| Sf. Gutt
Ungliðinn Rhian Brewster hefur gert nýjan samning við Liverpool. Hermt er að um sé að ræða samning til fimm ára. Rhian er eitt mesta efni sem hefur komið fram hjá Liverpool á seinni árum.
Um tíma var talið að Rhian ætlaði sér í burtu og var hann orðaður við þýska félagið Borussia Monchengladbach en svo verður ekki. Rhian missti af seinni hluta keppnistímabilsins eftir að hafa meiðst illa á ökkla í janúar. Reiknað er með að hann geti farið að æfa á undirbúningstímabilinu sem styttist í.
Rhian Brewster sló í gegn á HM undir 17 ára sem England vann á síðasta ári. Hann skoraði átta mörk í keppninni og fékk Gullboltann.
TIL BAKA
Rhian Brewster gerir nýjan samning

Ungliðinn Rhian Brewster hefur gert nýjan samning við Liverpool. Hermt er að um sé að ræða samning til fimm ára. Rhian er eitt mesta efni sem hefur komið fram hjá Liverpool á seinni árum.
Um tíma var talið að Rhian ætlaði sér í burtu og var hann orðaður við þýska félagið Borussia Monchengladbach en svo verður ekki. Rhian missti af seinni hluta keppnistímabilsins eftir að hafa meiðst illa á ökkla í janúar. Reiknað er með að hann geti farið að æfa á undirbúningstímabilinu sem styttist í.

Rhian Brewster sló í gegn á HM undir 17 ára sem England vann á síðasta ári. Hann skoraði átta mörk í keppninni og fékk Gullboltann.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan