjuðum vel og spiluðum nákvæmlega eins og við vildum gera. Þegar Salah meiðist þá lítur þetta afskaplega illa út og þetta var áfall fyrir liðið, við misstum það góða í okkar leik við það og Real komust inní leikinn. Við fórum og langt aftur með leikmenn okkar og komumst ekki nálægt Modric og Kroos. Hvað get ég sagt um mörkin... þeir skoruðu þrjú og við eitt."
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Byrjunarlið Jürgen Klopp var eins og allir vissu á meðan stjóri Real Madrid stillti upp sama liði og vann Juventus í fyrra í úrslitaleik. Karim Benzema var frammi með Cristiano Ronaldo en að öðru leyti var lið þeirra skipað eins og flestir bjuggust við. Liverpool byrjaði betur í leiknum og héldu boltanum ágætlega, pressuðu svo Real eins og þeir gátu til að vinna boltann aftur og skapa hættu. Leikmenn Liverpool reyndu skot fyrir utan teig sem leikmenn Real komust fyrir og því náðist ekki að ógna marki Spánverjanna að miklu leyti til að byrja með. Hætta skapaðist hinumegin þegar Ronaldo fékk að leika inní teiginn hægra megin en hann þrumaði að marki úr þröngri stöðu og skotið fór yfir markið. Á 22. mínútu náði Liverpool að byggja upp góða sókn þegar Milner komst upp að endamörkum vinstra megin og sendi boltann inná teiginn til Firmino. Brasilíumaðurinn náði ekki að leggja boltann fyrir sig strax en reyndi skot að marki sem fór í varnarmann, þaðan barst boltinn til Alexander-Arnold sem þrumaði að marki en Navas varði mjög vel og hélt boltanum. Eftir hálftíma leik kom svo reiðarslag fyrir Liverpool þegar Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla á öxl. Hann hafði skömmu áður verið í baráttu við Ramos um boltann og Spánverjinn virtist halda honum og toga hann niður í grasið þar sem Salah fékk slæma byltu. Hann fékk aðhlynningu og kom aftur inná en sá svo að hann gæti ekki haldið leik áfram og gekk af velli með tárin í augunum. Í hans stað kom Adam Lallana inná.
Ekki svo löngu síðar þurfti Real einnig að gera skiptingu vegna meiðsla en hægri bakvörðurinn Carvajal gekk einnig af velli með tárin í augunum. Leikmenn Real voru betri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og svo virtist sem að leikmenn Liverpool hafi fengið smá áfall yfir því að vera búinn að missa Salah útaf. Tveim mínútum fyrir hálfleik skoraði Benzema svo mark eftir að Karius hafði varið skalla frá Ronaldo vel. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu og það var réttur dómur því Ronaldo var fyrir innan þegar sendingin kom en Benzema var réttstæður þegar hann skoraði. Benzema átti svo skot rétt framhjá áður en dómarinn flautaði svo til hálfleiks. Staðan markalaus.
Real héldu svo uppteknum hætti í seinni hálfleik og eftir aðeins þrjár mínútur hafði Isco þrumað í slána eftir misskilning í vörn Liverpool. Hörmungar dundu svo yfir eftir 50 mínútna leik þegar engin hætta var á ferðum, há sending innfyrir fór beint til Karius í markinu og þegar hann kastaði boltanum fram gerði Benzema vel í að setja fótinn út og boltinn lak í fjærhornið. Hvað Karius var að hugsa þar skal ósagt látið en mistökin voru hans og Real komnir yfir með sannkallaðri gjöf. En Liverpool voru ekki lengi að jafna metin. Þeir fengu hornspyrnu fjórum mínútum síðar og Milner tók spyrnuna. Dejan Lovren gerði vel í því að vinna skallaeinvígi og koma boltanum á markið þar sem Sadio Mané lyfti fæti og setti boltann í markið. Hefði Mané ekki snert boltann hefði skallinn frá Lovren sennilega verið varinn af Navas í markinu og snertingin því gulls ígildi. Karius gerði svo vel þegar hann varði skalla frá Isco á markteig, boltinn var sennilega á leið framhjá en þetta þurfti að verja engu að síður. Real Madrid komust svo í 2-1 með hreint ótrúlegu marki frá Bale. Hann var nýkominn inná sem varamaður þegar hann tók hjólhestaspyrnu utarlega í teignum og skotið var óverjandi fyrir Karius. Sannkallað glæsimark og því miður lítið við því að gera.
Sadio Mané var helst sá sem ógnaði marki Real og hann átti skot fyrir utan teig sem hafnaði í fjærstönginni. Real menn fengu líka fín færi nú þegar Liverpool menn settu meiri sóknarþunga í sinn leik. Robertson bjargaði marki með glæsilegri tæklingu þegar Ronaldo virtist eiga auðvelt með að skora í teignum. Frábær tækling hjá Skotanum þar. En Real bættu við marki áður en yfir lauk og þar var Karius aftur í gjafastuði þegar Bale átti langskot. Þjóðverjinn virtist reyna að grípa boltann en það tókst ekki betur til en svo að hann missti boltann í netið. Afskaplega klaufalegt og nú var ljóst að leikurinn var búinn fyrir þá rauðu. Þetta fjaraði út og dómarinn flautaði svo til leiksloka og 3-1 sigur Real staðreynd, því miður.
Real Madrid: Navas, Carvajal (Nacho, 37. mín.), Varane, Ramos, Marcelo, Modric, Casemiro, Kroos, Isco (Bale, 61. mín.), Benzema (Asensio, 89. mín.), Ronaldo. Ónotaðir varamenn: Casilla, Hernández, Vázquez, Kovacic.
Mörk Real Madrid: Karim Benzema (51. mín.), Gareth Bale (64. og 83. mín.).
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Milner (Can, 83. mín.), Salah (Lallana, 30. mín.), Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Solanke.
Mark Liverpool: Sadio Mané (55. mín.).
Gult spjald: Sadio Mané.
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Kiev: 61.561.
Maður leiksins: Sadio Mané hlýtur er maður leiksins eingöngu fyrir þá staðreynd að hann skoraði markið og var hvað mest ógnandi hjá Liverpool í leiknum.
Jürgen Klopp: ,,Okkar áætlun var að spila til að vinna og ekkert annað, hef í raun lítið annað að segja en það. Við byrjuðum vel og spiluðum nákvæmlega eins og við vildum gera. Þegar Salah meiðist þá lítur þetta afskaplega illa út og þetta var áfall fyrir liðið, við misstum það góða í okkar leik við það og Real komust inní leikinn. Við fórum og langt aftur með leikmenn okkar og komumst ekki nálægt Modric og Kroos. Hvað get ég sagt um mörkin... þeir skoruðu þrjú og við eitt."
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan